FLE blaðið - 01.01.2021, Blaðsíða 4

FLE blaðið - 01.01.2021, Blaðsíða 4
4 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2021 AF STJÓRNARBORÐI Bryndís Björk Guðjónsdóttir formaður FLE Í stjórn sitja auk formanns: varaformaður Páll Grétar Steingrímsson, Arnar Már Jóhannesson ritari, Hlynur Sigurðsson gjaldkeri og Ingunn Hafdís Hauksdóttir með- stjórnandi sem nýlega kom inn í stjórn í stað Önnu Kristínar Traustadóttir. Stjórn hittist að jafnaði einu sinni í mánuði og oftar ef þurfa þykir. Á árinu 2020 voru stjórnarfundirnir tíu. Rekstur félagsins hefur verið í föstum skorðum um árabil og hefur síðasta ár gengið með ágætum þrátt fyrir talsverðar ögr- anir í rekstrarumhverfi þess. Ný lög um endurskoðendur og endurskoðun tóku gildi í upphafi árs 2020. Við gildistöku laganna hefur skylduaðild endurskoð- enda að félaginu verið afnumin, ekki er lengur skylda á félaginu að annast framkvæmd gæðaeftirlits og veiting löggildingar hefur flust frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu til endurskoðendaráðs. Enn sem komið er hafa ekki orðið mikl- ar breytingar á félagsaðild endurskoðenda og vonandi sjá endurskoðendur hag sínum áfram best borgið með öflugu og sameiginlegu félagi. Hvað gæðaeftirlit varðar hefur endurskoð- endaráð leitað til félagsins um aðstoð við framkvæmd hluta gæðaeftirlits. Félagið hefur sýnt málinu skilning og aðstoðað endurskoðendaráð eins og kostur er. Ekki hefur verið gengið frá hvort eða með hvaða hætti aðkoma félagsins yrði. Félagið sinnir áfram að halda utan um endurmenntunareiningar fyrir félagsmenn sína. Aðildarmerki FLE hefur verið útbúið og var sent á alla félagsmenn í byrjun desem- ber síðastliðinn. Félagsmenn geta nú sett aðildarmerkið á heimasíðu endurskoðunar- fyrirtækis síns, útgáfur og annað efni. Það er erfitt að fjalla um árið 2020 án þess að nefna COVID-19. Þessi vágestur hefur haft áhrif á líf og störf okkar allra. Áhrifin á félagið hafa verið umtalsverð og koma sérstaklega fram í við- burðum og erlendu samstarfi. Brugðist hefur verið við með því að bjóða upp á rafræna viðburði, annars vegar með streymi frá viðburðum og hins vegar með upptöku viðburða. Ekki er annað að heyra en félagsmenn hafi tekið vel í þessa nýbreytni og hefur þátttaka á námskeið og viðburði verði með besta móti á liðnu ári. Mat stjórnar er að þrátt fyrir allt hafi þessi staða leitt okkur af stað í jákvæða átt við þróun rafrænna viðburða. Félagið mun halda áfram þróun rafrænna viðburða en kallað hafði verið eftir slíkum lausnum, einnig áður en COVID-19 tók af okkur völdin. Liður í þessu var útgáfa þriggja rafrænna nám- skeiða í byrjun desember síðastliðinn en sú útgáfa var styrkt af nokkrum af stærstu endurskoðunarskrifstofunum sem studdu þessa tilraun með því að veita starfsmönnum sínum svigrúm til að útbúa námsefnið og flytja fyrirlestrana. Hagsmunagæsla er einn mikilvægasti þátturinn í starfsemi félagsins þó eðli þeirrar vinnu sé kannski þannig að árangurinn vekur ekki mikla athygli þegar vel tekst til.

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.