FLE blaðið - 01.01.2019, Blaðsíða 11
11FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2019
ÓFJÁRHAGSLEG
UPPLÝSINGAGJÖF
Helga Harðardóttir meðeigandi hjá KPMG ehf. og
Viktoría Valdimarsdóttir meðeigandi Ábyrgra Lausna ehf.
KPMG og Ábyrgar Lausnir eru í samstarfi
við að veita þjónustu um sjálfbærni.
Ófjárhagslegir þættir sem hluti af framtíðar stefnumótun geta skipt sköpum
um möguleg ný markaðstækifæri, nýsköpun og verðmætasköpun
Áherslur og upplýsingagjöf fyrirtækja hafa breyst með inn-
leiðingu á tilskipunum Evrópusambandsins um birtingu ófjár-
haglegra upplýsinga, breyttum áherslum í stjórnarháttum sem
og væntingum hagaðila. Í ársskýrslum fyrirtækja eða í sérstök-
um samfélagsskýrslum er nú í ríkara mæli fjallað um þætti er
lúta að umhverfi, samfélagi, stjórnarháttum og viðskiptalíkani.
Félög eru undir vökulum augum fjárfesta og annarra, ekki
aðeins um það hvernig félögum hefur vegnað rekstrarlega
heldur einnig hvernig og hverju þau hafa áorkað til samfélags-
ins og hvort þau hafa lágmarkað neikvæð áhrif á umhverfið.
Hefðbundin skýrslugjöf um fjárhagslega þætti uppfyllir ekki
lengur þarfir notenda.
FORSAGA KRAFNA UM BIRTINGU ÓFJÁRHAGSLEGRA
UPPLÝSINGA
Í tilskipun Evrópusambandsins 2013/34/EU um ársreikninga,
samstæðureikninga og tengdar skýrslur félaga1 er fjallað um
kröfur um ófjárhagslegar upplýsingar. Þar segir m.a. að í skýr-
slu stjórnar eigi ekki aðeins að fjalla um fjárhagslegar upplýs-
ingar heldur eigi einnig að vera greining á umhverfis- og sam-
félagslegum þáttum sem nauðsynlegir eru fyrir félagið til að
dafna og þróast.
Með tilskipun 2014/95/EU2, sem er uppfærsla á áðurnefndri
tilskipun, eru settar fram kröfur um aðra ófjárhagslega upplýs-
ingagjöf sem felast í birtingu upplýsinga um áhrif starfseminn-
ar á samfélags- og umhverfisþætti.
1. „e: on the annual financial statements, consolidated financial statements and related report of certain types of undertakings“
2. https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=CELEX%3A32014L0095" https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/
TXT/?uri=CELEX%3A32014L0095 7 e. amending Directive 2013/34/EU as regards disclosure of non-financial and dversity information by
certain lage undertakings and groups