FLE blaðið - 01.01.2019, Qupperneq 21

FLE blaðið - 01.01.2019, Qupperneq 21
21FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2019 þessa verða gerðar breytingar á eftirliti með endurskoðendum og endurskoðunarfyrirtækjum sem endurskoða einingar tengd- ar almannahagsmunum. ANNAÐ OG MINNA Engin ákvæði eru í nefndu frumvarpi um Félag löggiltra endur- skoðenda eins og í 12. og 13. gr. gildandi laga nr. 79/2008 um endurskoðendur, þar sem kveðið er meðal annars á um að endurskoðendum sé skylt að fara eftir siðareglum félagsins. Samkvæmt því verður ekki lengur um skylduaðild endurskoð- enda að félaginu að ræða og spurningar vakna, eins og fram kemur í innsendri umsögn um frumvarpsdrögin, eftir hvaða siðareglum á að fara. Það skortir nánari skilgreiningu í frum- varpið varðandi það. Við þessar breytingar vaknar einnig spurn- ing um hvort og þá hvaða áhrif þær komi til með að hafa á félagið og starfsemi þess í framtíðinni. Hér að framan hefur verið stiklað á stóru varðandi fyrirhugaðar breytingar á lögum um endurskoðendur og endurskoðun. Ekki er um tæmandi umfjöllun á öllum breytingum sem fram koma í fyrirliggjandi frumvarpi og sumt breytist efnislega lítið eða ekkert ef frá er talin aðkoma Fjármálaeftirlitsins í stað endur- skoðendaráðs. Í því sambandi má nefna ákvæðið um endur- menntun, próf og prófnefnd, starfsábyrgðartryggingu o.fl. Þeir sem vilja kynna sér málið nánar er bent á frumvarpið og greinargerð með því, sem lagt hefur verið fram á Alþingis: HYPERLINK “https://www.althingi.is/altext/149/s/0365.html” https://www.althingi.is/altext/149/s/0365.html athugasemd- ir FLE við frumvarpið: https://www.althingi.is/altext / erindi/149/149-719.pdf Samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi er út frá því gengið að ný lög um endurskoðendur og endurskoðun öðlist gildi 1. janúar 2020. Ragnar Jóhann Jónsson ÚR FÉLAGSLÍFINU BrusselferðFrá haustráðstefnu í október Mikill áhugi í gangiÞórdís Kolbrún ráðherra ANR ásamt nýjum löggiltum endurskoðendum

x

FLE blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.