FLE blaðið - 01.01.2019, Síða 16

FLE blaðið - 01.01.2019, Síða 16
16 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2019 skyldu ríkja til að taka upp í samninga sína sérstaka reglu sem getur komið í veg fyrir að skattaðili fái notið ávinnings af samn- ingi. Ríkin hafa val á milli tveggja reglna að þessu leyti. Ísland valdi að innleiða svokallað megintilgangspróf 2 en samkvæmt því er ríki ekki bundið af tvísköttunarsamningi ef einn megintil- gangurinn með ráðstöfun er að komast yfir skattalegan ávinn- ing sem samningur tekur til. Aðgerð 7 felur í sér aðgerðir gegn misnotkun á reglum um fasta starfsstöð. Hugtakið föst starfsstöð lýtur að því hvort tenging erlends atvinnurekstrar við landsvæði sé það mikil að stofnast hafi þar til tekjuskattskyldu. Ísland lögfesti skilgrein- ingu á hugtakinu í samræmi við aðgerðina sem tók gildi í árs- byrjun 2017. Ísland uppfærði hins vegar ekki tvísköttunarsamn- inga sína til samræmis. Aðgerðir 8-10 fela í sér veigamiklar breytingar á leiðbeiningum OECD um milliverðlagningu. Slíkar reglur eru um að ákvarða verð í viðskiptum milli tengdra aðila og má segja að reglurnar séu þungamiðjan í alþjóðlegum skattarétti í dag. Breytingarnar fólust einkum í að aðlaga milliverð að því hvar raunveruleg verð- mætasköpun fer fram. Fyrir breytingarnar var hægt að stjórna þessu í meiri mæli með samningum en eftir breytingarnar er horft framhjá samningum ef þeir endurspegla ekki raun- veruleikann. Ísland lögfesti sérstakar reglur um milliverðlagn- ingu sem tóku gildi 2014 og vísa til leiðbeininga OECD. GEGNSÆI Markmið þessara aðgerða er að auka gegnsæi og skipti á upp- lýsingum. Aðgerð 5(2) skyldar ríki til að veita erlendum skattyfirvöldum aðgang að ívilnandi skattaúrskurðum. Mörg ríki buðu upp á að fá bindandi afstöðu skattyfirvalda til tiltekinna viðskipta og var niðurstaðan oft verulega hagstæð. Ekki er vitað til þess að Ísland hafi þurft að bregðast við þessu. Aðgerð 12 snýr að því að ríki setji reglur um skyldu til að upp- lýsa um grófa skattskipulagningu. Þannig ber skattaðila eða ráðgjafa að tilkynna um skattskipulagningu sem talin er gróf og nýtir veikleika í skattkerfinu. Ísland hefur ekki aðhafst að þessu leyti. Aðgerð 13 snýr að reglum um skjölun (ríki-fyrir-ríki skýrsla) á milliverði samstæðna og skiptum skattyfirvalda á upplýsingum þar að lútandi milli ríkja. Ísland hefur lögfest slíka reglu sem tók gildi 2017. SAMVINNA Undir þennan flokk falla aðgerðir sem stefnt er að vinna áfram á sameiginlegum vettvangi. Aðgerð 1 var ein metnaðarfyllsta aðgerðin sem átti að finna lausn á því hvernig hægt væri að skattleggja stafræna efna- hagskerfið. Ekki fannst þó lausn sem samhljómur var um og var aðgerðinni því frestað. Aðgerð 15 er marghliða samningur. Markmið hans var uppfær- sla tvísköttunarsamninga ríkja til samræmis við þær aðgerðir sem snúa að tvísköttunarsamningum (einkum 6 og 7). Samningurinn er sá fyrsti sinnar tegundar. Ómögulegt hefði reynst að taka upp tvíhliða viðræður um uppfærslu á öllum þeim rúmlega þrjú þúsund tvísköttunarsamningum sem í gildi eru, enda getur tekið mörg ár að klára hvern samning. Samningurinn var undirritaður í júlí 2017, þ.á.m. af Íslandi. Hann hefur þó enn ekki verið fullgiltur af Íslands hálfu. Kemur hann til framkvæmda í byrjun næsta árs frá fullgildingu. LOKAORÐ BEPS aðgerðaráætlunin hefur haft gríðarlega mikil áhrif á alþjóð- legan skattarétt. Í raun er rétt að tala um ástandið fyrir og eftir BEPS. Leikreglur alþjóðlegs skattaréttar hafa verið samræmdar og lokað fyrir glufur og veikleika í kerfinu. Skattyfirvöld hafa fengið fleiri verkfæri til að sporna gegn rýrnun skattstofna og tilfærslu hagnaðar. Á sama tíma hefur upplýsingagjöf til skattyf- irvalda stóraukist og leynd verið aflétt. Þessar umfangsmiklu breytingar hafa þó ekki allar komið að fullu til framkvæmdar en búast má við að það breytist á komandi misserum. Vilmar Freyr Sævarsson og Ágúst Karl Guðmundsson 2. Á ensku Principle Purpose Test eða PPT.

x

FLE blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.