Harmonikublaðið - 15.12.2020, Blaðsíða 13

Harmonikublaðið - 15.12.2020, Blaðsíða 13
Svenni og systurnar taka lagið. Yngsta systirin Anna Lísa var fjarverandi Svenni og Kristín rneó börnin fljótlega fannst mér að ég ætti erindi upp á svið. Eg byrjaði svo að leika fyrir dansi þegar ég var 16 ára. Eg tók það strax upp hjá mér að smakka aldrei vín þegar ég átti að leika fyrir dansi. Maður var búinn að sjá of marga harmonikuleikara full djarftæka til vínsins og það vildi ég varast. Þá voru böll á Nesodda í Miðdölum, Röðli í Skarðshreppi, Tjarnarlundi í Saurbæ, félagsheimilinum á Staðarfelli og Búðardal. Oft lékum við Halldór Þórðarson saman á þorrablótum og alls kyns skemmtunum. Stundum kom fyrir að maður hafði bara trommara með sér. Þá þurfti að nota bassann mikið og það hefi ég alltaf gert síðan. Var mikið um dansleiki fyrir vestan? A sumrin voru dansleikir um allar helgar, sem skiptust á milli samkomuhúsanna í sýslunni. Það var alltaf mikið fjör á þessum böllum. Þarna mættu kaupakonur og kaupamenn auk bænda og búaliðs og skemmtu sér. Þá voru einnig algengar bændahátíðir á haustin efdr að slætti lauk og var þá oft fjör. Á vetrum tóku við ungmennafélagsskemmtanir. Eitt sinn fékk ég mjög metnaðarfulla áskorun, þegar ég var fenginn til að leika á sláturhúsballinu á Bjargi í Búðardal 1961. Þá fékk ég með mér Ólöfu systur til að leika á gítar og syngja. Svavar Gestsson náfrændi, síðar ráðherra, lék á trommurnar. Þetta var stórt skref í átt að heimsfrægðinni. Voru margir harmonikuleikarar í Dölunum á þínum sokkabandsárum? Já, Dalirnir bjuggu nokkuð vel hvað þetta varðaði. Fyrstan má nefna Jóhannes hreppstjóra á Hnúki, Ingu á Skarði, Björn Guðmundsson á Reynikeldu, Halldór Þórðarson á Breiðabólsstað, Lárus Jensen í Lambanesi, Þórleif Finnsson einnig úr Saurbænum. Á þeim slóðum var líka Birgir Kristjánsson frá Litla Múla að ógleymdum Erlingi Magnússyni frá Bæ í Reykhólasveit. Þá var í Miðdölum Steinar á Hamraendum. Af seinni tíma mönnum má nefna Jón Benediktsson í Sælingsdalstungu og Sigvalda Fjeldsted í Búðardal. Ballið á Nesodda Manstu eftir einhverju sögulegu við dansleiki á æskustöðvunum? Mér er minnisstætt, þegar ég lék á dansleik á Nesodda í Miðdölum, en þar var mjög vinsæll dansstaður. Jafnvel Borgfirðingar komu „yfir Brekku“ til að skemmta sér. Þar var oft vel drukkið og mikið fjör. I þetta skipti hafði ég einnig tekið að mér að mála utanhúss fyrir Aðalstein í Brautarholti, en þar var á þessu tíma verslun og greiðasala fyrir ferðamenn. Þetta tók um vikutíma. Var ég við þann starfa allan daginn. Eg hafði auk þess tekið að mér að leika fyrir dansi á Nesodda. Þegar kvöldaði gerði ég mig kláran á ballið sem byrjaði klukkan níu og varð strax mikið fjör. Ekki man ég hvort einhver tími var ákveðinn til að ljúka ballinu, en það er skemmst frá því að segja að því lauk ekki fyrr en klukkan fimm um morguninn. Var ég þá orðinn dauðlúinn og sannarlega hvíldarþurfi. Þá átti ég eftir að koma mér heim, en nær 80 kílómetrar eru frá Nesodda að Sveinsstöðum. Til ferðarinnar hafði ég fengið jeppann á Sveinsstöðum. Eg var einn á ferð. Þegar ég var kominn í Hvammssveitina sofnaði ég undir stýri. Eg var kominn út í kant á veginum þegar ég hrökk upp við það að einhver lagði hönd á öxlina á mér og sagði: „Hvað ertu að gera Sveinn?“ Ekki veit ég hver var þarna að verki, en ég hrökk upp af værum blundi og heim komst ég klakklaust. Á góSri stund íÁrnesi LjósmyndtSiggi HarSar Svenni Utur sig ekki vanta ígott samspil Ljósmynd-.Siggi HarSar 13

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.