Stúdentablað Siglufjarðar - 01.12.1942, Blaðsíða 8

Stúdentablað Siglufjarðar - 01.12.1942, Blaðsíða 8
6 STÚDENTABLAÐ 7 millj. króna í erlendum gjald- eyri, 1937 tæpum 14 millj., en það ár var flutt út fyrir alls 59 millj. króna. Af erlendum gjaldeyri það árið hafa því 24% komið fyrir út- flutt mjöl og lýsi. 1 þessum iðnaði hafa orðið miklar framfarir hér á landi síð- asta áratuginn. Af nýjungum, sem teknar voru upp á þessum tíma og nú eru í öllum verksmiðjun- um, má nefna skilvindurnar og sí- urnar. Má heita, að á hverju ári komi nýjungar, sem mikil fram- för er að. Til nýjungar má og telja það, að komið hefir verið á mjög full- komnu eftirliti efnafræðinga með framleiðslunni. Þegar síldarverk- smiðja ríkisins tók til sarfa árið 1930 var forstjóri Efnarann- sóknastofu ríkisins ráðinn til þess að hafa með höndum efnarann- sóknir fyrir verksmiðjuna og eftirlit með rekstrinum. Hafði hann þetta starf fyrir verksmiðj- urnar í 8 ár eða þar til Atvinnu- deild Háskólans var stofnuð 1937 og hann tók við forstöðu þar. Með starfi sínu hjá Síldarverk- smiðjum ríkisins lagði hann grund- völlinn að því rannsókna- og eftir- litsstarfi, sem nú er talið nauð- synlegt, að lærðir efnafræðingar hafi í síldarverksmiðjunum. Er skylt að geta þess, að forráða- menn Síldarverksmiðja ríkisins hafa alltaf sýnt fyllsta skilning á þessum málum. Var þegar í upp- hafi sett á stofn rannsóknarstofa fyrir verksmiðjurnar, og hefir hún nú síðustu árin verið útbúin öllum nýtízku og fullkomnustu tækjum til þeirra rannsókna, sem þessi iðnaður þarfnast. Að þessum rannsóknum störf- uðu s. 1. sumar 2 efnafræðingar á Siglufirði og 1 á Raufarhöfn, auk aðstoðarfólks. Síldarverksmiðjur ríkisins höfðu því 3 efnafræðinga í sinni þjónustu á s. 1. sumri. Aðrar verksmiðjur hafa svipað eftirlit og rannsóknir fyrir rekst- urinn og eru 2 þeirra nú að koma sér upp vel útbúnum rannsóknar- stofum. Hefir ungur og mjög dug- legur efnafræðingur þegar verið fastráðinn hjá annarri þessara verksmiðja, verksmiðju h.f. Kveld- úlfs á Hjalteyri. Er gleðilegt til þess að vita, að forráðamenn verksmiðjanna sýna þessum mál- um slíkan skilning. Síldariðnaður vor er enn ungur, en hann hefur þegar komið á hjá sér rannsókna- starfi, sem mikils má vænta sér af í framtíðinni. Afurðir síldarverksmiðjanna hafa á síðustu árum selst vel. Hefur verð á mjöli og lýsi farið hækkandi síðustu 10 árin. Skiln- ingur manna á gildi síldarmjöls- ins til fóðurs hefur farið mjög vaxandi á síðustu árum. Síðan stríðið brauzt út og gömlu mark- aðirnir lokuðust, hefur verið nokkur tregða á sölu síldarmjöls á erlendum markaði, en sú tregða mun eingöngu stafa af því, að síldarmjölið hefir verið mjög lítið þekkt á þeim mörkuðum, er nú er um að ræða. Þegar hægt verður að koma mjöli aftur til meginlandsins, mun verða mikil eftirspurn eftir því þar, sérstaklega í Þýzkalandi, Hollandi og Belgíu, þar sem það er velþekkt vara. Gildi síldarmjöls ins liggur í því, að það er auðugt af eggjahvítuefnum, kalki og fos- fór, sem allt eru sérstaklega mik- ilvæg næringarefni. 1 íslenzku síld- armjöli eru að jafnaði 68 70% eggjahvítuefni og 10% kalk og fosfór. Síldarlýsið mun mestmegnis vera notað í smjörlíki og aðra fitu, sem notuð er til manneldis (edible fats), eftir að það hefur verið hreinsað og hert. íslenzkt síldarlýsi er vel til hreinsunar og herzlu fallið, því að joðtala þess er tiltölulega lág, en því lægri, sem joðtalan er, því minna þarf að herða. Það kemur og nú orðið hreint og sýrulítið á markaðinn. Framleiðsla allskonar lýsisteg- unda hefur aukizt stórlega síðustu áratugina, og er vöxturinn í síld- ariðnaði vorum því ekkert sér- stakur. Eftirspurn eftir lýsinu hefur jafnframt vaxið ört. Stendur þannig á því, að lýsið er ódýr fita, t. d. að jafnaði mun ódýrari en flestar tegundir jurtaolía, og skil- yrðin til að nota það hafa stórum batnað á síðustu árum. Þau skil- yrði skapast eftir því sem tækn- inni fleygir fram. Þegar, nokkrum árum fyrir stríð, mun íslenzkt síldarlýsi hafa verið notað nokkuð í stað jurtaolía í málningu. I Canada hafa farið fram mjög víðtækar rannsóknir á allskonar lýsi og skilyrðunum til að nota það. Hafa niðurstöður þeirra rannsókna birzt í myndarlegu riti, sem út kom s. 1. ár. Bandaríkja- menn hafa einnig unnið kappsam- lega að þessum rannsóknum. Nýlega birtu þeir niðurstöður rannsókna, sem þeir hafa gert á að nota lýsi í málningu, lökk og fernisa og eru þær niðurstöður hinar athyglisverðustu. Þær eru, í fáum orðum sagt, á þá leið að vinna megi úr lýsi fitu, sem lítið eða ekkert stendur að baki þeim jurtaolíum, sem beztar þykja í málningu, lökk og fernisa. Lýsið er fyrst klofið í fitusýrur og glyc- erína, fitusýrurnar destiller- aðar og aðgreindar, eftir því hve „þornandi" (drying) fita þessi á að vera. Hinar eftirsóttu jurtaol- íur eru einmitt „þornandi“. Mun nú þegar framleitt mikið af slík- um olíum úr lýsi í Bandaríkjunum. Aðra aðferð hafa Bandaríkja- menn einnig fundið upp til að gera lýsið nothæft í málningu o. þ. h. Byggist hún á svonefndri hávaku- um destillation, sem mjög hefir rutt sér til rúms við margskonar rannsóknir. En ekki er kunnugt um, hvort þessi nýjung hefir orðið mikla praktiska þýðingu. Línur þessar bera yfirskriftina, Siglufjörður og síldin. Öllum mun ljóst, hvaða þýðingu Siglufjörður hefur fyrir síldarútveginn og gagn

x

Stúdentablað Siglufjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablað Siglufjarðar
https://timarit.is/publication/1802

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.