Harmonikublaðið - 15.12.2020, Blaðsíða 2
Komið þið sæl kæru félagar
Starfsemi SIHU og harmonikufélaganna hefur verið með minnsta
móti þetta árið. Fátt fréttnæmt hjá okkur en stjórn SIHU hefur haldið
nokkra símafundi og svo erum við alltaf í tölvupóstsambandi. Allir
við góða heilsu, er það ekki málið núna.
Já margt fór öðru vísi en ætlað var á þessu herrans ári. Það átti að vera
glæsilegt harmonikulandsmót í sumar í Stykkishólmi, FHUR var á
lokametrunum við undirbúninginn þegar ákveðið var að blása mótið
af vegna ástandsins í samfélaginu. Þannig fór einnig með aðrar
skipulagðar samkomur félaganna. Menn hittust þó í smærri hópum,
gerðu sér glaðan dag og létu nikkuna hljóma. Það er hið besta mál.
Vonandi eru harmonikuleikararnir okkar duglegir að spila þó ekki sé
mikið verið að hittast. Það er landsmót framundan og þar hafa
harmonikufélögin alltaf mætt með fjölbreytta, skemmtilega og
metnaðarfulla dagskrá. Eg skora á alla harmonikuunnendur að taka
frá þessa daga sem fyrirhugað er að landsmótið standi og gera
GJAFAKÖRFUR!
Langar þig að gefa gott í kroppinn?
Rjómabúið Erpsstaðir býður
gjafakörfur með úrvaii afurða &
úr framleiðslu sinni.
körfurnar innihalda osta,
skyrkonfekt, berjadrykk og
ósamt ýmsu öðru góðgœti.
Verð er frá 6.200.- til 9.
Vinsamlega pantið timanlega
i gegnum netfangió
erpur a simnet.is
eóa i sima 8680357
RJÓMABÚID
ERPSSTAÐIR
ráðstafanir með
gistingu í tæka tíð,
þeir sem þess þurfa.
Munið landsmótið í
Stykkishólmi 1.- 4.
júlí 2021.
Gaman er að sjá
harmonikuleikara
nota netmiðlana eins
og t.d. fésbókina.
Þar eru nokkrir að
setja inn lög sem þeir
eru að spila eða eldri upptökur. Kann ég þeim öllum mínar bestu
þakkir fyrir, ég hef notið þess að horfa og hlusta og deili svo endalaust
áfram svo aðrir geti hlustað líka. Gerið endilega meira af þessu. Senn
er árið 2020 á enda, þetta skrítna og ógleymanlega ár. Eg er farin að
hlakka til næsta árs, ef við gætum nú farið að hittast svona með
vordögum. Haldið glæsilegt landsmót og fleiri skemmtanir, notið
tónlistar og dansleikja í okkar góða félagsskap. Við horfum bjartsýn
fram á veginn, vonandi tekst vel til við að kveða niður Covid óværuna
þannig að létt verði á samkomutakmörkunum og lífið færist í eðlilegt
horf. En þangað til þá eiga þessi vísukorn Hákons Aðalsteinssonar frá
Vaðbrekku vel við:
Nú skal róa
Nú skal beita í nœðinginn
nú skal rétta bakið.
Nú skal róa nafni minn,
nú skal herða takið.
Brdtt mun reiddur brandurinn,
brátt munfrestur runninn.
Brátt munfalla brotsjórinn,
brátt mun sigur unninn.
Nú styttist í að jólahátíðin gangi í garð og glittir í nýtt ár handan við
hornið. Eg vil þakka öllum samstarfsmönnum mínum í stjórn
sambandsins, formönnum aðildarfélaganna, svo og öllum harmoniku-
unnendum fyrir frábært samstarf á árinu 2020 og er það von mín að
árið 2021 verði okkur öllum gjöfult, gæfuríkt og gott harmonikuár.
Oska ykkur öllum gleðilegrar jólahátíðar og farsæls komandi árs.
Gleðileg jól!
Filippía Sigurjónsdóttir, formaður SIHU
Harmonikusafn
Ásgeirs S. Sigurðssonar
býður öldruðum harmonikum farsælt ævikvöld á
Byggðasafni Vestfjarða.
Sími 456 3291 - byggdasafn@isafjordur.is - www.nedsti.is
Vfiifi
2