FLE blaðið - 01.01.2021, Blaðsíða 38
38 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2021
Endurskoðendaráð afhenti nýútskrifuðum endurskoðendum löggildingarskír-
teini sín þann 22. desember síðastliðinn. Töluverðar breytingar hafa orðið á
prófunum því núna eru tvö próf og geta menn valið um að taka annað þeirra
eða bæði. Það voru sautján sem þreyttu prófið í endurskoðun og reikningsskil-
um og af þeim voru níu sem stóðust prófið. Þá voru tuttugu sem þreyttu próf-
ið í skattalögum, félagarétti, kostnaðarbókhaldi og stjórnendareikningsskilum
og sjö manns stóðust það. Af þeim sem fóru í bæði prófin voru það sex sem
stóðust, þar af fjórar konur og hafa þau öll gerst félagsmenn.
Við óskum nýjum löggiltum endurskoðendum til hamingju með áfangann og
bjóðum velkomin í félagið.
NÝIR LÖGGILTIR ÚTSKRIFT Í DESEMBER 2020
Á myndinni frá vinstri eru: Kristján Ari Sigurðsson, Kateryna Hlynsdóttir, Anna Kristín Kristinsdóttir, Þórunn Mjöll Jónsdóttir
og Hugrún Arna Vigfúsardóttir. Á myndina vantar Stefán Jóhann Jónsson. Myndin er birt með leyfi endurskoðendaráðs.
Anna Kristín Kristinsdóttir, EY
Hugrún Arna Vigfúsardóttir, Deloitte
Kateryna Hlynsdóttir, EY
Kristján Ari Sigurðsson, EY
Stefán Jóhann Jónsson, EY
Þórunn Mjöll Jónsdóttir, PwC