FLE blaðið - 01.01.2019, Qupperneq 20
20 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2019
Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að það sé „…hluti
af evrópskri samvinnu í að skapa traust á fjárhagsupplýsing-
um og reikningsskilum félaga og lagði framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins til breytingar á gildandi endurskoðunartil-
skipun og nýja reglugerð fyrir endurskoðun á einingum tengd-
um almannahagsmunum“, auk nýrrar „..reglugerð(ar) um sér-
stakar kröfur í tengslum við lögboðna endurskoðun á einingum
tengdum almannahagsmunum nr. 537/2014“. Á þessum þátt-
um er tekið í frumvarpinu.
TILGANGUR NÝRRA LAGA
Markmið framlagðs frumvarps til laga um endurskoðendur
og endurskoðun er, eins og fram kemur í fyrrnefndri greinar-
gerð með frumvarpinu, að „…skýra þær kröfur sem gerð-
ar eru til endurskoðenda og endurskoðunarfyrirtækja og
innleiða breytingar í samræmi við kröfur sem gerðar eru til
endurskoðenda í Evrópu með breytingu á 8. félagatilskipun
Evrópusambandsins og reglugerð um endurskoðun á einingum
tengdum almannahagsmunum“. Þannig mun tiltrú almennings
á endurskoðuðum fjárhagsupplýsingum félaga aukast og tryggt
að fjárfestar og aðrir notendur reikningsskila geti reitt sig á störf
endurskoðenda eftirleiðis sem hingað til. Skerpt verður á kröf-
um til endurskoðenda, gagnsæi aukið, sem og óhæði þeirra og
hlutlægni þeirra í verkefnum sem þeir sinna. Óhæði endurskoð-
enda er einn mikilvægasti þáttur í starfi þeirra. Endurskoðendur
verða að vera óháðir viðskiptavinum sínum í reynd og ásýnd
og leggur endurskoðendatilskipun Evrópusambandsins ríka
áherslu á óhæði endurskoðenda.
Aukin áhersla verður lögð á að endurskoðendur ræki störf sín
í samræmi við góða endurskoðunarvenju, án þess að hugtak-
ið sé skilgreint sérstaklega í fyrirliggjandi frumvarpi. Hins vegar
er frekari umfjöllun um hugtakið í greingerð með frumvarpinu,
m.a hvað sé átt við með góðri endurskoðunarvenju, gildi alþjóð-
legra endurskoðunarstaðla og að hugtakið skuli m.a. ná utan
um síbreytilegt umhverfi endurskoðenda. Í frumvarpinu eru
auk þess ítarleg ákvæði um hvernig vinnu endurskoðanda og
starfsemi endurskoðunarfyrirtækja skuli háttað og að öll endur-
skoðun skuli fara fram í endurskoðunarfyrirtækum sem hafi
starfsleyfi og verði skráð í endurskoðunarskrána. Gerðar verða
ríkari kröfur á endurskoðunarfyrirtæki, s.s. veitingu og innlögn
starfsleyfa. Það er tímanna tákn að heiti laganna vísar ekki leng-
ur aðeins til endurskoðenda heldur líka endurskoðunar.
HELSTU BREYTINGAR
Stefnt er að ýmsum breytingum með samþykki Alþingis á
nefndu fyrirliggjandi frumvarpi, sem í sumum tilvikum taka
á eðlilegum breytingum vegna þróunar endurskoðunar.
Viðamestu breytingarnar liggja í tilflutningi alls eftirlits með
endurskoðendum frá endurskoðendaráði til Fjármálaeftirlitsins
með tilheyrandi kostnaðarauka og refsiheimildum. Auknar kröf-
ur verða gerðar til endurskoðenda og endurskoðunarfyrirtækja
sem endurskoða einingar tengdar almannahagsmunum, endur-
skoðunarfyrirtæki munu ein fá heimild að annast endurskoðun
og skylduaðild endurskoðenda að Félagi löggiltra endurskoð-
enda verður afnumin.
