FLE blaðið - 01.01.2019, Page 5
5FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2019
Annað stórt hagsmunamál eru tímafrestir
við skattskil. Stjórn félagsins mun áfram
halda góðum samskiptum við ríkisskatt-
stjóra og funda með honum til gæta
hagsmuna félagsmanna. Ljóst er að sífellt
styttri skilafrestir eru að gera félagsmönn-
um erfitt fyrir að standa við skil á réttum
tíma. Hugmyndir hafa komið upp hvort
hægt sé að minnka skattframtalsformið
hjá lögaðilum, þannig að það miði meira
við að leiða fram tekjuskattsstofn, en virð-
isaukaskatts afstemmingum verði komið
fyrir með öðrum hætti. Þá þarf jafnframt
að skoða hvort félagsmönnum verði gert
kleift að dreifa skattskilum lögaðila yfir
allt árið eða skil á smærri lögaðilum verði
heimiluð lengur fram eftir hausti.
Unnið verður áfram með embættinu að
framtíðarskipan þeirra mála og leitað
lausna svo við verði unað. Fyrirhugaðir eru
frekari fundir með stjórnendum háskól-
anna um tilhögun náms fyrir fag okkar. Við
viljum halda góðu sambandi við háskóla-
samfélagið til að stuðla að góðri menntun
og auka áhuga nemenda á starfi okkar.
Stjórn FLE 2018-2019 frá vinstri: Anna Kristín, Ágúst, Bryndís, Arnar Már og Sif.
FLE veitti styrk úr Rannsókna- og Námsstyrkjasjóði.