Stúdentablað Siglufjarðar - 01.12.1942, Blaðsíða 11

Stúdentablað Siglufjarðar - 01.12.1942, Blaðsíða 11
STÚDENTABLAÐ 9 að gefa nokkra hugmynd um þetta sjúklega ástand. Það fer nú e. t. v. ekki hjá því að okkur finnist þetta hálfkátbros- legt, er við minnumst mannsins, sem ekki þoldi lykt af nautpeningi, eða kvennanna, sem ekki þoldu silki eða naglalakk. Engu að síður er þetta ugglaust mjög hvimleitt þeim, sem því eru haldnir og oft og tíðum getur það orðið svo alvarlegt, að úr því verði alvarlegur, langvinnur sjúkdómur, sem hindrar viðkomandi í störfum hans. Þessu til skýringar skal ég til- færa eina sjúkdómssögu. Tannlæknir einn, 35 ára að aldri, kom fyrst til læknis í febr. ’26 með húðútbrot á báðum höndum, að- allega þó á fingrunum. IJtbrot þessi hafði hann haft í 6 ár. Þau skánuðu við og við, en versnuðu alltaf aftur ef hann not- aði deyfilyfin novocain og butesin við tanndrátt og tannfyllingu. Hann vissi, að hann hafði of- næmi gagnvart lyf jum þessum, en treysti sér ekki til að sinna starfi sínu fullnægjandi, nema því aðeins, að hann mætti nota þau. Að vísu reyndi hann að tak- marka notkun þessara lyfja við það allra nauðsynlegasta og með því að nota græðandi smyrsl og gúmmíhanzka, tókst honum að halda útbrotunum í skefjum. Næst kom hann til læknis í nóv. ’28. Auk útbrotanna á höndunum, hafði hann nú fengið útbrot á efri vör og á nefið. Þetta batnaði við það, að hann tók sér um tíma frí frá störfum og notaði græðandi :smyrsl. í jan. ’30 kom hann enn. Hann hafði verið all-góður um tíma, en nú kom hann með mikla bólgu og útbrot í andliti og augnalokum, auk útbrotanna á höndum. I þetta sinn var deyfilyfjunum ekki um að kenna. Hann hafði kvöldið áður verið að leika sér við yngsta son sinn að máluðum ten- ingum, og við rannsókn kom í ljós, að hann hafði ofnæmi gagnvart þessari málningu (para-nitranitin) I þessu átti hann í mánaðartíma, og var allan þann tíma óvinnufær. Næst kom hann í október ’31 nærri tveim árum seinna. Voru þá hendurnar mjög illa farnar, en þetta batnaði þó undan græðandi smyrslum og hvíld. Nú var hann allgóður þar til í febr. ’34. Þá lá hann rúmfastur, úttútnaður í andliti af heiftarlegri bólgu og útbrotum og einnig voru nokkur útbrot á handleggjunum. I þetta sinn var um að kenna fiski, sem hann hafði borðað kvöld ið áður, enda hafði hann tekið eftir því tvö síðasl. ár, áð mataræði hafði mjög mikil áhrif á húðsjúk- dóm hans. Eftir nokkurra vikna dvöl á spítala og tveggja mán. frí frá störfum þar á eftir, batnaði hon- um allsæmilega og var hann nú all- góður í þrjú ár. S jóstakkar Sjóstígvél, 1/1 há Sjóhattar Sjófatapokar Vinnuhanzkar, gulir Olíukápur, svartar og gular nýkomið. Verzlun SIG. FANNDAL Jóiaöjaíir Jólagjafir lianda dömum í mikln úrvali. Hattaverzlun G. RÖGNVALDS í jan. ’37 fékk hann enn slæmt kast; bólgnaði í andliti og á hönd- um og handleggjum. I þetta sinn var hann ofnæmur fyrir pelskápum kvennanna, sem komu til tannaðgerða. Sjúkrasaga þessi nær svo ekki lengra. Hún segir okkur rauna- sögu manns, sem upprunalega hafði ofnæmi gagnvart deyfilyfj- um, en var svo síðar ofnæmur fyrir loðskinnum, málningu og ýmsum fæðutegundum, og ef hann er ekki þegar kominn undir græna torfu, þá megum við vera viss um, að hann er enn þann dag í dag að berjast við þetta sjúklega ástand sitt. Sennilegt er, að píslarsaga tann læknisins hefði brátt tekið enda, hefði hann strax 1 upphafi, er hann varð þess var, að hann þoldi ekki deyfilyf, hætt að stunda tann- lækningar. Hann valdi nú samt þann kost- inn að glíma við þann draug svo að segja æfilangt. Oft sér maður þó dæmi þess, að menn verða að breyta um atvinnu vegna ofnæmis og kemur það sér- staklega fyrir í ýmsum iðnaði. Sem dæmi um slík efni má nefna krómsýru, sement, ýmsa málma, liti, gúmmí, málningavörur o. m. fl Auk þess sem þetta veldur mönn um þeim, sem fyrir því verða mik- illa óþæginda og atvinnutaps, hefur það einnig töluverð útgjöld fyrir viðkomandi verksmiðjur. Reynt hefur því verið að rann- saka hverjir væru helzt líklegir til ofnæmis, og verksmiðjurnar þá sótzt eftir því að ráða þá menn, sem líklegastir þættu til að þola vinnuna. Um þetta má yfirleitt segja, að ungir menn eru næmari en gamlir og sömuleiðis þeir, sem hafa þunna húð og fíngerða. Mjög áberandi er það, hversu húð negranna er miklu sterkari, hvað þetta snertir, en húð hvítra manna. Sælast því sumir verksmiðju- i

x

Stúdentablað Siglufjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablað Siglufjarðar
https://timarit.is/publication/1802

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.