Harmonikublaðið - 15.12.2020, Blaðsíða 3

Harmonikublaðið - 15.12.2020, Blaðsíða 3
Harmonikublaðið IS'SN 1670-200X Ábyrgðarmaður: Friðjón Hallgrímsson Espigerði 2, 108 Reykjavik Sími 696 6422, fridjonoggudny@internet. is Prentvinnsla: Héraðsprent, Egilsstöðum, mvw. heradsprent. is W Prentgripur Ritstjóraspjalí Forsíða: Siggi Harðar tók myndina með leifturljósi flashi) norður í Mjvatnssveit fyrir margt löngu. Meðal efnis: - Avarp formanns - Ritstjóraspjall - Sagnabelgurinn - Dalafréttir - Viðtalið, Jónas Þór Jóhannsson - Saga harmonikumóta á Islandi, þriðji hluti - Að sjá við Covid - Viðtalið, Sveinn Sigurjónsson - Lag blaðsins, Oskastund eftir Gunnar Kvaran - Jólasálmur - Frostpinnar að vestan Auglýsingaverð: Baksíða 1/1 síða kr. 28.000 1 /2 síða kr. 18.000 Innsiður 1/1 síða kr. 22.500 1 /2 síða kr. 14.000 1/4 siða kr. 8.500 1/8 síða kr. 5.500 Smáauglýsingar kr. 3.500 Skilafrestur efnis fyrir næsta blað er 25. apríl 2021. v_______________________________________________J Nú er syngja sitt síðasta það árið sem allir eiga eftir að minnast, sem ársins þegar ekkert mátti gera. Það er mín trú að það verði minningarorðin um árið 2020. Hver hefði trúað því að sú staða kæmi upp að ekki mættu fleiri en tíu koma saman og njóta samveru hvers annars. Um fáa þjóðfélagshópa veit ég, sem leggja meira upp úr því að hittast og hafa gaman en harmonikuunnendur. En nú er bleik hinsvegar brugðið. Allar áætlanir frá í vetur um að hitttast síðastliðið sumar fóru í vaskinn og ekki sér enn fyrir endann á fárinu. Hópurinn er hins vegar seinþreyttur til vandræða og bíður í startholunum eftir 2021. Við getum aðeins verið vongóð um að úr fari að rætast og allt verði eins og var. Það að fara á harmonikumót er ósköp svipað og að fara á ættarmót. Skyldu þeir eða þau vera mætt? Eigum við að setja okkur niður hér eða þar? Ertu með nikkuna? Er rauðvínið með? Eru sparifötin með? Otalmörg vináttutengsl, sem haldist hafa í áratugi hafa orðið til á harmonikumótum en nú verður trúlega að bíða til sumars með að endunýja vinskapinn. Landsmótið sem halda átti í fyrra verður haldið næsta sumar. Það kallar á undirbúning félaganna og hann verður stuttur en örugglega góður. Það gæti komið að gagni við undirbúning fyrir landsmótið að félögin þurfa rétt að slípa til það sem æft var í fyrra, því engin tækifæri hafa verið til að flytja það á þessu ári. Vonandi geta æfingar hafist á þorranum. Við höfum til mikils að hlakka, harmonikumóta, dansleikja, tónleika og söngstunda. Og nú horfir allt til betri vegar. Bóluefni eru í augsýn og allar líkur á að harmonikuunnendur geti tekið upp fyrri hætti áður en langt um líður. Að sjálfsögðu verðum við að fara með gát til að byrja með en mikið óskaplega verður gaman þegar allt verður eins og áður. Stjórn S.Í.H.U. nöfn, netföng, heimilisföng og símanúmer: Formaður: Filippía Sigurjónsdóttir 8208834@internet.is Hólatúni 16, 600 Akureyri S: 462 5534 / 820 8834 Varaformaður: Haraldur Konráðsson budarholl@simnet.is Sólbakka 15, 861 Hvolsvöllur S: 487-8578 / 893-4578 Ritari: Sigrún B. Halldórsdóttir sigrunogvilli@gmail.com Breiðabólstað, 371 Búðardalur S: 434-1207 / 861-5998 Gjaldkeri: Anna Guðrún Vigfúsdóttir smarabr3@simnet.is Smárabraut 3, 540 Blönduós S:452 4266 / 862 4266 Meðstjórnandi: Pétur Bjarnason peturbjarna@internet.is Geitlandi 8, 108 Reykjavík S: 456-4684 / 892-0855 Varamaður: Sigurður Ólafsson sandur2@simnet.is Sandi 2, 641 Húsavík S: 464-3539 / 847-5406 Varamaður: Sólveig Inga Friðriksdóttir bolstadarhlid2@gmail.com Bólstaðarhlíð 2, 541 Blönduós S: 452-7107/856-1187 Kt. SI'HU: 611103-4170 Gleðileg jól Sagnabelgurinn Einn af þeim stöðum sem íslenskar hljómsveitir léku á í tengslum við bandaríska herinn var svokallað Rockville hverfi. Það stóð miðja vegu milli Keflavíkur og Sandgerðis og þar dvaldi nokkur hópur Bandaríkjamanna. Þarna var oft stiginn dans og rokkhljómsveitir héldu uppi fjörinu. Ekki var lúsaleit gerð í bílum þegar þeir yfirgáfu Rockville og allt mun frjálslegra en í aðalstöðvunum uppi á velli. Það vildi því koma fyrir að flaska og flaska kæmist ódrukkin út af svæðinu. Hljómsveit úr Reykjavík, sem var mjög vinsæl, hafði verið að leika fyrir dansi í Rockville og þegar því lauk var bíllinn hlaðinn af alls kyns varningi, sem kostaði aðeins brot af því sem greiða þurfti fyrir hann í Ríkinu. Síðan var lagt af stað. Ekki voru félagarnir komnir langt, þegar einhver fór að tala um hungur. Einn stakk upp á að fara upp á Völl, því þar væri hægt að fá úrvals hamborgara. Hinum leist vel á hugmyndina og því var farið inn á Völl og hliðverðirnir hleyptu þeim inn, enda voru þeir vanir að hljómsveitir kæmu til að skemmta. Eftir að hafa étið nægju sína af úrvals hamborgurum var haldið heimleiðis. Þeim brá heldur í brún þegar þeir komu í hliðið, því þar fór fram lúsaleit samkvæmt venju. Allt vínið og tóbakið hvarf inn í skýlið og þeir máttu teljast góðir að sleppa með tiltal. Það leið víst langur tími þar til þeir voru beðnir um að leika aftur fyrir herinn. Heiðursfélagar SÍHU Aðalsteinn ísfjörð, Baldur Geirmundsson og Reynir Jónasson. V________________ __________________J 3

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.