Stúdentablað Siglufjarðar - 01.12.1942, Blaðsíða 4

Stúdentablað Siglufjarðar - 01.12.1942, Blaðsíða 4
2 STÚDENTABLAÐ 1. desember 1942. Þorsteinssyni í mát, og var séra Bjarni þó ekkert lamb að leika sér við, á því sviði, svo sem ættar- tölur hans bera með sér. Mála- maður var Guðmundur ágætur og las höfuðskáldrit ýmissa þjóða á frummálinu, en mest yndi hafði hann þó af íslenzkri tungu og var þaulkunnugur öllum fornsögum okkar íslendinga. Var mér það stundum unun, ef deilt var, t. d. um Egilssögu eða Njálu, er Guð- mundur greip bókina og las fyrir okkur umræddan kafla. Þá las hann það svo vel upp, að mér fannst sagan og atburðirnir fá nýtt líf og verða mér miklu ljós- ari, en nokkru sinn fyrr, þótt oft hefði ég heyrt það og lesið. Guð- mundur læknr var vel máli farnn og rökfastur í umræðum, auk þess var hann ágætlega ritfær og er skaði, hve lítið hann iðkaði þá list. Kunnugur maður hefur tjáð mér, að á sínum síðari árum hafi Guð- mundur ritað ýmsar endurminn- ingar sínar og hafi á þeim verið snilldarbragur, hvað mál og stíl snerti. Sami maður hefur tjáð mér, að síðar hafi Guðmundur brennt þetta allt saman og var það illa farið. Margt var það fleira, sem ég dáðist að í fari Guðmundar heit- ins, en tíminn og rúmið leyfir mér eigi að rekja það lengur. Enda ætti það, sem nú hefur sagt verið, að nægja til þess að sýna hvernig hann kom mér fyrir sjónir. Vitan- lega var Guðmundur læknir eigi gallalaus, fremur en aðrir dauð- legir menn, en þeir, sem kynntust honum nokkuð að ráði, gengu allir úr skugga um, að hann var bæði gáfaður og góður drengur. Þess vegna eignaðist hann líka marga vini, bæði hér á landi og erlendis. Guðmundur læknir var heilsu- bilaður mikinn hluta æfi sinnar og naut sín því eigi til læknisstarfa, svo sem menntun og hæfileikar leyfðu. Síðari árin lá hann oft rúm- fastur, og naut þá umönnunar hinnar göfugu konu sinnar, frú Allt frá dögum Gamla sáttmála, er íslendingar glötuðu frelsi sínu vegna erlendra áhrifa og valds, samfara innbyrðis sundrungu, hef- ur þjóðin borið gæfu til þess að eignast menn, sem hafa séð, hver á sínum tíma, að þjóðinni vegnaði bezt, ef hún mátti vera óáreitt af erlendu valdi og áhrifum, er hvorki hafði skilning á þörfum þjóðarinnar, né vilja til þess að líta á það, sem varð þjóðinni til mests hagnaðar og framfara. Þessir menn hafa verið máttar- stólpar þjóðarinnar og lýst henni eins og vitar á tímum þjáninga og hörmunga. Þeir hafa hleypt kjarki í og aukið bjartsýni landsmanna sinna með framkomu sinni gegn erlendu valdi og þröngsýni þeirra, er drottnuðu. Þeir hafa fórnað lífi sínu og starfi fyrir þjóðina, fyrir velferð hennar í nútíð og framtíð. Þeir sáu, sem var, að ef þjóðin ekki fengi tækifæri til þess að rétta sig úr kútnum, slíta af sér hlekkina, mundi hún tortím- ast og ekki verða til sem sérstök þjóð. Sá menningararfur, er þeir skildu okkur eftir, bókmenntir okkar, er einstæður arfur, sem hef- ur verið okkur ómetanleg stoð í Camillu, sem nú býr í Reykjavík. Svo sem fyrr getur, var Guð- mundur læknir einn af stofnend- um Stúdentafélags Siglufjarðar. Hann var að vísu farinn að heilsu þau ár, er hann starfaði í félaginu, og við stúdentarnir nutum því hans miklu og góðu krafta, sem félagsbróður, — en við söknuðum hans samt er hann fluttist héðan burtu árið 1939 og óskum, að minning hans megi lifa sem lengst, bæði hér í Siglufirði og annars staðar. H. Kristinsson. baráttunni fyrir endurheimt frelsis okkar og fullveldis. Um leið og vér minnumst 1. desember, eig- um vér einnig að minnast með þakklæti og lotningu þeirra mörgu óþekktu, er arfleiddu þjóð vora að þessum verðmæta arfi. Án hans hefði baráttan orðið erfiðari og ef til vill gagnslaus. Þá ber og að minnast þeirra, er spornuðu við því, að nokkrum rétti okkar væri afsalað í hendur konungsvaldsins norska og gerðu það að samnings- atriði, að ef konungur, persónan, ekki hið arfgenga konungsvald, ryfi tryggð og samkomulag við ,,oss Islendinga, erum vér lausir allra mála.“ Þetta er hornsteinn- inn að allri okkar frelsisbaráttu og ber að hafa það vel fast í huga. I dag minnumst vér í 25. sinn 1. desember. Höldum hann hátíð- legan með samkomum um land allt. I dag minnumst við þess, er unnizt hefur í baráttu beztu manna vorra í þágu lands og þjóð- ar á liðnum árum, fyrir frelsi og fullveldi þjóðarinnar. Dagurinn í dag á einnig að verða hvöt til okkar um að halda áfram barátt- unni að lokamarkinu, á þeim grundvelli, er þegar hefur verið lagður. En þess verðum vér og að minnast, að vér verðum um það mál að vera óskiptir, hvar sem vér að öðru leyti skipum oss í stjórnmálaflokka, því að sjálf- stæðismálið á að vera langt upp yfir dægurþras hafið, því að það er ekkert dægurmál, heldur veldur það örlögum þjóðarinnar. Ef við erum sundurþykkir, fer eins og 1262. Stöndum við saman heilir og óskiptir, eru mestar lík- urnar til þess, að hinu langþráða marki verði náð. Nú standa málin þannig, eins og allir vita, að herzlumunurinn

x

Stúdentablað Siglufjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablað Siglufjarðar
https://timarit.is/publication/1802

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.