Harmonikublaðið - 15.05.2021, Síða 11
Hljómsveit stjórnar SIHU í Arbliki. Ljósmynd: Siggi Harðar
Dansinn stiginn t Arbliki.Ljósmynd: Siggi Haröar
með tónleikunum. Ekki urðu þessi mót fleiri,
en þetta mót tókst ljómandi vel.
Þegar harmonikumóti „Harmonikunnar“ í
Þrastaskógi lauk árið 1997 myndaðist
einskonar tómarúm í harmonikumótum
sunnan heiða, en þeir sem stóðu að mótunum
í Þrastaskógi voru félagar í Félagi
harmonikuunnenda í Reykjavík og drjúgur
hluti mótsgestanna úr því félagi. Tveimur
árum síðar bauð fyrrverandi fisksali í
Reykjavík, Snæbjörn Magnússon, til
harmonikumóts, en hann ásamt Hlíf
Magnúsdóttur vann að því að koma upp
aðstöðu í og við aflagt sláturhús í Laugarási í
2010. Þar kom margt góðra gesta víðsvegar
að og var oft fjölmennt. Þarna voru í forsvari
auk Gunnars Kvarans formanns, Friðjón
Hallgrímsson, en með honum lengi vel
Valmundur Ingi Pálsson. Auk þeirra stóðu
vaktina Elísabet Einarsdóttir, Harpa
Ágústsdóttir, Einar Olafsson og Hreinn
Vilhjálmsson sem var ómissandi við
uppsetningu á hljómflutningstækjum í góðu
samstarfi við Helga Kristjánsson gítarleikara.
Síðar meir komu að mótunum Sigurður
Harðarson, Páll Elíasson, Steinþóra
Ágústsdóttir, Haukur Ingibergsson, Erlingur
Helgason, Ingimundur Arnason, Kristinn
Hávard Svendsrud. Það var svo um haustið
2010 að staðarhaldarar ákváðu að breyta
samkomuhúsinu í kynningarmiðstöð fyrir
starfsemi Landsvirkjunar í Þjórsá, en
byggðakjarninn í Árnesi stendur má segja á
bökkum árinnar.
Eftir langa leit, þar sem skoðaðir voru staðir
eins og Þjórsárver og Laugaland í Holtum,
fóru harmonikuunnendur að Varmalandi í
Borgarfirði og voru þar næstu sex árin.
Iþróttahúsið á Varmalandi hafði áður hýst
harmonikuunnendur, en það var einmitt
nýrisið þegar annað landsmót SIHU var haldið
þar árið 1984 og hafði þá aldrei annar eins
A sólarströnd í Iðufelli 2000. Ljósmynd: Siggi Harðar
Elsti ogyngsti harmonikuleikarinn á Núpi, Kristinn Ólafison 85 ára ogHelga Kristbjörg Guðmundsdóttir 10
ára. Ljósmynd: Hilmar Hjartarson
Biskupstungum. Strax um verslunarmanna-
helgina 1999 var dágóður hópur mættur í
miklu blíðuveðri. Þarna undu harmoniku-
unnendur sér til 2003 og var aðsókn oft mjög
góð og mikil stemming. Þar kom þó að Félag
harmonikunnenda í Reykjavík ákvað eftir
langa umhugsun að halda sitt eigið mót í
Arnesi í Gnúpverjahreppi. Þetta var að áeggjan
formanns félagsins Gunnars Kvaran, sem
fannst að elsta félagið ætti að standa að eigin
móti. Þar var fyrsta flokks samkomuhús með
alveg viðunandi aðstæður fyrir hjólhýsi. Þar
fóru fram fjölmenn mót á árunum 2004 til
Gíslason, Guðrún Erla Aðalsteinsdóttur, Gyða
Guðmundsdóttir og Þórður Oskarsson. Ekki
má gleyma þætti fyrrverandi mótshaldara í
Þrastaskógi, Hilmars Hjartarsonar, en hann
átti gott með að ná sambandi við erlenda
harmonikusnillinga á Norðurlöndunum.
Snemma var sú stefna stjórnar FHUR að hafa
stórtónleika á mótum félagsins og hafa margir
innlendir og erlendir snillingar komið fram á
mótum þeirra. Meðal stórra nafna sem héldu
tónleika i Árnesi má nefna Braga Hlíðberg,
Reyni Jónasson, Gretti Björnsson, Svíann Lars
Ek og Norðmennina Ottar Johannsson og
fjöldi sótt dansleik á þeim slóðum. Þetta var
haft eftir húsverðinum góða Guðmundi
Finnssyni, sem var nýráðinn til hússins 1984.
Þegar þarna var komið var almenn góð aðsókn
á tjaldsvæðið á Varmalandi og þegar stór hópur
harmonikuunnenda bættist nú við, varð strax
mjög fjölmennt á skemmtunum sem þar voru
haldnar. Var oft mjög þétt setinn bekkurinn,
þó húsið rúmaði vel yfir þrjú hundruð manns.
Að Varmalandi héldu margir góðir gestir
tónleika. Má þar nefna harmonikukvartett
Reykjavíkur, undir stjórn Guðmundar
Samúelssonar. Danina Mogens Bækgárd,
11