Harmonikublaðið - 15.12.2020, Qupperneq 5
Og nokkrir félagar áþorrablóti á StaSarfelli 2020. Frá vinstri Ingvar Bxringsson, Jónas Guðmundsson, Guðbjartur A.
Björgvinsson, Halldór Þ. Þórðarson, Jóhann Elísson og Ragnar Ingi Aðalsteinsson. Frábart þorrablót
Hann mokaði í gegnum skaflinn
og á meðan var lestarferðin
skipulögð, raðað á ný í bílana og
best búnu samkomugestirnir ýttu
á eftir. Allir saman nú, þetta gekk
mjög vel og skemmtilega. Sveinn
fylgdi mönnum vel á leið og fékk
sér svo kafifl á bæjunum í bakaleið.
Það sem þá eftir var af bílalestinni
hélt áfram í sortanum, leiðin var
torsótt og þegar komið var á móts
við fjárhúsin á Hofakri sat allt fast
aftur. Fremstur í röðinni var
Sigvaldi Fjeldsted Nikkólínufélagi
Yndislegt að tylla sér og njóta eftir spilamennsku á landsmótinu á Isafirði
2017. Sjáumst á landsmóti í Stykkishólmi 2021!
og vegaverkstjóri. Eftir langtíma mokstur og
puð kallaði hann út mokstursbíl og hefil
Vegagerðarinnar til aðstoðar og þannig
komust síðustu gestir heim um miðjan
sunnudag í fylgd embættismanna. Já nema
þeir sem gistu á betri bæjum á leiðinni.
Þetta tækifærisljóð eftir Hákon Aðalsteinsson
frá Vaðbrekku er að vísu um þorrablót í
Fljótsdal en lýsir ástandinu vel:
Upphafið það var yndislegt,
allt varþarna með ró og spekt.
En veðurspá brást og breyttist tíð,
það brast á kolvitlaus norðanhríð.
Þetta var aldeilis ekkert grín,
enginn gat komist heim til sín.
Btendurnir dönsuðu bít og sving
og barinn var opinn í sólarhring.
Oll él birtir upp um síðir segir máltækið. Arið
2020 er senn á enda, það hefur verið
„fordæmalaust“ ár og ekki séð fyrir endann á
þessu covid-fári ennþá. En það kemur að því
og þá hittumst við á harmonikumótum kát
eins og þegar kúm er sleppt út á vorin,
endurnýjum góð kynni og njótum þess að vera
til.
Kæru félagar. Harmonikufélagið Nikkólína
sendir bestu jóla- og nýársóskir til ykkar allra,
hittumst heil á komandi ári. SBH
Fisitalia
Hágæða harmonikur á góðu verði
Ut.BELIli.NA /® BORSINI /
.ifí.uf.alÝa
ZfiRfl Sflíífi
SOuo&r fSorynxsu. POLVERINI O ffoMencufr
Úrval af notuðum
harmonikum
Akureyrí: Mosateig 5 Simi 462 1520 & 660 1648
Reykjavík: Álfalandi 7 Sími 568 3670 & 824 7610
5