FLE blaðið - 01.01.2019, Blaðsíða 9

FLE blaðið - 01.01.2019, Blaðsíða 9
9FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2019 STAÐA STÉTTARINNAR Mörg undanfarin ár hefur mér verið tíðrætt um þróun mála hvað varðar fjölgun og endurnýjun í stéttinni. Á síðastliðnum 6 árum hefur fjöldi félagsmanna nánast staðið í stað eða liðlega 380 endurskoðendur, þrátt fyrir að á sama tímabili hafi útskrifast um 50 endurskoðendur. Þegar best lét á þessu 6 ára tímabili þá störf- uðu um 260 þeirra hjá endurskoðunarfyrirtæki en er nú komið niður í 239 á liðnu starfsári sem er það lægsta sem við höfum séð á umræddu tímabili. Ef við skoðum nánar þessa 239 sem störfuðu hjá endur- skoðunarfyrirtæki í lok ágúst síðast liðinn kemur í ljós að 55 þeirra eða 23% eru eldri en 60 ára og það sem meira er, að um 2/3 þeirra er 65 ára eða eldri. Það liggur því nokkuð ljóst fyrir að ef ekki verður frekari fjölgun í stéttinni umfram það sem hefur verið undanfarin 6 ár að þá mun fækka í hópi þeirra sem starfa við endurskoðun á komandi árum. Menn geta svo spurt sig hvort það sé bara ekki allt í lagi, við höfum þá alla vega nóg að gera og aukin tæknivæðing í störfum okkar sem boðuð er hljóti að hjálpa okkur sem eftir sitjum. Mín skoðun er aftur á móti sú að til framtíðar verði aukin eftir- spurn eftir okkar verðmætu reynslu og menntun til annarra starfa en hefðbundinnar endurskoðunar og því sé það umhugsunarefni fyrir félagið og okkur öll með hvaða hætti við getum laðað til okkar ungt og efnilegt fólk til starfa sem endurskoðendur. MIKILVÆGUSTU MÁLEFNIN Það má segja að á liðnu starfsári þá hafi þrjú málefni borið einna hæst fyrir utan venjubundin verkefni og tekið mikinn tíma á vett- vangi félagsins en þau eru: • Innleiðing Evróputilskipunar í endurskoðun • Innleiðingu persónuverndarstefnu FLE á grundvelli laga um persónuvernd nr. 90/2018 • Ferð félagsmanna til Brussel Innleiðing Evróputilskipunar um endurskoðun hefur verið til skoðunar allt frá því á árinu 2014 þegar Atvinnuvegaráðuneytið óskaði eftir því við félagið að það tæki þátt í vinnuhóp sem hefði það að markmiði að móta ný lög um endurskoðun og endurskoð- endur. Á sama ári skipaði stjórn félagsins ráðgjafahóp sem var ætlað að móta helstu áhersluatriði félagsins og vera til halds og trausts fyrir félagið. Vinna hópsins sem ráðuneytið skipaði hefur tekið mun lengri tíma en nokkrum gat órað fyrir og má segja að tíðar kosningar á síðast liðnum 4 árum og tilheyrandi áhrif þeirra á ráðuneytið hafi ekki bætt úr skák. En frumvarp liggur nú loksins fyrir og töluverðar breytingar á starfsumhverfi framundan, jafnvel meiri en við höfum séð í langan tíma og munu hafa mikil áhrif á störf okkar og ekki síður hlutverk félagsins til framtíðar. Unnið hefur verið að Persónuverndarstefnu FLE á starfsárinu. Félagið leitaði til sérfræðinga á þessu sviði til að uppfylla ákvæði laga sem og í þeim tilgangi að stefna FLE í formi persónu- verndaryfirlýsingar lægi fyrir og væri öllum kunnug. Þar kemur m.a. fram hvernig félagið vistar upplýsingar, hvaða upplýsingum við þurfum, í hvaða tilgangi sem og öryggi persónuupplýsinga og síðast en ekki síst hvaða réttindi félagsmaður á varðandi þessar upplýsingar. Vinna þessi er á lokastigum og gerum við ráð fyrir að kynna stefnuna nánar fyrir félagsmönnum í byrjun árs. Þá ber þess að geta að vinna og framsetning stefnunnar hefur tekið mið af því að einstaka endurskoðunarfyrirtæki gætu nýtt sér þá vinnu í framhaldinu með því að yfirfæra stefnu félagsins og aðlaga að sínu fyrirtæki til að uppfylla ákvæði laganna. BRUSSEL FERÐ Ferð á vegum félagsins var farin til Brussel í lok september og ekki hægt að segja annað en að hún að hafa tekist með eindæm- um vel. En að baki slíkri ferð liggur mikil undirbúningsvinna og nær hún alveg aftur til vorsins 2015 þegar stjórnin skipaði ferðanefnd til að kanna áhuga félagsmanna fyrir utanlandsferð og hvert skyldi halda. Gerð var könnun þá um vorið og settir upp val- kostir þar sem Brussel hafði vinninginn. Var þá unnið út frá því og Fyrirlestur í Brussel.

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.01.2019)
https://timarit.is/issue/429360

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.01.2019)

Aðgerðir: