FLE blaðið - 01.01.2021, Blaðsíða 35

FLE blaðið - 01.01.2021, Blaðsíða 35
35FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2021 Á grundvelli þessa veitir endurskoðendaráð löggildingu til endurskoðunarstarfa og veitir endurskoðunarfyrirtækjum starfsleyfi. Þá getur ráðið fellt þessi réttindi niður og heldur skrá yfir endurskoðendur og endurskoðunarfyrirtæki sem birt er á heimasíðu ráðsins. Endurskoðendaráð hefur einnig eftirlit með því að kröfum um óhæði skv. V. kafla laga um endurskoðendur og endurskoðun sé fylgt. Einnig hefur ráðið eftirlit með kröfum um endur- menntun skv. 9. gr. laganna og starfsábyrgðartryggingu skv. 8. gr. laganna. Þá tekur ráðið til meðferðar kvartanir sem berast, en ráðið getur einnig tekið mál til meðferðar að eigin frum- kvæði. Ráðið skipar prófnefnd endurskoðenda og fylgist með því að aðrir en endurskoðendur og endurskoðunarfyrirtæki noti ekki hugtakið endurskoðandi eða endurskoðun. Þá hvílir á endur- skoðendaráði eftirfylgni með innleiðingu góðrar endur- skoðunarvenju og siðareglum endurskoðenda. Auk þess sem ráðið hefur heimild til beitingar viðurlaga vegna brota gegn lögum um endurskoðendur og endurskoðun. Endurskoðendaráð tekur þátt í starfi CEAOB fyrir hönd Íslands og hefur samvinnu við evrópsk og norræn eftirlitsstjórnvöld. Hver eru stærstu framfaraskrefin sem stigin voru að þínum dómi með uppfærslu á lögum um endurskoðendur og endurskoðun? (Ný lög tóku gildi 1.1.2020) Að mínu mati snúa mikilvægustu breytingarnar, sem gerðar voru með lögfestingu nýrra laga um endurskoðendur og endur- skoðun, að því að nú er allt eftirlit með endurskoðendum á einni hendi, en áður var það hjá þremur aðilum. Þá tel ég mikil- vægt að endurskoðendaráð hafi fengið heimildir til að bregðast við brotum endurskoðunarfyrirtækja, en slíkar heimildir voru ekki í eldri lögum. Loks tel ég ákvæði 14. gr. laganna um góða endurskoðunarvenju og hvað felst í henni mikilvæga réttarbót sem færir íslensk lög nær lögum nágrannaþjóða okkar hvað þetta varðar. Hvernig verður skýrslugjöf varðandi niðurstöður af gæða­ eftirlitinu, verða þær birtar fyrir einstaka skoðun eða samanteknar niðurstöður? Gert er ráð fyrir að gerð verði skýrsla um niðurstöðu gæða- eftirlits í hverju endurskoðunarfyrirtæki og hún send fyrirtæk- inu. Hvað varðar birtingu niðurstaðna mæla reglur um gæða- eftirlit fyrir um að heildarniðurstaða gæðaeftirlits verði birt árlega, eins og verið hefur. Kostnaður af eftirlitinu, teljið þið að hann muni breytast með breyttu fyrirkomulagi? Ráðherra hefur nú samþykkt gjaldskrá fyrir gæðaeftirlit, sem birt hefur verið í Stjórnartíðindum nr. 1441/2020. Þar er tíma- gjald gæðaeftirlitsmanna nokkuð hærra en verið hefur við fram- kvæmd FLE og því er líklegt að kostnaður við að sæta gæða- eftirliti muni aukast eitthvað. Hins vegar tel ég að með því að beina gæðaeftirliti einkum að endurskoðunarfyrirtækjum og að sama teymi gæðaeftirlitsmanna skoði nokkurn fjölda verkefna samhliða hjá hverju fyrirtæki muni tími sem fer í skýrslugerð, samskipti og frágang mögulega minnka miðað við það fyrir- komulag sem tíðkast hefur. Auk þess ætti fyrirkomulagið að auka líkur á að það lendi ekki í gæðaeftirliti á hverju ári, en hjá stærstu endurskoðunarfyrirtækjunum hafa einhverjir endur- skoðendur verið í gæðaeftirliti á hverju ári. Ársreikningaskrá hefur undanfarin ár gefið út áherslu­ atriði í sínu lögbundna eftirliti með ársreikningum. Stundum varða þessi áhersluatriði endurskoðaða ársreikninga sérstaklega. Hafa endurskoðendaráð og ársreikningakrá með sér samráð um eftirlit? Telur þú að eftir litið skarist eða eru áherslurnar ólíkar? Endurskoðendaráð og Ársreikningaskrá hafa átt í mjög góðu samstarfi og ég á von á því að það samstarf muni aukast enn í framtíðinni. Ég tel eftirlit þessara aðila ekki skarast almennt. Hins vegar er óskýrt í lögum hvort Ársreikningaskrá eða endur- skoðendaráð eigi að hafa eftirlit með endurskoðunarnefndum, en ég á von á því að lagt verði fram frumvarp fljótlega sem skeri úr um þann vafa. Áherslur í gæðaeftirliti hafa snúist um endurskoðuð verk­ efni og fylgni við staðla þeim tengdir á sama tíma og störf endurskoðenda eru mun fjölbreyttari. Hefur endur­ skoðendaráð markað stefnu varðandi fjölþættara eftirlit með störfum endurskoðenda í samræmi við skyldur sínar? Valdsvið endurskoðendaráðs nær helst til þeirra starfa endur- skoðenda og endurskoðunarfyrirtækja er lúta beint að endur- skoðun og hefur eftirlit ráðsins eðli málsins samkvæmt beinst að þeim þáttum. Núna er IAASB (International Auditing Assurance Standards Board) búið að samþykkja nýjan gæðastaðal sem á við um þau félög sem sinna endurskoðun og stað­ festingarvinnu, það er ISQM1, sem tekur gildi í desember 2022. Er einhver vinna hafin hjá Endurskoðendaráðinu í tengslum við innleiðingu á nýjum staðli ? Endurskoðendaráð hefur lagt drög að þeirri vinnu, en hún er ekki hafin. Prófum til löggildingar í endurskoðun var aðeins breytt í ár, eru einhverjar fleiri breytingar í farvatninu? Breytingin sem gerð var á fyrirkomulagi prófa var gerð til að koma til móts við ábendingar. Var próftími lengdur og prófinu skipt í tvennt. Ekki eru neinar áætlanir um að breyta fyrirkomu- lagi prófa frekar að svo stöddu. Þó munu endurskoðendaráð og prófnefnd leita eftir endurgjöf frá þeim sem þreyttu prófin að þessu sinni og meta stöðuna þegar þær upplýsingar liggja fyrir. Ingibjörg Ester Ármannsdóttir Ágústa Katrín Guðmundsdóttir

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.