Harmonikublaðið - 15.12.2020, Page 17
Gunnar O. Kvaran
Höfundur lagsins að þessu sinn er Gunnar Ó.
Kvaran.
Hann er fæddur á Isafirði 2. nóvember 1946.
Hann ólst upp frá 5 ára aldri að Brú í
Hrútafirði. Hann varð snemma áhugasamur
um tónlist og eignaðist sína fyrst harmoniku
þegar hann var 12 ára en áður hafði hann
eitthvað glamrað á orgel sem til var á heimilinu
og var fljótur að ná lagi. A unglingsárunum
var hann meðlimur í Brúartríóinu, sem lék á
dansleikjum í Reykjaskóla og í nágranna-
sveitunum. Þar lék Gunnar á harmoniku, en
bræðurnir Helgi og Þórir Steingrímssynir á
gítar og trommur. Allir áttu þeir félagar heima
í foreldrahúsum á Brú. Fljótlega eftir að hann
flutti til Reykjavíkur hóf hann að leika á
dansleikjum, ma. með hljómsveitinni Örnum,
sem þá var vinsæl og ýmsum fleirum. Einnig
var hann með eigin hljómsveit. Á þessum árum
var harmonikan í fríi enda ekkert notuð í
danstónlist Bítlaáranna. Þegar eiginkonan gaf
honum harmoniku í fimmtugs afmælisgjöf
var gatan vörðuð. Hann nam harmonikuleik
hjá Guðmundi Samúelssyni í nokkur ár og
gekk fljótlega í Félag harmonikuunnenda í
Reykjavík. Þar hefúr hann leikið á dansleikjum
og öðrum skemmtunum félagsins um árabil
með góðu árangri. Hann varð formaður
FHUR og sem fulltrúi þess á aðalfundum
SIHU fljótlega áberandi. Hann var kjörinn
formaður Sambands íslenskra harmoniku-
unnenda 2011 og gegndi því embætti til
2018. Þó Gunnar væri á kafi í tónlist stóran
hluti ævinnar fór hann ekki að sinna
lagasmíðum fyrr en upp úr 1990. Þá komu í
ljós ótvíræðir hæfileikar, sem hann hefur nýtt
sér síðan. Árið 2007 gaf hann út diskinn
Sælureit, þar sem hann leikur eigin lög og
annarra og 2012 kom út diskurinn Fantasía
með lögum eingöngu eftir hann. Fer ekki milli
mála að þar fer maður sem kann að gera
fallegar laglínur. Gunnar hafði það fyrir sið í
nokkur ár að taka upp eitt lag fyrir jólin og
gefa fjölskyldu og vildarvinum. Jólavalsinn frá
2014 er einmitt Óskastund. Eiginkona
Gunnars er Sigríður Þorvaldsdóttir Kvaran og
eiga þau þrjú börn.
f\ '
Við harla óvenjulegar aðstæður var aðalfundur
Harmonikufélags Þingeyinga haldinn að
Ydölum 4. október sl. Vegna Covid
veirufaraldursins og fjöldatakmarkana var
fundurinn í stórum sal og voru fundarmenn
nánast í kallfæri hver við annan. Þó mættu
þar 21 félagi.
Sigurður Ólafsson Sandi gaf ekki kost á sér
áfram sem formaður. 1 hans stað var kosinn
formaður til eins árs Jón Helgi Jóhannsson.
Ur stjórn gengu Tryggvi Óskarsson gjaldkeri
og Dómhildur Olgeirsdóttir ritari. I þeirra
stað voru kosnar Hafdís Gunnarsdóttir og
Guðveig Guðmundsdóttir. Þann 14. október
kom ný stjórn saman í Heiðarbæ og skipti
með sér verkum og er stjórnin nú þannig
skipuð: Jón Helgi Jóhannsson Víðiholti
formaður, Þórgrímur Björnsson Húsavík
varaformaður, Guðveig Guðmundsdóttir
Grímsstöðum gjaldkeri, Hafdís Gunnarsdóttir
Breiðuvík ritari og Gunnhildur Arnþórsdóttir
Hrísgerði meðstjórnandi.
Við lifum nú fordæmalausa tíma í þessum
Covid veirufaraldri, engin starfsemi hjá
félaginu frá í vor og minnast menn þess ekki
að slík ördeyða í starfsemi félagsins hafi skeð
áður. En við eygjum þá ljósglætu framundan
að óværunni fari að linna og vonandi verður
Landsmót, Ydalahátíð og allar hinar
útileguhátíðirnar í sumar og þar mætum við
öll harmonikunnendur hress og kát.
Jón Helgi
Þórgrímur Björnsson nýr varaformaður
Fráfarandi stjórn HFÞ
Jónas SigurSsson og Riínar Hannesson tóku lagið áfundinum
17