Harmonikublaðið - 15.12.2020, Side 6

Harmonikublaðið - 15.12.2020, Side 6
Austur á Egilsstöðum býr einn af máttarstólpum harmonikugeirans á Héraði. Hann hefur leikið á skemmtunum Harmonikufélags Héraðsbúa frá stofnun þess og þykir hans sæti vel skipað, var fulltrúi félagsins á aðalfúndum Sambands íslenskra harmonikuunnenda, kjörinn formaður sambandsins árið 2005 og sat tvö kjörtímabil til 2011. Tillögugóður formaður í hvívetna og rómaður gleðimaður á góðri stund. Þetta er Jónas Þór Jóhannsson. Ritstjórinn tókjónas Þór tali á óhefðbundinn hátt síðastliðið sumar. Þá voru dansleikir í Eiðaskóla nánast um hverja helgi Hvax og hvenær er Jónas Þór fæddur? Ég er fæddur 11. júlí árið 1949 í því sem þá var kallað sjúkraskýlið á Egilsstöðum en ólst upp á Breiðavaði í Eiðaþinghá ásamt þremur yngri bræðrum mínum. Foreldrar okkar voru Jóhann Magnússon og Guðlaug Þórhallsdóttir bændur á Breiðavaði. Var mikið um tónlist á æskuheimilinu? Já. Foreldrar mínir sungu í kirkjukór og faðir minn í karlakórum. Móðir mín spilaði á orgel og bróðir hennar Borgþór Þórhallsson þótti liðtækur harmonikuleikari en hann var fluttur til Reykjavíkur þegar ég man eftir. Lærðir þú á hljóðfæri? Nei það get ég varla sagt en auðvitað reyndi ég að taka eftir því hvernig þeir sem spiluðu á þeim tíma báru sig að og reyndi að tileinka mér það eftir því sem ég gat. Rétt er að geta þess að þeir sem spiluðu á þessum tímum voru aðallega harmonikuleikarar og líklega má segja að þeir hafi verið bítlar þesss tíma. Danskennsla hjá Rigmor Hansen Lærðir þú að dansa? Reyndar sótti ég danstíma þegar ég var í Alþýðuskólanum á Eiðum. Danskennari okkar hét Rigmor Hansen og var hún mjög fær að því mér fannst en því miður held ég að mér hafi ekki tekist að ná þeirri færni í dansi sem hún ætlaðist til af mér og það þykir mér miður því að dans er ákaflega góð skemmtun en eins og hér kemur fram eru hæfileikar mínir litlir á því sviði. Hverjar voru helstu skemmtanir á Héraði? Það voru haldnar skemmtanir innan sveitar enda fleira fólk í sveitum landsins á þeim tíma. Síðan voru haldar stórar skemmtanir á vegum stjórnmálaflokka og ekki má heldur gleyma skemmtunum sem Ungmennasamband Alda og Jónas Þór d góðri stund Austurlands (UIA) stóð fýrir en það voru líklega einar stærstu útihátíðir landsins á þeim tíma. Voru margir harmonikuleikarar á Héraði? Ég held að héraðið og nærsveitir hafi bara staðið sig nokkuð vel hvað fjölda harmoniku- leikara varðar enda töluvert mikið um dansleiki á Héraði og harmonikan aðal hljóðfærið á fyrstu skemmtunum sem ég man eftir enda horfði maður á þessa snillinga með von um að geta einhvern tíma orðið jafn góður og vinsæll en svo kom rokkið og þá fór að halla undan fæti hjá harmonikuleikurum þar sem harmonikan þótti ekki henta í þeirri músík. Var mikið um hljóðfæri almennt á Héraði? Held að það hafi verið talsvert um hljóðfæraeign eins og orgel, píanó og harmonikur og ef til vill eitthvað fleira. Byrjaði á Eiðum Hvenær byrjaði þinn hljómsveitarferill? Hann hófst þegar ég fór í Alþýðuskólann á Eiðum en fram að þeim tíma hafði ég eingöngu spilað á harmoniku en þegar þarna var komið var einfaldlega komin tónlist sem hentaði ekki harmonikunni nema að litlu leyti þannig að ég fór að spila á gítar eins og reyndar margir aðrir gerðu á Eiðum. Sú tónlist sem þá var að yfirtaka dansleikjamarkaðinn var ekki sérlega harmonikuvæn en gítarleikaraferill minn varð ekki mjög langur þar sem að hljómborðin og rafmagnsorgelin þóttu nauðsyn í flestum hljómsveitum og það litla sem ég kunni á harmoniku var ágætis undirstaða undir hljómborðsleik. Var fjörugt tónlistarlíf fyrir austan á þínum sokkabandsárum? Það voru dansleikir í Eiðaskóla nánast um hverja helgi og margir tónlistarmenn stigu þar sín fyrstu spor í spilamennskunni. Þekktastir þeirra allra eru sjálfsagt Magni Ásgeirsson, Jónas Sigurðsson og AgústÁrmann Þorláksson. Síðan má nefna Friðjón Jóhannsson og Jón Arngrímsson sem hafa haldið úti danshljóm- sveitum nánast alla sína æfi og eru enn að. Auðvitað mætti nefna marga aðra sem hafa verið áberandi af þeim sem þarna voru en það væru mörg nöfn og talsvert mikil hætta á að maður gleymdi einhverjum og það væri alls ekki gott.

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.