FLE blaðið - 01.01.2021, Blaðsíða 8
8 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2021
JÖRÐIN OKKAR
Jörðin eins og við þekkjum hana er að deyja á okkar vakt. Eftir
meira en 10 þúsund ár af tiltölulega stöðugu ástandi er lofts-
lag á jörðinni að breytast, aukin flóð, auknir skógareldar, ýktar
sveiflur í veðri og stöðugt hlýnandi loftslag. Afleiðingar þessa
eru m.a. aukið hungur, færri og færri hafa aðgang að hreinu
drykkjarvatni, aukin loftmengun, súrnun sjávar og gríðarleg
fækkun dýrategunda. Samkvæmt rannsókn sem unnin var af
McKinsey og var birt í janúar 2020 erum við jarðarbúar búin
að læsa inni frekari hlýnun næstu 10 ár þrátt fyrir að við mynd-
um gera breytingar strax í dag. David Attenborough gerði mjög
áhrifamikla kvikmynd í fyrra þar sem hann fór yfir hver þróunin
hefur verið í náttúrunni undanfarna áratugi og hann telur að við
getum ennþá snúið henni við og lært að vinna með náttúrunni
en ekki á móti henni. Hvet ég alla sem ekki þegar hafa horft á
þá mynd að gera það strax í dag. Við verðum að bregðast við
strax og þar spila endurskoðendur stórt hlutverk.
PARÍSARSAMKOMULAGIÐ
Umræðan um loftslagsmálin er að sjálfsögðu ekki ný og meðal
þess sem hún hefur haft í för með sér er Parísarsamkomulagið
svokallaða en það var gert í lok árs 2015 og voru 194 ríki búin
að staðfesta það í nóvember síðastliðinn. Með undirritun
1. The Paris Climate Agreement in 2019: Where countries stand on curbing emissions (mic.com)
samningsins skuldbinda aðildarríkin sig til að grípa til aðgerða
til að takmarka hnattræna hlýnun helst við 1,5 °C miðað við
meðalhitastig jarðar fyrir iðnvæðingu. Í samningnum eru ekki til-
teknar samræmdar aðgerðir til árangurs heldur látið í hendurn-
ar á hverju aðildarríki fyrir sig að ákveða hvaða aðgerðir skyldi
ráðist í. Ekki var gerð krafa um sérstakt markmið á tilteknum
tíma heldur bar ríkjunum sjálfum að setja sér markmið um að
draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, ná því markmiði, setja
svo nýtt lægra og svo koll af kolli.1
í upphafi ársins 2021 hafa fæst aðildarríkjanna náð markmið-
um sínum sem voru þó ekki einu sinni metnaðarfull til að byrja
með og engan vegin fullnægjandi til að ná heildarmarkmiðinu
um kolefnishlutleysi. Eins og matið er núna lítur út fyrir að hlýn-
un jarðar verði rúmlega tvöfalt það markmið sem sett var með
samningnum og það markmið var engan vegin fullnægjandi til
að draga úr hlýnun jarðar og þvert á móti lítur út fyrir að hlýn-
unin muni aukast. Við höfum þannig tapað 6 árum frá því að
samningurinn var gerður.
Þess ber að geta að mat Sameinuðu þjóðanna var að við höfð-
um fram til 2030 til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda
þannig að hún yrði 45% lægri en hún var árið 2010 og að við
GETA ENDURSKOÐENDUR
BJARGAÐ HEIMINUM?
Margrét Pétursdóttir, endurskoðandi hjá EY
…að fyrirtæki þurfa að segja frá því hvernig þau hagnast
en ekki bara hversu mikið og að endurskoðendur muni
finna leiðir til að þróa reglurnar um frásögnina og að þeir
verði leiðandi í þeirri vinnu