Stúdentablað Siglufjarðar - 01.12.1942, Blaðsíða 12

Stúdentablað Siglufjarðar - 01.12.1942, Blaðsíða 12
10 STÚDENTABLAÐ Kappróðurinn milli háskól- anna t Oxford og Cambridge 1931. Enskir háskólar eru kunnir um allan heim fyrir hið fjölbreytta íþróttalíf, sem þar er stundað, og ekki hvað sízt á þetta við um hina fornfrægu háskóla í Oxford og Cambridge, sem verið hafa óska- börn brezku þjóðarinnar um alda- raðir. Þótt flestar íþróttir séu þarna stundaðar, þá á þó róðraríþróttin langmestum vinsældum að fagna, enda eru skilyrði til róðraræfinga ágæt í báðum þessum borgum, þar sem straumlygnar ár renna gegn- um borgirnar og umhverfi allt svo fagurt og aðlaðandi, sem frekast verður á kosið. Hér er því miður ekki hægt, rúmsins vegna, að skýra rækilega frá hinum skemmtilegu róðraræf- ingum og kappróðrum stúdent- anna í Oxford og Cmbridge, þó að það væri fróðlegt, ekki sízt í stú- dentablaði, en hinsvegar mun reynt að segja lítillega frá hinum árlega kappróðri, er fer fram milli háskólanna, en hann þykir hinn mesti viðburður, ekki aðeins í há- skólalífinu, heldur einnig í íþrótta- lífi landsins. Árið 1931 horfði ég á þennan kappróður og styðst því eigendur til þess að ráða til sín sem mest af negrum. Eg ætla nú að slá botn í þetta stutta erindi, og hefur það verið ritað meir sem góðlátlegt rabb, en sem fræðileg ritsmíð. Eg vona nú samt, að þið sem þetta lesið, þykist, að lestrinum loknum, nokkru fróðari um einn af þeim mörgu leyndardómum, sem læknavísindin eiga við að glíma. Ó. Þ. Þ. í lýsingu minni við endurminning- ar mínar um hann sérstaklega, enda mun lítill munur á þeim frá ári til árs. Kappróðurinn fer fram á ánni Thames í útjaðri Lundúnaborgar. Vegalengdin, sem róin er eru 4 l/z ensk míla, frá svokallaðri Putney Bridge til Mortlake og rennur áin þar í allstórum boga. Þessir kappróðrar milli háskól- anna eiga sér langa og merkilega sögu. Svo er talið að fyrsti róður- inn hafi farið fram 1829, en fyrstu árin voru þeir ekki haldnir reglu- lega og fór það eftir ýmsum at- vikum. En árið 1856 og upp frá því, hefur þessi róðrarkeppni farið fram árlega, að undanteknum stríðsárunum 1914—1918. Af hálfu háskólanna er mjög til róðr- anna vandað. Enginn kemst í úr- valsliðið, nema hann sé þaulvanur ræðari og hafi skarað fram úr í innbyrðiskeppni háskólanna. Á hvorum báti eru 9 menn, átta róa, en einn stýrir. Þykir mikils um vert, að sá, sem áralaginu stjórn- ar, sé bæði snarpur, þolgóður og laginn ræðari, en stýrimenn skulu vera sem léttastir. Bátarnir eru úr maghoni: langir og rennilegir og hin mestu dvergasmíð og sitja ræðararnir hver fram af öðrum. Ekki þarf að taka það fram, að mikill heiður þykir það meðal stúdentanna, að mega keppa fyrir hönd háskóla síns og eimir lengi eftir af þeim heiðri, þegar út í lífið er komið, sagt er að það hafi dregið mörgum drjúgt, ef þeir hafa síðar viljað komast á þing eða vinna hylli fjöldans á annan hátt. Þegar úrvalsliðið hefur verið valið byrjar það að æfa sig af kappi og stúdentarnir leggja allt nám á hilluna. Standa æfingar þessar yfir 1—2 mánuði eða leng- ur. Eru æfingarnar strangar og gætt hinnar fullkomnustu reglu- semi og hófsemi í hvívetna, og er ekkert til sparað, að úrvalsliðið verði sem bezt undirbúið, því mik- ill heiður þykir það fyrir háskóla þann, sem keppnina vinnur, en þar hefur leikið á ýmsu á liðnum árum. Loks kemur svo hinn mikli dag- ur. Stúdentarnir streyma til Lond- on úr öllum áttum. Árið 1931 var kappróðurinn háður 21. marz, á laugardegi. Skyldi hann hefjast kl. 2l/2 um daginn, en þá var háflæði í Thames, en þar gætir mikils mun- ar flóðs og fjöru. Veður var mjög hagstætt, að vísu nokkur vindur fyrri hluta dags, en er leið að nóni var veður svo stillt, að á betra varð ekki kosið. Snemma morguns tók fólk að streyma niður að ánni, til þess að tryggja sér þar stað á árbökkun- um, sem vel sæist til bátanna. Óx mannfjöldi þessi jafnt og þétt og ekki leið á löngu áður en bakkar Thames voru alþaktir fólki, þá leið, sem róa átti. Flestir báru annað hvort ljós- blá eða dökkblá merki, sem fór eftir því hvorum háskólanna þeir óskuðu sigurs (iitur Oxford dökk- blár, en litur Carnbridge ljósblár). Mannfjöldinn beið þess með ó- þreyju, að kappróðurinn skyldi hef jast, margir höfðu með sér mat og hressingu og fjöldi trúðleikara og loddara fylgdi mannfjöldanum og sýndu listir sínar. Margir höfðu beðið þarna 4—5 klst., þegar róð- urinn loks byrjaði. Áður en bátarnir lögðu af stað vörpuðu þeir hlutkesti um ána, hvoru megin róa skyldi og kom upp hlutur Oxford manna og völdu þeir ána þeim megin er veit að Middlesex. Þykir sá jafnan standa

x

Stúdentablað Siglufjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablað Siglufjarðar
https://timarit.is/publication/1802

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.