FLE blaðið - 01.01.2019, Side 2
ÚTG: FÉLAG LÖGGILTRA ENDURSKOÐENDA ©
Aðsendar greinar í blaðinu eru á ábyrgð höfunda en að öðru leyti er útgáfa blaðsins á ábyrgð
ritnefndar FLE. FLE blaðið má ekki afrita með neinum hætti, að hluta til eða í heild,
þar með talið tölvutækt form, án skriflegs leyfis höfundarrétthafa.
VINNSLA BLAÐSINS
RITNEFND FLE:
Benóní Torfi Eggertsson, formaður
Ágústa Katrín Guðmundsdóttir
Herbert Baldursson
Kjartan Arnfinnsson
Prentun: GuðjónÓ
Umsjón: Hrafnhildur Hreinsdóttir
Janúar 2019, 41. árgangur 1. Tölublað
SKRIFSTOFA FLE, HELSTU UPPLÝSINGAR
Skrifstofa FLE, Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík, er opin virka daga kl. 9-15
Sími: 568 8118, Tölvupóstfang: fle@fle.is, Vefsíða FLE: www.fle.is
Sigurður B. Arnþórsson, framkvæmdastjóri sigurdur@fle.is
Hrafnhildur Hreinsdóttir, skrifstofustjóri fle@fle.is
Þrátt fyrir töluverða endurnýjun í ritnefnd FLE blaðsins
á árinu 2018, þar sem tveir nefndarmenn þeir Arnar
Már Jóhannesson og Ingvi Már Bergmann hurfu á
braut, kemur FLE blaðið út í 41 sinn frá árinu 1978.
Þeim er hér með þakkað framlag þeirra til útgáfu FLE
blaðsins á undanförnum árum. Nýir nefndarmenn
eru þau Ágústa Katrín Guðmundsdóttir, Herbert
Baldursson og Kjartan Arnfinnsson en fyrir í nefndinni
sat Benóní Torfi Eggertsson með árs reynslu af
útgáfu FLE blaðsins.
Blaðið er eins og fyrri blöð fullt af athyglisverðum og
skemmtilegum greinum. Fyrst má nefna áhugaverðar
greinar annars vegar um ófjárhagslega upplýsinga-
gjöf og hins vegar um alþjóðlegan skattarétt. Bæði
þessi efni eru mikið í deiglunni núna og koma inn
á störf marga endurskoðanda. Einnig eru kynnt til
sögunnar frumvarp til nýrra laga um endurskoðendur
og endurskoðun sem tímabært er fyrir alla endurskoð-
endur að kynna sér. Síðan vill svo skemmtilega til að á
síðasta ári hvarf Skúli Eggert Þórðarson úr starfi ríkis-
skattstjóra og varð yfirmaður Ríkisendurskoðunar og
Snorri Olsen hvarf úr starfi tollstjóra og tók við starfi
ríkisskattstjóra. Á þessum tímamótum tók FLE blað-
ið hús á þessum heiðursmönnum og ræddi við þá á
léttari nótunum. Einnig er í blaðinu viðtal við Margréti
Pétursdóttur endurskoðanda í tilefni þess að hún var
á árinu kosin í stjórn IFAC, Alþjóðasambands endur-
skoðenda. Íslensk skattamál fá að venju sína umfjöll-
un í blaðinu en í því eru þrjár greinar með snertiflöt við
skattinn: í fyrsta lagi er grein um breytingar á virðis-
aukaskatti vegna þjónustu á milli landa; í öðru lagi er
grein um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar og í
þriðja lagi grein um milliverðlagningu. Tíu ára afmælis
hrunsins er líka minnst í blaðinu en í því er grein þar
sem fjallað er um breytingar á endurskoðun frá hruni.
Starfsemi FLE á árinu fær sína hefðbundnu umfjöllun
og að auki er fjallað um ferð félagsmanna og gesta
þeirra til Brussel bæði í máli og myndum. Í upphafs-
málsgreininni var komið inn á reynsluleysi nýrra rit-
nefndar en að okkar mati hefur samt vel til tekist. Að
lokum viljum við þakka greinarhöfundum fyrir góðar
greinar því það er ómetanlegt fyrir blaðið að hafa
aðgang að fólki sem segir já þegar það er beðið um
að skrifa í blaðið.
Janúar 2019, Benóní Torfi Eggertsson, Ágústa Katrín
Guðmundsdóttir, Herbert Baldursson og Kjartan
Arnfinnsson.
FYLGT ÚR HLAÐI