Stúdentablað Siglufjarðar - 01.12.1942, Blaðsíða 7

Stúdentablað Siglufjarðar - 01.12.1942, Blaðsíða 7
STÚDENTABLAÐ 5 að samkeppnin um markaðina verði oss tæplega hættuleg fyrstu árin eftir stríðið, getur hún vissu- lega orðið það er fram í sækir. Er þá mikils um vert, að vera undir það búinn. Eitt mikilvægasta at- riðið verður þá, að kaupendurnir geti treyst framleiðslu vorri. Þess er skammt að minnast að einmitt í þessu efni varð mjög alvarlegur misbrestur og það á nýjum mark- aði. Það þarf ekki að eyða mörg- um orðum að því, hve slík mistök geta orðið voru litla og fátæka þjóðfélagi dýr. Vér megum vita það, að í framtíðinni verður mjög hert á kröfunum um gæði salt- síldarinnar. Vér megum ekki verða eftirbátar annara þjóða, heldur læra af þeim allt, sem oss má að gagni verða í þessum efnum. Vér verðum helzt að geta boðið betri vöru en keppinautarnir. Á síðustu árum hafa orðið mikl- ar umbætur á framleiðslu saltsíld- ar hér á landi, hefir verið hert á eftirlitinu með framleiðslunni og komið á strangara mati en áður var. Þessar umbætur má mest þakka Síldarútvegsnefnd, sem hefur tekið málið föstum tökum. Er vonandi að haldið verði áfram á þeirri braut, því að enn mun það koma fyrir næstum árlega, að töluvert skemmist af saltsíld og bendir það til, að enn megi bæta framleiðsluna að miklum mun. Til þess að saltsíldarframleiðslan komist á öruggan grundvöll er nauðsynlegt, að komið verði á stofn tilrauna- og rannsóknarstofu fyrir saltsíldarframleiðsluna. Hef- ur áður verið stungið upp á því, að komið yrði upp tilraunastöð í þessum tilgangi, en það mál mun litlar eða engar undirtektir hafa fengið. Verkefnin, sem bíða þessarar stofnunar éru mörg og mikilvæg, svo sem rannsóknir á skemmdufn í saltsíld, t. d. súrmin grænátu og þráa. Af öðrum verkefnum mætti nefna tilraunir með ýmsar verkunaraðferðir, mismunandi tegundir af salti og áhrif ýmissa efna, sem venjulega eru í salti (t. d. kalksambanda). í Skotlandi, þar sem saltsíldar- framleiðslan stendur á mjög háu stigi og í Rússlandi, hafa verið gerðar miklar rannsóknir á salt- síld á síðari árum. Þessar rann- sóknir, sem í Skotlandi fóru fram í Torry Research Station í Aber- deen á vegum Food Invesfigation Board, voru komnar vel áleiðis er stríðið brauzt út og þeim varð að fresta að mestu eða öllu leyti. Þó að ekki væri meira gert, væri það oss að minnsta kosti hollt að kynnast þessum rannsóknum. Það árar að vísu ekki vel fyrir saltsíldarframleiðsluna, en eigi virðist þó ótímabært, að athugað sé, hvort tiltækilegt þætti, að stofna tilrauna- og rannsóknar- stofu þá, sem hér hefir verið minnst á. Á það skal bent, að hing- að kom í fyrra ungur og efnileg- ur fiskiðnfræðingur, sem hefir hlotið menntun sína í Canada. Hann hafði löngun til að starfa hér heima, en hér í landi stríðs- gróðans var ekkert fyrir hann að gera, svo að hann hvarf aftur til Canada, þar sem hann átti vísa atvinnu. Þessi maður hefir öll skilyrði til að veita forstöðu stofn- un, sem þeirri er að ofan greinir. Fiskiðnfræðingar og efnafræð- ingar virðast ekki eiga upp á pall- borðið hjá þeim, sem fara með mál saltsíldarframleiðslunnar, því að 3 þeirra hafa með nokkurra ára millibili sótt um styrki til rann- sókna og náms í þessum efnum til Síldarútvegsnefndar, en án ár- angurs. Er leitt til þess að vita, en vonandi vex skilningur þeirra, sem hér eiga hlut að máli á nauð- syn þess að taka vísindin í þjón- ustu þessarar framleiðslu, sem tví- mælalaust á eftir að verða í enn ríkari mæli en áður var, mikilvæg- ur þáttur í fjárhagsafkomu þjóð- arinnar. Ekki má skiljast svo við salt- síldina, að ekki sé minnst á nið- urlagningu síldar. Um það hefur verið nokkuð rætt, m. a. á s. 1. sumri, að koma á fót verksmiðju til niðursuðu og aðallega niður- lagningu síldar. Því miður er tæp- lega hægt að ætla, að þetta sé kleift fyrst um sinn, úr því sem komið er. Veldur miklu um það, að efni, sem allt veltur á, sem sé blikk í dósirnar, mun verða mjög erfitt og jafnvel ómögulegt að fá. Auk þess er mjög hæpið, að slík verksmiðja gæti borið sig á þess- um tímum. Þessa verksmiðju, átti vitanlega að reisa árið 1940, þegar eftir að Norðurlöndin voru hernumin. En þá virtust menn ekki vera undir slíkt búnir, hvern- ig sem undirbúningurinn kann að vera nú. Mjöl og lýsisfranileiðsla 1939— 1941, samkvæmt skýrslum Lands- banka íslands. Ár 1929 Mjöl tonn 7.394 Lýsi tonn 7.695 1930 9.500 8.100 1931 7.100 7.800 1932 7.800 7.900 1933 10.000 8.200 1934 10.100 8.700 1935 6.700 6.500 1936 14.800 15.200 1937 30.300 30.800 1938 24.000 19.600 1938 24.000 19.600 1939 18.100 16.900 1940 34.670 37.000 1941 17.625 14.435 SÍLDARIÐNAÐURINN. Síldariðnaðurinn er sá iðnaður, sem rekinn er í stærstum stíl hér á landi og eini stóriðnaðurinn, sem um er að ræða. Þessi iðnaður er nú í örum vexti, eins og áður er vikið að. Síðan 1929 — árið áður en fyrsta ríkisverksmiðjan tók til starfa — hafa afköst síldarverk- smiðja í landinu aukizt um 300%. Til þessa iðnaðar fer meginið af öllum síldaraflanum. Frá því árið 1933 hafa yfir 80% af aflanum farið í verksmiðjurnar. Árið 1936 skilaði þessi iðnaður þjóðinni yfir

x

Stúdentablað Siglufjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablað Siglufjarðar
https://timarit.is/publication/1802

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.