Harmonikublaðið - 15.12.2020, Page 9
Skagfirðingar undir stjórn Stefán Gíslasonar í Húnaveri 2003
Jón Þorsteinn Reynisson aS stíga fyrstu skrefin í Húnaveri
Matthías Kormáksson í Húnaveri 2003
Tveir góðir að norðan Guðmundur Ingvarsson og Ingvar Dansað á malbiki í Svartaskógi 2006 Ljósmynd: Siggi
Hólmgeirsson í Húnaveri 2006Ljósmynd: Siggi Harðar Harðar
Það var hefðfyrir blíðu hjá Benna í Svartaskógi Ljósmynd: Siggi Harðar Hið mjög svo notalega mótssvœði í Svartaskógi
/ sól ogsumaryl í Svartaskógi 2006 Ljósmynd: Siggi Harðar
fyrir Austfirðinga. Einn af félögunum, Benedikt
Hrafnkelsson (Benni svarti), var þá búinn að
koma sér upp aðstöðu á jörð sinni Hallgeirs-
stöðum í Jökulsárhlíð. Þetta er Hótel Svarti-
skógur. Þarna ákváðu Héraðsbúar að halda sitt
fyrsta harmonikumót um verslunarmanna-
helgina 2001. Ekki var um neitt samkomuhús
að ræða þar, en veðurblíða og náttúrufegurð
skóp þá umgerð sem dugði. Það þurfti ekki að
sökum að spyrja, staðurinn varð strax vinsæll.
Þangað flykktist fólk og jafnvel Reykvíkingar
lögðu leið sína í Svartaskóg. Eftir fyrsta árið
þótti sýnt að eitthvað yrði að gera í því að getað
dansað inni. Það var því brugðið á það ráð að
reisa tjald, sem varð vinsælt en fulllítið. Allt
Það var oft jjörugt í Bdsnum Ljósmynd: Siggi Harðar
þetta kallaði á mikinn undirbúning og mikla
vinnu. Þarna voru í aðalhluverki, ma. bræðurnir
Guttormur og Jón Sigfússynir, ásamt
eiginkonunum Sigríði Sigfúsdóttur og Svölu
Oskarsdóttur. Þá var Jónas Þór með
eiginkonunni Oldu Hrafnkelsdóttur iðinn við
undirbúning auk þess sem Benni svarti var
ólatur við utanumhald á svæðinu. Þá mæddi
talsvert á Oskari Björgvinssyni gjaldkera og
hans frú Hjördísi Sigurðardóttur. Dvalinn
Hrafnkelsson var formaður félagsins um þetta
leyti og lagði sitt til með eiginkonunni Fríðu
Pálmars. Sveinn Vilhjálmsson frá Möðrudal
lagði einnig hönd á plóg ásamt eiginkonunni
Kristínu Jónsdóttur. Hjónin Gylfi Björnsson
og Sigurveig Björnsdóttir voru einnig drjúg
við samkomuhaldið. Ekki var skortur á
harmonikuleikurum og komu þeir jafnvel frá
fleiri félögum. Með tímanum olli það
vandkvæðum að Hótel Svartiskógur varð á
sama tíma vinsæll meðal almennra ferðamanna
og það að halda harmonikuhátíð fór ekki alveg
saman við þarfir gestanna, sem vildu fara
snemma í háttinn og snemma á fætur. Eftir
sjö ár var því brugðið á það ráð að halda
dansleikina í íþróttahúsinu við barnaskólann
að Brúarási, sem er snertispöl frá og nota
strætisvagn til að flytja fólkið á milli, sem ekki
komst á eigin bílum. Þetta gekk í nokkur ár í
viðbót, en árið 2013 var ákveðið að færa
hátíðina í íþróttahúsið í Fellabæ með tjaldsvæðið
að Skipalæk og gekk strætisvagn á milli. Aðsókn
var viðunandi, þó heldur minni en áður og lék
þar stærsta hlutverkið slæm veðurspá, sem
rættist þó ekki nema að hluta. Þetta varð síðasta
harmonikuhátíð Héraðsmanna.
Friðjón Hallgrímsson
Greinin unnin að stórum hluta samkvœmt
upplýsingum úr blaðinu Harmonikunni, auk
persónulegra viðtala
9