FLE blaðið - 01.01.2019, Page 12
12 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2019
Sú tilskipun var grunnur að breytingum á lögum um ársreikn-
inga er varðar samræmda og samfellda skýrslugjöf um
umhverfismál, samfélagslega ábyrgð og stjórnarhætti (e.
Environmental, Social and Governance issues - ESG).
Sambandið telur að þessi tilskipun hafi bein áhrif á um 6.000
skráð félög í Evrópu.
ÍSLENSKAR KRÖFUR OG INNLEIÐING TILSKIPUNAR
Í framhaldi af tilskipun 2014/95/EU var 66. gr. d innleidd í lög
um ársreikninga árið 2016 og hljóðar svo3;
„Félag sem fellur undir 9. tölul. og d-lið 11. tölul. 2. gr. og
móður félög stórra samstæðna skulu láta fylgja í yfirliti með
skýrslu stjórnar upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að leggja
mat á þróun, umfang, stöðu og áhrif félagsins í tengslum við
umhverfis-, félags- og starfsmannamál. Jafnframt skal gera
grein fyrir stefnu félagsins í mannréttindamálum og hvernig
félagið spornar við spillingar- og mútumálum. Yfirlitið skal enn
fremur innihalda eftirfarandi:
a. stutta lýsingu á viðskiptalíkani félagsins,
b. lýsingu á stefnu félagsins í tengslum við mál samkvæmt
þessari grein, ásamt lýsingu á því hvaða áreiðanleika-
könnunarferli félagið framfylgir,
c. yfirlit yfir árangur af stefnu félagsins í málum samkvæmt
þessari grein,
d. lýsingu á megináhættum sem tengjast þessum málum
í rekstri félagsins, þ.m.t., eftir því sem við á og í réttu
hlutfalli, um viðskiptatengsl þess, vörur eða þjónustu, sem
líkleg eru til að hafa skaðleg áhrif á þessum sviðum, og
hvernig félagið tekst á við þá áhættu, og
e. ófjárhagslega lykilmælikvarða sem eru viðeigandi fyrir
viðkomandi fyrirtæki.
Ef félagið hefur ekki stefnu í tengslum við eitt eða fleiri mál
samkvæmt þessari grein skal gera skýra og rökstudda grein
fyrir því í yfirlitinu.
Í yfirlitinu skv. 1. mgr. skulu einnig, þar sem við á, koma fram
frekari skýringar varðandi upphæðir sem greint er frá í ársreikn-
ingi.
Þegar félag sem um ræðir í 1. mgr. gerir samstæðureikning er
nægilegt að upplýsingar skv. 1.–2. mgr. nái eingöngu til sam-
stæðunnar.
Dótturfélag er undanþegið upplýsingagjöf skv. 1.–3. mgr. ef
4. mgr. á við.“
Ljóst er að ýtarlegar kröfur eru gerðar um upplýsingar sam-
kvæmt lagaákvæðinu. Í fyrsta málsliðnum eru það raunar 12
atriði sem fjalla á um en þau eru;
Í b. lið segir að gefa eigi lýsingu á stefnu félagsins í tengslum
við mál samkvæmt greininni ásamt lýsingu á því áreiðanleika-
könnunarferli sem félagið fylgir. Þau mál sem nefnd eru í grein-
inni eru;
• umhverfismál
• félagsmál
• starfsmannamál
• mannréttindamál
• spillingarmál
• mútumál
Í c. og d. lið er kveðið á um að veita eigi upplýsingar um árangur
ofangreindra stefna ásamt lýsingu á megináhættum tengdum
ofangreindum málum. Samandregið má gera ráð fyrir að veita
þurfi upplýsingar um alls 24 atriði, sem sjá má í eftirfarandi
töflu;
Einnig ber að gera stutta lýsingu á viðskiptalíkani og veita upp-
lýsingar um ófjárhaglega lykilmælikvarða sem eru viðeigandi
fyrir félagið.
Ljóst er að upplýsingagjöf getur verið yfirgripsmikil og því er
mikilvægt að stjórnendur móti skýra stefnu varðandi sjálfbærni.
HVAÐA FÉLÖGUM BER AÐ BIRTA ÓFJÁRHAGSLEGAR
UPPLÝSINGAR
Félög sem eru skilgreind sem einingar tengdar almannahags-
munum samkvæmt 9. tl. 2. gr. ársreikningalaga4 og móðurfé-
lög5 ef samstæða við uppgjörsdag fer yfir mörkin á a.m.k.
tveimur af þremur eftirfarandi viðmiðunum:
6. heildareignum: 3.000.000.000 kr.
7. hreinni veltu: 6.000.000.000 kr.
8. meðalfjölda ársverka á fjárhagsárinu: 250
Þróun Umfang Staða Áhrif
Umhverfismál v v v v
Félagsmál v v v v
Starfsmannamál v v v v
Lýsing á
stefnu
Lýsing á
áreiðan-
leika-
-könnun
Árangur Megin-
áhættur
Umhverfismál v v v v
Félagsmál v v v v
Starfsmannamál v v v v
Mannréttindamál v v v v
Spillingarmál v v v v
Mútumál v v v v
3. https://www.althingi.is/lagas/148c/2006003.html
4. https://www.althingi.is/lagas/148c/2006003.html
5. https://www.althingi.is/lagas/148c/2006003.html d liður, 11. tl. 2. gr.