Fjármálaeftirlitið fær samkvæmt frumvarpinu ný verkefni sem
felast í öllu eftirliti með endurskoðendum og endurskoðunarfyr-
irtækjum. Samfara þessari breytingu er gert ráð fyrir að árlegt
„eftirlitsgjald“ muni hækka úr kr. 80.000 í kr. 100.000. Þar að
auki er gert ráð fyrir að heimilt verði að innheimta þjónustugjöld
fyrir gæðaeftirlit með endurskoðendum og endurskoðunarfyrir-
tækjum. Gjaldið skal ekki nema hærri fjárhæð en raunkostnaður
við að standa straum af kostnaðarþáttum við eftirlitið, s.s. að
teknu tilliti til launa og tengdra gjalda, ferðakostnaðar, endur-
menntunar, aðkeyptrar sérfræðiþjónustu, húsnæðis, stjórnunar,
stoðþjónustu og fleira. Ráðherra þarf að staðfesta, að fengnum
tillögum Fjármálaeftirlitsins, gjaldskrá fyrir gæðaeftirlitið. Ekki
er útilokað að þetta leiði til umtalsverðrar hækkunar á kostnaði
vegna gæðaeftirlitsins. Það verður væntanlega allt í senn aukið,
styrkt og áhættumiðað.
Fjármálaeftirlitið mun fá auknar heimildir til að beita viðurlögum
með það að markmiði að hindra og/eða koma í veg fyrir brot
gegn gildandi reglum varðandi endurskoðunarþjónustu sem
endurskoðendur og endurskoðunarfyrirtæki veita. Gert er ráð
fyrir, eins og í núgildandi lögum um endurskoðendur, að eft-
irlitsaðili (Fjármálaeftirlitið) geti svipt endurskoðanda réttindum
sínum ef hann vanrækir alvarlega skyldur sínar eða brýtur gegn
ákvæðum laga um endurskoðendur og endurskoðun. Það er
hins vegar nýmæli í nefndu frumvarpi að eftirlitsaðili hafi einnig
heimild til að beita þessu úrræði gagnvart endurskoðunarfyrir-
tækjum. Auk þess er svo lagt til að ef brot er ekki stórfellt skuli
í stað réttindasviptingar áminna endurskoðanda eða endur-
skoðunarfyrirtæki og að jafnhliða áminningu verði heimilt að
leggja stjórnvaldssektir á endurskoðanda eða endurskoðunar-
fyrirtæki. Einnig er lagt til það nýmæli að heimilt verði að fella
niður réttindi endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis
tímabundið.
Ríkari kröfur verða gerðar á endurskoðendur og endur-
skoðunarfyrirtæki sem endurskoða einingar tengdar almanna-
hagsmunum. Þannig verður reglugerð Evrópusambandsins nr.
537/2014/ESB um sérstakar kröfur í tengslum við lögboðna
endurskoðun á einingum tengdum almannahagsmunum inn-
leidd og verður hún birt sem fylgiskjal með lögunum. Þar sem
einingar tengdar almannahagsmunum hafa umtalsvert vægi
vegna umfangs, flækjustigs og/eða eðli starfsemi þeirra, er
talin þörf á að efla trúverðugleika endurskoðaðra reikningsskila
eininga tengdum almannahagsmunum. Þar að leiðanda verða
gerðar aðrar og auknar kröfur til endurskoðenda og endur-
skoðunarfyrirtækja sem endurskoða slíkar einingar.
Ríkari kröfur verða gerðar um gagnsæi til almennings og aukið
áhættumiðað eftirlit með þeim endurskoðendum og endur-
skoðunarfyrirtækjum. Auk þess verður meðal annars takmark-
að hvaða aðra þjónustu, sem ekki felur í sér endurskoðun, megi
veita einingum tengdum almennahagsmunum. Starfstíminn
verður 10 ár, með heimild til framlengingar í allt að 20 ár ef
opinbert útboðsferli hefur farið fram og allt að 24 ár ef fleiri en
eitt endurskoðunarfyrirtæki er ráðið á sama tíma. Með tilliti til