Harmonikublaðið - 15.12.2020, Qupperneq 8

Harmonikublaðið - 15.12.2020, Qupperneq 8
I 1. tbl. 19. árgangs Harmonikublaðsins birtist annar hluti greinaflokks, þar sem rakin var saga harmonikumótanna á Islandi. Hér er þriðji hluti þessa greinaflokks. Haustið 1997 hittust þeir fyrir tilviljun í kaffi í Varmahlíð í Skagafirði formenn harmoniku- félaganna í Húnavatnssýslum og Skagafirði, þeir Gunnar Agústsson á Sauðárkróki og Þórir Jóhannsson á Blönduósi. Þeir tóku tal saman og meðal þess sem bar á góma var hvort félögin gætu ekki starfað saman að einhverju. Samvinna gæti orðið til aukinna kynna meðal félagsmanna og samkomur yrðu jafnvel fjölmennari með tvö félög að bakhjarli. Þeir Gunnar og Þórir báru þetta undir félaga sína og fljótlega varð niðurstaðan sú að halda harmonikumót, með svipuðum brag og Þingeyingar og Eyfirðingar, en á þessum tímapunkti voru þrjú ár síðan Breiðumýrarmótin hófust. Húnaver átti langa sögu dansleikja og héraðsmóta og niðurstaðan varð sú að halda þar harmonikumót um Jónsmessuna 1998. A þessum upphafsárum Húnaversmótanna voru þau í forsvari fyrir Húnvetninga Þórir Jóhannsson og Ingibjörg Kristjánsdóttir kona hans, en atkvæðamikil voru einnig hjónin Alda Friðgeirsdóttir og Sigurður Pálsson. Af hálfu Skagfirðinga mæddi mest á formannshjónunum Gunnari Ágústssyni og Steinunni Hallsdóttur. Auk þeirra Iögðu hönd á plóg hjónin Kristján Þór Hansen gjaldkeri félagsins og Sigurbjörg Egilsdóttir. Þá voru grill fyrir þá sem það vildu um kvöldið, sem var nýnæmi. Kvenfélag Bólstaðarhlíðarhrepps seldi kaffi og með því á laugardeginum. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi gengið svangur frá því borði. Harmonikuleikarar úr félögunum tveimur skiptust á um að halda uppi fjöri svo ekki hallaðist á. Úti fyrir skemmti fólk sér hið besta, enda bauð veðrið upp á slíkt, þar sem veðursæld er einstök í Húnaveri. Samstarfi félaganna lauk árið 2011, en þá héldu félögin mótið sameiginlega í síðasta skipti. Skagfirðingar héldu áfram í Húnaveri til 2014, þegar þeir fluttu hátíðina austur yfir Vatnsskarð, að Steinsstöðum í Lýtingsstaðahreppi. Það er ekki langt á milli Dala og Hrútafjarðar og Laxárdalsheiðin er fljótfarin þegar góðir grannar búa fyrir handan. Samstarf Húnvetninga og Dalamanna átti sér nokkra sögu, en félögin höfðu haldið dansleiki og sameiginlega afmælishátíð í lok síðustu aldar. Árið 2009 héldu félögin harmonikuhátíð í félagsheimilinu Ásbyrgi á Laugarbakka, en ekki varð framhald á því strax. Þau tóku svo upp þráðinn að nýju árið 2012 og héldu harmonikuhátíð í Ásbyrgi. Það var eiginlega fyrir frumkvæði þáverandi formanns Nikkólínu Ásgerðar Jónsdóttur. Stjórnir félaganna hittust og ákváðu að láta slag standa. Það voru auk Ásgerðar, Melkorka Benediktsdóttir og Hafliði Olafsson frá Nikkólínu og Sólveig Inga Friðriksdóttir, Ingibjörg Kristjánsdóttir og Heiðar Kristjánsson af þessu tagi. Kvennablómi félaganna hefur séð um kaffiveitingar, veglegt hlaðborð þar sem hnallþórur eru í aðalhlutverki, gegn vægu gjaldi. Þær formenn Melkorka og Sólveig Inga stjórna svo undirbúningi og framkvæmd móta af alkunnum myndarskap og reisn. Á Selfoss var hugmyndaríkur náungi í forsvari fyrir harmonikufélagi. Þetta var Ólafur Th. Ólafsson myndlistarkennari og lífskúnstner með meiru. Árið 1995 fékk hann með sér í lið Þórð Þorsteinsson rafvirkja og harmonikuleikara á