Harmonikublaðið - 15.12.2020, Blaðsíða 4

Harmonikublaðið - 15.12.2020, Blaðsíða 4
 Dalafréttir Þegar þetta er skrifað geysar hér í Dölum norðaustanbylur eins og um land allt. Þá er maður best geymdur heima hjá sér! Það má segja að starfsemi Nikkólínu á líðandi ári hafi verið frekar lítil, eins og hjá öðrum félögum. Engar stórar skemmtanir eða tónleikar, við tókum upp nokkur lög í Dalabúð sem voru sett inn á Dalatónar 2020 og hyggjum á meira af slíku. Sveitin náði að spila í sumar í Króksfjarðamesi og fyrir eldri borgara, svo hafa menn spilað hver í sínu horni eða kannske 2-3 saman. Þegar samkomubann verður rýmkað verður bara að taka æfingatörn því Nikkólína ætlar að mæta með tónleikasveit á landsmótið í sumar. Sömuleiðis er stefnt að því að halda Laugarbakkahátíðina í samstarfi við Húnvetninga eins og undanfarin ár. Þar vonumst við auðvitað til að sjá sem allra flesta, því maður er manns gaman. Harmonikufélagið Nikkólína var stofnað haustið 1981 og því er 40 ára starfsafmæli framundan á næsta ári. Stofnfélagarnir 10 voru mikið dugnaðarfólk, fljótlega bættust fleiri í hópinn og svo var samþykkt að hafa æfmgar hálfs mánaðarlega á veturna og var það gert. En þessir fyrstu starfsvetur voru nokkuð harðir og snjóþungir. Auðvitað var mislangt fyrir menn að fara á æfingar og oft gekk á ýmsu. Efvitnað er í fundargerð frá 16. janúar 1983 segir þar að byrjað hafi verið með nótnasamlestri íjögurra laga en síðan var frjáls tími og spilaði hver sem betur gat. Einna harðsóttust varð ferð félaga úr Hörðudal og urðu þeir að handmoka alla leiðina, svo leiðin mun nú vera fær öllum sem á eftir koma. Ragnar Ingi mætti á fundinn sunnan úr Reykjavík og þykir fundarmönnum þetta ferðaharðfylgi bera skýran vott um brennandi áhuga á málefninu. Líklegast hefur Ragnar Ingi verið á sínum ágæta Fiat Uno, hann komst ótrúlega mikið á þeim smábíl, en trúlega hefur heimferðin verið torsótt, en það var aldrei bókað. Það var haldin árshátíð á fyrsta starfsári og fljótlega hófst samstarf við önnur harmonikufélög, heimsóknir og sameiginlegir dansleikir. Alveg frá upphafi frábær félagsskapur. Eitt sinn eftir sameiginlegan stórdansleik tveggja harmonikufélaga í Dalabúð, þar sem hafði verið dansað af miklum móð og ættjarðarlögin sungin í lokin af hjartans lyst, sagði húsvörðurinn sem hafði verið stressaður yfir fáum dyravörðum: „Þetta er ekki ball, þetta er menningar skemmtun." Og það er alveg rétt. Nikkólínufélagar hafa oft ferðast með Þorrakórnum, þá hefur verið söngskemmtun og svo dansleikur á eftir. Ein eftirminnileg vetrarferð var farin með kórnum, heimboð til karlakórsins Lóuþræla í félagsheimilið Asbyrgi að Laugarbakka. Mjög skemmtileg ferð og þar voru m.a. sungnar fararstjóravísur og viðlagið var svona: Kdtir hér við syngjum við kröftugt undirspil. Nú er hann kominn á norðaustan, nú er að gera byl! Og það passaði alveg, fararstjórarnir voru greinilega áheitaskáld, heimferðin var rútubílstjóranum verulega erfið og löng í hríðarbylnum, sérstaklega Laxárdalsheiðin, en farþegarnir voru hressir alla leið heim og sungu með harmonikuleikurunum. Svo við nefnum nú líka þorrablótin á Staðarfelli. Þar spila alltaf félagar úr Nikkólínu og sumir spiluðu þar löngu áður en félagið var stofnað. Fyrsta þorrablótið var 1961 og ætli Halldór Þ. Þórðarson hafi ekki náð að spila á þeim öllum hingað til. Þorrablótin eru ekki bara skemmtileg heldur voru þau oft harðsótt. Á þorrablótinu 1968 skall á alveg blindbylur og ekki hundi út sigandi. Ballið var þá bara framlengt og spilað fram í dögun. Dansarar gátu skipst á í dansinum en spilararnir fengu ekki pásu heldur spiluðu bara allan tímann. Held að fyrstu menn hafi yfirgefið húsið kl. 6 um morguninn og brotist út í Húsmæðraskólann á Staðarfelli, þar sem menn áttu ljúfa vist vísa. Það rofaði til um níuleytið og þeir sem styst áttu að fara komust þá alla leið heim. Bylurinn stóð nokkra daga, þeir síðustu náðu heimahöfn aftur á þriðjudag, jafnvel fótgangandi. I annað sinn, á tíunda áratugnum, mættu menn á blót í heiðríkju, logni og frosti. Eftir átið, skemmtiatriði og fyrstu syrpur dansleiksins ætluðu nokkrir gestir út að fá sér ferskt loft, en þá var bara komin iðulaus stórhríð. Þeim gekk vel sem brunuðu heim eins og skot, en aðrir vildu njóta góðrar skemmtunar lengur. En það bætti bara í veðrið þannig að um tvöleytið var ákveðið að slíta skemmtun og halda heim í bílalest. Fyrsta ókleifa hindrunin var nú bara kílómeter frá húsinu, mannhæðarhár skafl yfir mjóa brú. Fyrsti bíll fór á kaf og var dreginn til baka, það var Lada 1200, næst prófaði velútbúinn jeppi en sat á kafi líka. Þá var Sveinn bóndi á Staðarfelli kallaður út á dráttarvél sinni. Spilað á kaffikvöldi í félagsheimilinu að Staðarfelli á níunda áratugnum, í aftari röð eru Guðbjartur A. Björgvinsson, Jón Benediktsson, Halldór Þ. Þórðarson, fyrir framan eru Hörður Hjartarson og Guðmundur Gíslason. Meðgítarinn er Kjartan Eggertsson þáverandi skólastjóri tónlistarskólans. Spurning með trommarann en flottir spilarar Spilað á Staðarfelli 20. apríl 2012. F.v. Hafliði Ólafison, Kristján Ingi Arnarsson, Ríkarður Jóhannsson, Halldór Þ. Þórðarson, Jón Benediktsson og Ragnar Ingi Aðalsteinsson 4

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.