Stúdentablað Siglufjarðar - 01.12.1942, Blaðsíða 3

Stúdentablað Siglufjarðar - 01.12.1942, Blaðsíða 3
STUD SIGL 1. DESEMBCR 1 942. Guðmundur T. Hall^rímsson, fyrverandi héraðslæknir í Siglufirði. !N MEMORIAM Hinn 20. marz s.l. lézt Guðmund- ur T. Hallgrímsson, fyrv. héraðs- læknir, í Reykjavík eftir mjög langvinna vanheilsu. Guðmundur læknir var Tómas- son, Hallgrímssonar læknaskóla- kennara, en hann skrifaði sig æv- inlega Guðmund T. Hallgrímsson. Annars er ætt hans svo vel kunn hér í Siglufirði, að ég tel óþarft að rekja hana nánar, auk þess var það gjört í blöðum, bæði hér og í Reykjavík, skömmu eftir andlát hans. Guðmundur T. Hallgrímsson var einn af stofnendum Stúdenta- félags Siglufjarðar og þessvegna ætla ég fyrir hönd okkar siglfirzku stúdentanna, að minnast hans með fáum orðum, eins og hann kom mér fyrir sjónir, bæði sem ungur stúdent og eldri. Fyrst man ég eftir Guðmundi lækni, er hann var í læknaskólan- um í Reykjavík. Þótti mér hann þá gjörfilegur maður með afbrigð- um. Ennþá betur man ég eftir honum um þær mundir, er hann varð kandídat. Þótti mér það mik- ið augnagaman, að mæta honum og unnustu hans, Camillu Jensen, á götum Reykjavíkur. Bæði voru þau hin fyrirmannlegustu og Guð- mundur svo, að á þeim árum þótt- Guðmundur T. Hallgrímsson. ist ég, strákurinn, engan glæsilegri íslending augum litið hafa nema Hannes Hafstein ráðherra, enda var hann allur meiri að vallarsýn og ennþá andlitsfríðari, þótt Guð- mundur læknir væri stórfríður. Man ég, að þá lá mér við að öf- unda Guðmund lækni af hans höfðinglega limaburði og öllu ytra útliti. Á þessum árum kynntist ég honum eigi persónulega og svo hvarf hann úr Reykjavík, til fram- haldsnáms erlendis, síðan til lækn- isþjónustu í ýmsum héruðum hér á landi og síðast hér í Siglufirði frá 1911—’34, en ég dvaldi áfram í Reykjavík. Árið 1916—'17 þjónaði ég Siglu- fjarðarhérað fýrir Guðmund heit- inn lækni um nokkurra mánaða skeið, meðan hann var í siglingum erlendis. Þá var ég nýbakaður kandídat og þá gekk ég úr skugga um, að hann var eigi aðeins glæsi- legur á velli, heldur bjó hann yfir mjög miklum og margvíslegum andlegum hæfileikum, sem ég hreint og beint öfundaði hann af. Mér er minnisstætt, hve vel og notalega mér leið stundum, er ég sat á tali við hann, ásamt fleiri mönnum. Það, sem þá einkum vakti athygli mína og aðdáun á Guðmundi lækni, voru hin marg- breytilegu svipbrigði, hinn karl- mannlegi málrómur og hið óvenju fagra mál, er hann talaði. Ég varð þess áskynja, að maðurinn var stórgáfaður og stálminnugur á tölur, ljóð og óbundið mál, því að stundum hafði hann það til, að vitna í ákveðnar blaðsíður í bók- um, máli sínu til stuðnings og reyndist það rétt vera. Guðmund- ur læknir hafði gott vit á skáld- skap og var hagmæltur vel, þótt eigi iðkaði hann þá list neitt að ráði. Svo var Guðmundur ættfróð- ur, að oft kom hann séra Bjama

x

Stúdentablað Siglufjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablað Siglufjarðar
https://timarit.is/publication/1802

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.