Harmonikublaðið - 15.12.2020, Blaðsíða 14

Harmonikublaðið - 15.12.2020, Blaðsíða 14
Við hvað starfaði Sveinn á lífsleiðinni? Eg keypti mér skurðgröfu þegar ég var átján ára. Eg fékk strax nóg að gera við ýmis verkefni í sveitinni. Það þurfti að grafa fyrir vatnslögnum, húsgrunnum, frárennslum og ýmislegt annað féll til. Þá fékk ég vinnu hjá Vegagerðinni, en hennar svæði náði frá Bröttubrekku í suðri að Klettshálsi í fjörugt félgslíf í félaginu eftir flutninginn í Faxafenið. Spilakvöld, hagyrðingakvöld, árshátíðir, þorrablót og dansleikir. Þá varð salurinn fljótlega vinsæll hjá öðrum félagasamtökum sem ekki höfðu yfir eigin sal að ráða. A þessum árum tókst einnig með mikilli vinnu og eftirgangsmunum að endurvekja kór félagsins, sem áður hafði Síðan hef ég ekki þurft að hafa áhyggjur af dansgleði harmonikuunnenda. Mótttökurnar þarna urðu til þess að ég fékk byr undir báða vængi og síðan hef ég leikið á fjölmörgum böllum FHUR, mér til mikillar ánægju, en það eru fjölmargir góðir félagar í FHUR sem ég hef leikið með í gegnum tíðina og ekki síst lært af. Auk þess hef ég leikið í Ásbyrgi i Sveinn Ingi Sigurjónsson leikur oji með afa Ljósmynd:Siggi Harðar Fáir vita betur en Svenni hvað orðtakið „ maður er manns gaman “þýðir Ljósmynd:Siggi Harðar Gufudalssveit í norðri. Það voru oft langir dagar. Arið 1966 hættu foreldrar mínir búskap og við fluttum öll suður í Hafnarfjörð. Þá hafði ég kynnst konunni minni Kristínu Kristbjörnsdóttur frá Eiríksbúð á Arnarstapa. Mér til mikilla heilla fann ég hana á Húsmæðraskólanum á Staðarfelli nokkrum árum áður, en þar lék ég stundum fyrir dansi og fór svo sannarlega ekki erindisleysu.Við Kristín vorum búin að eignast soninn Sigurjón Björn þegar við fluttum suður, en síðar bættust við Hafsteinn Elfar og Sigrún Hanna. Sigurjón Björn er hljómborðsleikari og Sigrún Hanna er að læra á harmoniku. Þegar í Hafnarfjörð kom fór ég í húsgagnasmíðanám íTrésmiðjunni Dvergi og lauk þar námi frá Iðnskóla Hafnarfjarðarárið 1970. Égvarvið smíðarnar til 1973 þegar ég hóf störf á skrifstofu Hafnarfjarðarbæjar. Þar var ég til 1984, þegar ég stofnaði fasteignasölu og var við hana næstu 14 árin. Þá fór ég aftur í smíðina og nú hjá Trésmíðaverkstæði Hafnarfjarðarbæjar og var við það til starfsloka 2014. Félagi í Breiðfirðingafélaginu Hvað getur þú sagt mér um starf þitt í Breiðfirðingafélaginu í Reykjavík Ég gekk í Breiðfirðingafélagið strax við komuna í bæinn 1966. Það var eitthvað sem dró mig að þátttöku í starfinu þar. Ég fór fljótlega í skemmtinefnd félagsins og síðar í stjórn. Ég varð svo formaður 1993 en árið 1988 hafði starfsemin flutst í Faxafen 14, þar sem félagið hefur ennþá aðsetur. Það var mjög 14 starfað með miklum blóma. Þetta hafðist fyrir sextíu ára afmæli félagsins 1998. Kórinn er ennþá starfandi. Á þessum árum hóf ég að leika á harmonikuna sem aldrei fyrr, en hún hafði legið í dvala í nokkur ár. Ég fór að fá félaga til að koma og taka lagið á skemmtunum Breiðfirðinga og þá verður maður að taka þátt sjálfur. Nokkrum sinnum fengum við Nikkó- línu til að koma suður og leika í Búðinni. Fastráðinn í Ásbyrgi Starfaðir þú með harmonikufélagi? Það var gott framtak þegar Halldór Þórðarson stofnaði ásamt fleiru áhugafólki 1981 Harmonikufélagið Nikkólínu, en þá fjölgaði harmonikuleikurum í Dölum verulega. Ég gekk í félagið um aldamótin, þó að ég hafi verið fluttur suður áratugum áður. Ég hefi leikið með þeim nokkrum sinnum, en aðallega verið í góðu sambandi við félagsmenn. Sumarið 2005 var ég staddur á samkomu Félags harmonikuunnenda í Árnesi. Þá vatt sér að mér formaður skemmtinefndar FHUR og spurði hvort ég væri ekki til í að leika á balli. Ég sá ekkert því til fyrirstöðu. Hann sagði mér að ég ætti að byrja klukkan 10 á sunnudagskvöldið. Mér féllust alveg hendur. Það höfðu verið dansleikir á föstudags- og laugardagskvöld og ég taldi engar líkur á að nokkur kæmi á ball þriðja kvöldið í röð. Ég beit á jaxlinn og ákvað að láta skeika að sköpuðu. Og viti menn, þegar ég labbaði með nikkuna út í hús upp úr hálf tíu blasti við mér sjón sem ég gleymi ekki svo glatt. Það var löng biðröð við dyrnar af fólki, sem ætlaði á ball. Miðfirði á harmonikumótum Dalamanna og Húnvetninga. Árið 2009 vorum við hjónin stödd í Ásbyrgi til að fara á ball hjá Húnvetningum og Nikkólínu en þar var þá að hefjast fyrsta harmonikumót þessara félaga. Ég var í sakleysi mínu að kaupa aðgöngumiða þegar ég var spurður hvort þeir mættu leita til mín þar eð líkur voru á því sá sem ædaði að byrja ballið kæmi ekki vegna misskilnings. Þórir Jóhannsson aðalharmonikuleikari Húnvetninganna var forfallaður, en var þegar þarna var komið orðinn mikið veikur af sjúkdómi þeim er dró hann til dauða nokkrum mánuðum síðar. Ég tjáði þeim að það væri í lagi. Stuttu síðar bað Þórir mig um að byrja og leika næsta klukkutímann eða svo. Sá sem átti að leika kom aldrei þetta kvöld og ég lék til klukkan eitt. Þegar þessar samkomur hófust aftur þremur árum seinna varð ég fastráðinn fyrir laugardagskvöldið næstu árin. Hvar hefur þú leikið mest fyrir dansi? Ég hef mikið leikið hjá samkomum Félags harmonikuunnenda í Reykjavík, en síðan má nefna staði eins og Hrafnistuheimilin í Hafnarfirði og víðar. Einnig hef ég leikið fyrir eldri borgara víða. Þá hefur Sveinn Ingi, sonarsonur minn leikið með mér á trommur með góðum árangri. Aðrir í hljómsveit Svenna Sigurjóns eru þeir Jón Guðmundsson gítar- leikari og Jónas Pétur Bjarnason bassaleikari. Komið hefur fyrir að ég hafi leikið með Dansbandi Böðvars á Hrafnistu í Hafnarfirði.

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.