Harmonikublaðið - 15.05.2021, Side 6

Harmonikublaðið - 15.05.2021, Side 6
Vorpistill ur Dölum Spilað íhandverkshúsi Bolla í Búðardald sumardaginn jýrsta. F.v. Kristinn Valdimarsson á bassa, á harmoniku Eggert Antonsson, Sigrún Halldórsdóttir, Halldór Þ. Þórðarson, Guðbjartur A. Björgvinsson, Jóhann Ellsson, á tamborinu Rikarður Jóhannsson og ágítar Melkorka Benediktsdóttir formaður Starf Nikkólínu undanfarið ár hefur eins og hjá flestum mótast mjög af covid pestinni alræmdu. Það náðist að æfa jólalögin smávegis, en vegna samkomutakmarkana var minna spilað en ætlað var, þó spiluðu nokkrir félagar á aðventuhátíð hjúkrunarheimilisins á Fellsenda. Til að láta nú jólalögin heyrast aðeins þá hittust Halldór Þ. Þórðarson, Jón Benediktsson og Kristján Ingi Arnarsson í tónlistarskólanum, renndu í gegnum nokkrar jólalagasyrpur og skelltu í upptöku. Efnið var svo sett á YouTube og Dalavefinn. Flott hjá þeim! Við náðum nokkrum samæfingum í vetur í lok þorra þar sem var æft fyrir komandi landsmót og svo var auðvitað spilað mikið, mikið meira en það því það var svo gaman að hittast loksins. Eftir það má segja að illa hafi viðrað til samæfinga vegna samkomutak- markana. En það er nú hvort eð er búið að fresta landsmótinu til 2022 svo enn er tími til stefnu. Harmonikuhátíð Nikkólínu og HUH sem átti að halda á Laugarbakka í sumar hefur verið frestað um eitt ár enn vegna þessara „fordæma- lausu“ aðstæðna í samfélaginu. Nú stefnum við ótrauð að harmonikuhátíðinni á Laugar- bakka í júní 2022. Vonandi mæta þar sem flestir vinir og félagar, þetta hefur alltaf verið alveg frábær skemmtun. Hins vegar stefna félögin enn að því að halda aðalfúnd SÍHU í Hótel Laugarbakka í Miðfirði í byrjun september nk. Þá ætti nú að vera komið hjarðónæmi fyrir covid á Islandi! En þrátt fyrir allt þetta ástand þá hittust Nikkólínufélagar til æfinga fyrir sumardaginn fyrsta. Planið var að spila á dvalarheimilinu Silfurtúni eins og venjulega, en þar eins og á öðrum stofnunum fyrir eldri borgara hefur verið algjört heimsóknarbann og því varð ekki af heimsókn í þetta sinn. Handverkshópurinn Bolli var hins vegar að opna söluaðstöðuna sína aftur eftir algjöra endurnýjun og þar var spilað í dágóða stund við góðar undirtektir og fyllstu sóttvarna gætt. Harmonikan er gleðigjafi hvar sem hún hljómar og áheyrendur nutu stundarinnar vel og skoðuðu vöruúrvalið hjá Bolla á meðan. Gott væri nú að fá aðeins blíðara vorveður með kannske smárekju, þannig að gróður tæki við sér og íkveikjuhætta í skraufþurrum skógum og sinu liði hjá. Að lokum bestu kveðjur úr Dölum, með von um bjarta tíð með blóm í haga. SBH Tíðindalítið 2020-2021 hjá FHUR Það er náttúrulega tíðindalídð af harmoniku- miðum á þessum kóróna tímum. Við fengum forsmekkinn í fyrravor og fljótlega aflýstum við dansleikjum og landsmóti. Stefnt var að því að halda sumarmótið að Borg um verslun- armannahelgina en allt kom fyrir ekki og tilkynning kom í hádegisfréttum á föstudag að nýjar fjöldatakmarkanir tækju gildi. Með þær upplýsingar ákváðu stjórn og skemmti- nefnd að aflýsa mótinu líkt og áður hefur komið fram. Bjartsýni ríkti í haust með komandi vetur og við héldum stjórnarfund um vetrarstarfið og landsmótshugmyndir. Beðið var átekta með ákvarðarnir vegna dansleikjahalds. Hljómsveitaræfingar hófúst 30. september en svo voru reglur hertar og aðeins 10 manns máttu koma saman og ákveðnar reglur giltu einnig um æfingasalinn. Þannig að æfingar urðu ekki fleiri fyrir áramót og aðeins hægt að hvetja fólk til að æfa sig 6 heima. Hljómsveitaræfingar hófust aftur í lok janúar þegar 20 manns máttu koma saman og við náðum æfingum fram í mars þangað til næstu fjöldatakmarkanir voru birtar og æfðum líka í lok apríl. Hljómsveitin fer í heimsókn á Sólheima í Grímsnesi á uppstigningardag þann 13. maí og spilar frá klukkan 14:00-16:00, þar með lýkur þessum skrítna kórónu- vetri. Aðalfundur félagsins með hefðbundinni dagskrá verður haldinn klukkan átta þann 25. maí í sal Þjóðdansafélags Reykjavíkur. Sumarmótið að Borg er á dagskrá að öllu óbreyttu. Landsmótinu frestað um ár í viðbót Stjórnin hélt fund 19. apríl ásamt Pétri Bjarnasyni fulltrúa frá Sambandi íslenskra harmonikuunnenda vegna fyrirhugaðs landsmóts. Skiptar skoðanir voru um mótið á fundinum. En ákvarðanatöku var frestað í bili. Friðjón tók að sér að hringja í formenn harmonikufélaganna og athuga með þátttöku á landsmóti. Þar kom í ljós að sennilega myndu þrjú félög vera tilbúin með efni fyrir tónleika og þar með var draumurinn búinn um landsmót ársins 2021. Landsmótsstjórn og SÍHU hefur þegar sent út tilkynningu og er hún ítrekuð hér með. Búið er að hafa samband við alla hlutaðeigandi vegna frestunar landsmóts, eins og Jakob bæjarstjóra, íþróttahús og fleiri og sem betur fer er allt þetta fólk mjög skilningsríkt. Landsmótinu er frestað um ár eða til 30. júní á næsta ári 2022 og „allt erþegarþrennt er“. Nú söfnum við kröftum og mætum galvösk í undirbúning næsta vetur. Bestu óskir um gott og gleðilegt harmoniku- sumar! Elísabet H Einarsdóttir formaður FHUR

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.