FLE blaðið - 01.01.2019, Side 7

FLE blaðið - 01.01.2019, Side 7
7FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2019 Hádegisfundum fer fækkandi. VIÐBURÐIR Félagið stóð fyrir samtals 19 viðburðum á starfsárinu sem gáfu um 50 endurmenntunareiningar. Árið á undan stóð félagið aftur á móti fyrir 22 viðburðum sem veittu 45 endurmenntunarein- ingar. Heildarmæting á þessa viðburði var tæplega 1200 manns samanborið við rúmlega 1300 árið áður. Á síðast liðnum fimm árum hefur félagið staðið fyrir á bilinu 19-25 viðburðum árlega. Árlegar endurmenntunareiningar hafa aftur á móti verið á svipuð- um nótum á þessu fimm ára tímabili, eða í kringum 50 einingar. Árleg mæting hefur aftur á móti farið minnkandi á þessu árabili eða frá um 1.500 niður í tæplega 1.200 á liðnu starfsári, eins og áður segir. Að stærstum hluta skýrist þessi fækkun á niðurfell- ingu hádegisverðafundanna fyrir um 2 árum síðan. Námskeið, fræðslufundir og aðrir atburðir voru nánast með sömu mætingu og árið áður. Þar skoruðu hæst námskeið um ný persónuverndarlög og áhrif þeirra á störf endurskoðenda. Haldin voru fjögur morgunkorn og var mætingin örlítið minni en árið áður. Það morgunkorn sem vakti hvað mestan áhuga félags- manna bar yfirskriftina „Tæknileg tímamót“ þar sem fjallað var PUNKTAR ÚR STARFSEMI FLE Sigurður B. Arnþórsson er framkvæmdastjóri FLE Á síðastliðnum 6 árum hefur fjöldi félagsmanna nánast staðið í stað eða liðlega 380 endurskoðendur, þrátt fyrir að á sama tímabili hafi útskrifast um 50 endurskoðendur

x

FLE blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.