FLE blaðið - 01.01.2021, Blaðsíða 12

FLE blaðið - 01.01.2021, Blaðsíða 12
12 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2021 FRÁSÖGNIN Eins og lesa má út úr umfjölluninni hér að framan er verðmæti félaga í dag í auknum mæli falið í eignum sem ekki er skýrt frá í hefðbundnum ársreikningum og skortur er á að þær upplýs- ingar séu settar fram með samræmdum hætti. Þessar óefnis- legu eignir eru t.d. vörumerki, nýsköpun, þekking og reynsla starfsfólks auk áhrifa á samfélagið og umhverfið. Mikilvægi þessara upplýsinga og vönduð frásögn þeirra er óumdeilt en áskoranir við samræma framsetningu eru miklar. Það er erfitt að vita hvar á að byrja þegar fjalla á um þá staðla og leiðbeiningar sem til eru um framsetningu á ófjárhagslegum upplýsingum. Ekki bara vegna þess að fjöldi reglna, staðla og leiðbeininga eru á milli 700 og 800 talsins heldur líka vegna þess að nánast á hverjum degi berast fréttir af nýrri þróun mála í þessum efnum og frá því að þessi grein er skrifuð þar til hún verður birt mun verða ný þróun! Breytingarnar eru svo hraðar að það er nánast ógerningur að fylgjast með þeim. Stjórnendur sem vilja gera vel í frásögn sinni út á markaðinn vita varla í hvorn fótinn þeir eiga að stíga, um svo margar aðferðir og blöndun aðferða er að ræða að erfitt getur reynst að fóta sig. Sumir velja sér einn staðal og halda sig við hann á meðan aðrir velja nokkra og taka það sem þykir henta í hverju tilviki. Við þetta ástand er nánast ógerningur fyrir notendur að bera saman upplýsingar á milli félaga og því gríðarlega mikilvægt WORLD ECONOMIC FORUM Stöðugt er kallað eftir samræmingu í framsetningu ófjárhagslegra upplýsinga af hálfu hagsmunaaðila og í ágúst 2019 var hleypt af stokkunum verkefni á vegum World Economic Forum´s International Business Council (WEB-IBC) til að vinna að því mark- miði. Hópurinn samanstóð af yfir 120 framkvæmdastjórum frá öllum heiminum, var stýrt af Bank of America og samstarf var einnig við fjögur stærstu endurskoðunarfyrirtækin. Þannig þótti tryggt að nægjanlega margir kæmu að verkefninu svo það næði framgöngu. Markmið samstarfsins var að greina samræmda þætti til að hjálpa fyrirtækjum að skýra frá aðgerðum sínum í átt til sjálfbærni og langtímavirði. Ekki var um það að ræða að skrifaður yrði nýr staðall heldur tekið saman það besta af því sem til var á þeim tíma í þeim stöðlum sem til voru. Þótti verkefnið marka kaflaskil í átt að samræmdum reglum til upplýsingagjafar fyrirtækja til hagsmunaaðila. Drögin að afurðinni sem lágu fyrir í janúar 2020 fóru síðan í ítarlegan rýniferil, þar sem meira en helmingur af meðlimum hópsins veittu endurgjöf og einnig komu athugasemd- ir frá öðrum fyrirtækjum, fjárfestum, staðlaráðum, yfirvöldum ýmsum og fleirum þ.a. verkefnið fékk mjög yfirgripsmikla rýni og athygli. Í september s.l. leit síðan afurðin, UN Sustainable development goals Sustainability Accounting Standards Board (SASB) Global Reporting Initiative (GRI) Climate Disclosure Standards Board (CDSB) Future Fit Benchmark FTSE ESG Rating Model European Federation of Financial Analysts Societies (EFFAS) Social and Human Capital Protocol Task Force on Climate- Related Financial Disclosures (TCFD) Principles of Responsible Investment (PRI) Measurement Framework for Equality and Human Rights Investor research on social issues (LGT Capital Partners) Óefnislegar eignir Hvorki mældar né skýrt frá þeim Bókfært virði óefnislegra eigna Bókfært virði efnislegra eigna Óefnislegar eignir Hvorki mældar né skýrt frá þeim Óefnislegar eignir áreiðanlega mældar og skýrt frá Bókfært virði óefnislegra eigna Bókfært virði efnislegra eigna Markaðsvirði Hefðbundin sjónarmið Sjónarmið um langtímavirði að við færumst í átt til samræmingar. Gjarnan er vitnað til allra þessar staðla sem stafrófs súpunnar (e. alphabet soup). Það eru þessi fimm stóru sem eru GRI, CDSB, CDP, IR og SASB og síðan öll hin.

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.