Selfossi. Þeir stefndu fólki á fallegan stað, Álfaskeið í Hrunamannahreppi til að stilla saman strengi og skemmta sér eina helgi eða svo. Aðsókn varð aldrei mikil að Álfaskeiði, en slæðingur frá Suðurlandi og Reykjavík. Aðstaða þar var sambærileg við Þrastaskóg og Galtalæk. Aðeins salerni en ekki í önnur hús að venda. Síðast var harmonikumót í Álfaskeiði 1999, en það rigndi eldi og brennisteini á Suðurlandi þá helgi. Selfyssingar voru þó ekki af baki dottnir, því stuttu síðar hófu þeir samstarf við Harmo- nikufélag Reykjavíkur og Snæbjörn Magnússon vert í Laugarási og voru þeir þar um verslunar- mannahelgarnar 2004 og 2005. Árin 2010 - 2012 héldu þeir svo mót með HR að Brúarlundi í Landssveit. Ekki fór mikið fyrir þessum mótum enda lítið auglýst. Áður en að því kom var Óli Th. að mestu hættur afskiptum af félaginu, en Þórður Þorsteinsson tekinn við skipulagningunni. Einnig voru Guðmundur Hljómsveit Húnvetninga undir stjórn Þóris Jóhannssonar áriS 2000 Bragi HltSberg, Einar GuSmunds og Grettir Björnsson í Húnaveri 2003. Bragi og Einar höjSu nikkuskipti handtök Elínar Jóhannesdóttur ritara drjúg, en hún lék einnig á dansleikjunum í Húnaveri árum saman. Kristín Snorradóttir kom einnig við sögu. Síðar bættust í hjónin í Miðhúsum, Jón St. Gíslason og Sigríður Garðarsdóttir og Ragnheiður Guðmundsdóttir á Marbæli. Sumarið 1998 varð skyndilega vart við mikinn áhuga fyrir harmonikumótum. Svo mikið lá á, að þrjú mót voru auglýst um Jónsmessuna þetta sumar. Harmonikufélag Vestfjarða stóð fyrir móti á Núpi í Dýrafirði og Vestlendingar héldu sitt mót við Þverárrétt í Borgarfirði, auk Húnaversmótsins. Mótin í Húnaveri nutu strax vinsælda sem jukust með árunum. Strax í upphafi var dagskráin með sama sniði og varð síðan öll árin sem mótið var haldið. Tónleikar og gamanmál á laugardeginum, sameiginlegt 8 frá Húnvetningum. Margir fleiri hafa komið að málum. Má þar nefna Kolbein Erlendsson, eiginmann Sólveigar, Kristínu Jónsdóttur ekkju Heiðars, Kristófer og Önnu á Blönduósi, Ingibjörgu eiginkonu Hafliða, Sigrúnu Halldórsdóttur og Vilhjálm Bragason. Sú hátíð, sem hefur verið árviss viðburður síðan, er með mjög svipuðu sniði og hátíðin í Húnaveri, dansleikur á föstudagskvöld, skemmtun með tónleikum, fróðleik og gamansemi á laugar- deginum, sem lýkur svo með dansleik og happadrætti um kvöldið. Stórsveit Nikkólínu með Halldór Þ. Þórðarson í fararbroddi hefur frá upphafi leikið fyrir dansi á föstudagsballinu, en hljómsveit Sveins Sigurjónssonar hefur oftast séð um laugardagsballið. Samkomuhúsið í Ásbyrgi er sérstaklega notalegt fyrir samkomur Theodórsson og Ingveldur kona hans komin að félaginu. Þá var Sigurður Guðjónsson ásamt Sæunni, iðinn að hjálpa til við mótin á Brúarlandi. Harmonikufélag Selfoss hélt síðan mót í Básnum í Ölfusi 2013-2015. Samkomu- húsið í Básnum er hið skemmtilegasta hús, en þar var áður fjós og hlaða. Þessu var mjög haganlega breytt og mjög þægilegt þar sem dansarar mæta. Eftir 2015 hafa þeir verið að Borg í Grímsnesi. Á Egilsstöðum höfðu nokkrir áhugasamir harmonikuleikarar stofnað Harmonikufélag Héraðsbúa árið 1984. Þeir höfðu afrekað ýmislegt, þar með haldið landsmót árið 1993, sem tókst með miklum ágætum. Auk þess höfðu þeir efnt til dægurlagasamkeppni oftar en einu sinni. Þeir sáu að það vantaði harmonikumót

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.