Stúdentablað Siglufjarðar - 01.12.1942, Blaðsíða 6

Stúdentablað Siglufjarðar - 01.12.1942, Blaðsíða 6
4 STÚDENTABLAÐ varð hann yfir 2 milljónir hl. og 1949 nam hann rúml. 2x/> milljón hl. Árin 1937 og 1940 eru að vísu Aðalvöxturinn varð á kreppuár- unum síðustu. Á sama tíma og þorskveiðarnar drógust saman, jókst síldveiðin. Á árunum 1926 —1940 mun síldarsöltun hafa aukizt um 100%, en mjöl- og lýs- isframleiðslan um nær 400 %. Með- alverð á saltsíld, mjöli og lýsi hef- ur og hækkað nokkuð síðustu ár- in, svo að síldin hefur því skilað tvöföldum tekjum í þjóðarbúið hjá því sem áður var, í auknum afla og hærra verði á afurðunum. Þessi aukning síldveiðanna varð oss til mikillar blessunar á J ó 1 a- bækurnar kaupa allir hjá HANNESI mikil aflaár, en af þessum tölum má þó glöggt sjá, að vöxturinn er mjög ör í þessari atvinnugrein. kreppuárunum og hefði orðið þröngt í búi hjá oss, ef síldaraf- urðir hefðu ekki orðið jafn miklar til útflutnings og raun varð á. Um 1930 námu útfluttar sildarafurðir rúmlega 10% af öllu útflutnings- verðmæti landsmanna, en á árun- um 1937—1939 (incl.) þriðjungi útfl. Þau árin nam verðmæti út- fluttra síldarafurða um og yfir 20 milljónum króna á ári, en allur út- flutningur áranna 1937 og 1938 var tæpra 60 milljóna króna virði hvort árið, og árið 1939 70 millj. Síðan strðið brauzt út er verð- mæti útfluttra síldarafurðá eðli- lega hlutfallslega minna en áður, en 1940 voru þó fluttar út síldar- afurðir fyrir um 25 millj. króna. Af þessum tölum ætti það að vera ljóst, hvílíkur bústólpi síldin er landsmönnum. Til fróðleiks er hér birt yfirlit er sýnir verðmæti útflutningsins í heild og verðmæti síldarafurð- anna sérstaklega (saltsíldar, mjöls og lýsis). I síðasta dálki er út- reiknað hlutfallið milli verðmætis útfluttra síldarafurða og verðmæt- is alls útflutningsins. Sú tala hef- ur vaxið mjög ört þar til áhrifa styrjaldarinnar fór að gæta. 1930 og 1931 er talan 12.5% og 11.5%, en 1937, 1938 og 1939 er hún orð- in 33.3%, 32.6% og 32.8%. Útflutningur 1930—1940 Ar AUur útfl. Mjöl, lýsi Mjöl , iýs- i ]>ús, kr. og saltsíld is- og fluttútfyr- • saltsíld- ir þús. kr. arútfl. prc, . af öllum útfl. að verðm. 1930 60.096 7.498 12.5 1931 48.009 5.559 11.5 1932 47.785 7.104 14.9 1933 51.833 8.169 15.8 1934 47.854 8.224 17.2 1935 47.772 8.790 18.4 1936 49.642 14.311 28.8 1937 58.988 19.666 33.3 1938 58.607 19.097 32.6 1939 70.536 23.147 32.8 1940 132.908 24.387 18.3 Töl u í rnar um útflutmng inn eru teknar úr skýrslum Hagstofun nar, nema fyrir árið 1940, þæ r ern i úr Ægi. SALTSÍLDIN. Þegar stríðið brauzt út og Nórð- urlönd voru hernumin, lokaðist saltsíldarmarkaður vor að miklu leyti. Söltun mun nú ekki ná 20% af því, sem hún var fyrir stríð. Þó að hún liggi því niðri að veru- legu leyti nú og meðan stríðið stendur, er engin ástæða til að ætla, að hún verði ekki tekin upp aftur að stríðinu loknu. Fram að stríðinu jókst söltunin, saltsíldin varð smásaman betri og jafnari vara, eftirspurnin jókst og verðið hækkaði nokkuð. Það tekur vitan- lega nokkurn tíma að vinna mark- aðina aftur eftir stríðið, en það ætti ekki að verða erfitt, því að gera má ráð fyrir að eftirspum verði mikil á meginlandi álfunnar eftir ódýrri ög hollri fæðu, en salt- síldin hefur einmitt verið þekkt þar sem slík um nokkrar aldir. Þó Síldaraflinn, bræðslusíld og söltun. Ár Sildaraflinn í hl. Bræðslusíld í hl. Söltun alls tn. Bræðslusild 1926 208.073 j>rc. af öllum 1927 597.347 siídaraflan- um 1928 576.352 174.000 1929 566.732 138.000 1930 686.801 534.775 185.809 78 1931 776.077 569.801 211.963 74 1932 710.252 530.710 : 247.269 75 1933 755.244 752.197 219.046 (100) 1934 772.208 686.726 216.760 89 1935 679.000 549.741 133.759 81 1936 1.312.569 1.068.670 249.215 82 1937 2.188.799 2.172.138 210.997 (99) 1938 1.731.963 1.530.416 347.679 89 1939 1.400.199 1.169.830 260.990 84 1940 2.567.000 (áætlað) 2.467.738 89.967 96 Tölurnar um síldaraflann eru teknar úr skýrslum Hagstofunnar, tölurnar um bræðslusíldina og söltunina úr Ægi.

x

Stúdentablað Siglufjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablað Siglufjarðar
https://timarit.is/publication/1802

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.