Harmonikublaðið - 15.05.2021, Síða 8
Fróðleiksmolar um harmonikuna
Forfeður harmonikunnar
Harmonikan á uppruna sinn að rekja til Kína
til forna þar sem finna má fornt kínverskt
hljóðfæri kallað Sheng sem er frá því 2000-
3000 árum fyrir Krist. Trémunnstykki var fest
í grasker og blásið í það, við graskerið voru
svo festar mislangar bambuspípur sem
mynduðu hljóð hljóðfærisins þar sem fjaðrir
voru festar neðan í hverja pípu. Það eru þessar
fjaðrir sem gera harmonikuna að afkomanda
Sheng. I dag er í stað graskersins skorinn
belgur út í tré. Menn héldu áfram að þróa
hljóðfæri í heimssögunni og mögulega voru
það evrópskir kaupmenn sem komu með þessi
kínversku munnorgel með sér í verslunarferðum
sínum um leið og þeir sigldu með silki, te og
postulín.
Seinnipart 18. aldar fóru menn að nýta
tónfjaðrirnar í önnur hljóðfæri eins og orgel
og prófa sig áfram með möguleika þeirra. Með
komu orgelhljóðfæra í hinni ýmsu mynd fór
að styttast í að harmonikan liti dagsins ljós.
Hljóðfæri sem kallað var Portative var lítið
ferðaorgel þar sem hljóðfæraleikarinn lék á
hljómborð með annarri hendinni en stýrði
belg með þeirri vinstri. Þriðji forfaðir
harmonikunnar var síðan hljóðfæri sem kallast
Regal og var stærri útgáfa af Portative.
Fyrsta harmonikan lítur dagins ljós
Þjóðverjinn Christian Friedrich Buschmann
var síðan frumkvöðullinn sem smíðaði fyrstu
harmonikuna árið 1822 og kallaði hana
Handaoline. Handaoline var einfalt hljóðfæri
með engum bassa, var díatónískt, hafði belg
og hnappa fyrir hægri hönd. Var það síðan
Austurríkismaður að nafni Cyrillus Damian
sem útfærði Handaoline og bætti við bassa
fyrir vinstri hendi. Hann kallaði þetta hljóðfæri
sitt Accordion. Fimmtán árum síðar
betrumbætti hann hönnun sína ásamt sonum
sínum, bætti við hjálparröð fyrir hægri hendi
og krómatískri bassaröð í þeirri vinstri.
Aðrir hljóðfærasmiðir þróuðu hljóðfærið
áfram eftir Accordion Damians og voru allar
harmonikur á þessum tíma díatóniskar, þ.e.
ekki var sami tónninn sem heyrðist eftir því
hvort belgurinn var dreginn út eða inn. Áfram
þróaðist þó hljóðfærið og brátt komu fram
krómatískar harmonikur þar sem sami tónn
heyrist hvort sem belgur er dreginn út eða inn,
en þær voru allar bundnar við ákveðinn
tónstiga. I kringum 1850 kom fyrsta
krómatíska harmonikan fram á sjónarsviðið í
Vín, 48 hnappa með 8 nótur í grunnbassa og
tveimur hljómum. Um svipað leyti kemur
fyrsta píanóharmonikan fram í París og var
hönnuð af Philippe-Joseph Bouton,
píanóborðið náði yfir þrjár áttundir en hafði
engan bassa og var hægt að draga belginn
annað hvort með vinstri hendi eða með pedal.
Fleiri lögðu hönd á plóg við þróun hljóðfærisins
og voru margar mismunandi gerðir notaðar
8
Greinarhöfundur erformaður Félags harmonikuunnenda
við Eyjaförð.
víða um Evrópu og í byrjun 20. aldar var
komið fram hljóðfæri sem hægt var að leika á
í öllum tóntegundum. Fyrir aldamódn 1900
kom tónbassi til sögunnar þar sem hægt var
að leika laglínu með vinstri hendi til jafns við
þá hægri. Við það jukust möguleikar
hljóðfærisins til muna og varð hljóðfærið þá
viðurkennt sem klassískt hljóðfæri í
tónlistarháskólum heimsins. Með tíð og tíma
varð smíði harmonikunnar nákvæmari,
tæknilegri og flóknari að gerð um leið og
tónsviðið jókst. Við það jókst hróður
harmonikunnar og varð hljóðfærið fljótt
útbreitt og vinsælt á meðal almennings.
Þekktir framleiðendur Iíta dagsins ljós
Fyrirtæki fóru að spretta upp sem sérhæfðu
sig í smíði harmonikunnar, þar á meðal
Hohner sem var stofnað árið 1857 og Soprani
í Castelfidardo á Italíu 1872. Sagan segir að
Hohner hafi ekki verið sérstakur hljóðfæra-
leikari en afbragðs kaupsýslumaður og sló
fljótlega keppinautum sínum við þegar hann
byrjaði að flytja harmonikur til Bandarfkjanna.
Fljótlega varð Italía þó vagga harmoniku-
menningarinnar og Castelfidardo miðstöð
harmonikusmiða þar sem hvert merkið á fætur
öðru fæddist. A síðari hluta 19. aldar var farið
að fjöldaframleiða harmonikur í verksmiðjum
og var Þýskaland þar fyrst fram á völlinn í
þeim efnum. Við það varð hljóðfærið ódýrara
og aðgengilegra fyrir almenning sem loks hafði
tök á að eignast hljóðfæri sem, ólíkt mörgum
öðrum, var tiltölulega auðvelt að finna út
hvernig virkaði. Aðeins þurfti einfalda laglínu
með nokkrum hljómum til að verða
frambærilegur harmonikuleikari, fyrir utan
hæfileikann til að læra lög og halda takti.
Hljóðfærið þurfti ekki að stilla og var alltaf
reiðubúið til notkunar. Á sama tíma voru nýir
dansar að ryðja sér til rúms meðal almennings,
eins og polki, ræll, skottís, marsurka og vals.
Hentaði harmonikan prýðilega til undirleiks
þar sem hún hljómaði eins og heil hljómsveit
Nútímaútgáfa afSheng
ein og sér, því ekki voru magnarar komnir til
sögunnar á þessum tíma.
Harmonikan nemur land
Talið er að harmonikur hafi fyrst komið til
íslands með frönskum sjómönnum upp úr
1840 sem komu til að vinna við hvalstöðvar
víða um land. Þetta voru einfaldar og tvöfaldar
harmonikur, en fljótlega uppúr aldamótum
Portative
fara krómatískar harmonikur að bætast í
hópinn. íslendingar voru lítið farnir að semja
eigin dægurlög á þessum tíma og voru því flest
lögin komin frá farandverkamönnum sem
komu hingað til lands að vinna við hval- eða
síldveiðar.
Fljótlega voru góðir harmonikuleikarar
eftirsóttir og má víða finna sögur af mönnum
ferðast með hljóðfærin yfir heiðar á hestum,
gangandi með nikkuna, sumir jafnvel með
hana í kartöflupoka á bakinu og f öllum