FLE blaðið - 01.01.2021, Blaðsíða 36

FLE blaðið - 01.01.2021, Blaðsíða 36
36 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2021 FÉLAG KVENNA Í ENDURSKOÐUN STUTTAR FRÉTTIR Sara Henný H. Arnbjörnsdóttir, endurskoðandi hjá PwC Félag kvenna í endurskoðun (FKE) var stofnað þann 23. nóv- ember 2004 í Ráðhúsi Reykjavíkur með það í huga að efla tengslanet kvenna sem starfa í endurskoðun og er því að nálg- ast bílprófsaldurinn. Stofnendur félagsins voru nokkrar af fyrstu kvenendurskoðend- um á Íslandi, þar á meðal Erna Bryndís Halldórsdóttir sem seinna varð fyrsti heiðursfélagi FKE. Tilgangur félagsins er að efla samstarf og tengsl ásamt því að styrkja stöðu kvenna sem hlotið hafa löggildingu í endurskoðun á Íslandi. Félagið hélt aðalfund sinn í sumarlok 2020 þar sem þessar myndir voru teknar. Sif Einarsdóttir, endurskoðandi hjá Deloitte lét af störfum sem formaður FKE eftir gott starf í stjórn félags- ins og við tók Íris Þ. Ólafsdóttir, endurskoðandi hjá PwC. Ný fimm manna stjórn var kjörin ásamt tveimur varamönnum. Tekið var vel á móti nýjum löggiltum konum, þeim Elínu Pálmadóttur, Önnu Guðrúnu Gunnlaugsdóttur og Fríðu Elmarsdóttur og voru þær boðnar velkomnar í félagið. Ný stjórn FKE 2020-2021: Hildur, Kristbjörg, Sara Henný og Íris. Varamenn í stjórn: Rita og Ágústa. Á myndina vantar Elvu Dröfn stjórnarkonu.

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.