FLE blaðið - 01.01.2019, Qupperneq 6

FLE blaðið - 01.01.2019, Qupperneq 6
6 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2019 Alþjóðlegt samstarf hefur verið meira og viðburðarríkara en oft áður. Nú hefur undirritaður gengt forsæti Norræna endurskoðunarsambandsins (NRF) í eitt ár og hefur það verið viðburðarríkt. Þar má helst nefna að nýr fram- kvæmdastjóri tók við um áramótin. Jens Röder sem hefur gegnt stöðunni tæp tíu ár lét af störfum fyrir aldurssakir. Hann kom hér og talaði oftar en einu sinni á ráðstefnum hjá okkur á þessu tímabili. Ráðning á nýjum fram- kvæmdastjóra tók drjúgan tíma og hóf Helene Agélii, sem kemur frá Svíþjóð störf hjá NRF nú í ársbyrjun. Margrét Pétursdóttir var kosin í stjórn alþjóða endurskoðunarsambandsins, IFAC núna í nóvember til þriggja ára sem fulltrúi NRF. Það er stór áfangi og heiður fyrir félagið okkar að eiga í fyrsta skipti fulltrúa í stjórn IFAC. Þá mun NRF eignast fulltrúa í alþjóðlega staðlaráðinu, Norðmanninn Kai Morten Hagen. Það mun styrkja okkur í að sækja áfram fram með endurskoðun minni og meðal- stórra félaga. Einnig er má geta þess að á aðal- fundi Accountancy Europe (áður FEE) í desem- ber síðast liðnum þá hlaut Nina Rafen kosningu sem fulltrúi NRF, en hún er fyrrverandi formaður Norska endurskoðendasambandsins (DnR). Okkur hefur tekist að gera okkur gildandi innan NRF og þar gengur samstarfið vel, sem gerir okkur ennþá sterkari í alþjóðlegu umhverfi með nánu samstarfi með frændum okkar á hinum Norðurlöndunum. Við fórum í velheppnaða ferð til Brussel í lok september, sem var blanda af skemmtun, fróðleik og alvöru. Er það samdóma álit fólks að ferðin hafi tekist vel í alla staði. Allir höfðu gaman og gagn af og þar sýndi sig vel hvað kraftur og samheldni félagsmanna getur verið mikil þegar við komum saman. Eins og áður hefur fjöldi félagsmanna komið að starfsemi FLE með einum eða öðrum hætti í fastanefndum, stjórnum eða öðrum vinnuhópum og tekið þátt í að gera félagið að því sem það er í dag. Vill stjórn þakka öllum þessum aðilum fyrir framlag þeirra á starfsárinu. Þá vill stjórn einnig færa starfsmönnum félagsins þeim Sigurði og Hrafnhildi bestu þakkir fyrir gott samstarf á árinu sem og undanfarin ár. Að lokum vil ég þakka meðstjórnarmönnum fyrir gott og árangursríkt samstarf á árinu og hlakka ég til að takast á við krefjandi verkefni á komandi starfsári. H. Ágúst Jóhannesson Skattadagurinn 2018. Formaður tekur á móti nýjum félagsmönnum.

x

FLE blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.