Stúdentablað Siglufjarðar - 01.12.1942, Blaðsíða 10

Stúdentablað Siglufjarðar - 01.12.1942, Blaðsíða 10
8 STÚDENTABLAÐ fiski. Er þá sagt, að börnin þoli ekki matinn. Svo illa farnir eru sumir menn og konur, að þau geta ekki óáreitt notið ilms og fegurðar blómanna á jörðunni. Ef þau ganga út sér til skemmt- unar og anda að sér blómailm og blómadufti, verða þau yfirfallin af kvefi og nefrennsli og varla mönnum sinnandi. Margvísleg og hin ólíklegustu efni geta framkallað asthma. Tökum t. d. manninn, sem fékk asthma á hverjum sunnudegi, um það leyti, sem hann var að lesa blöðin. Við nákvæma rannsókn kom í Ijós, að hann var ofnæmur fyrir sérstöku efni í þeirri prent- svertu, sem einungis var notuð í sunnudagsblöðin. Eða manninn, sem vann í sög- unarverksmiðju. I hvert skipti, sem hann kom í námunda við rautt sídrusviðartré fékk hann asthma- kast, en þoldi annars allar aðrar trjátegundir. Einstaka maður er ofnæmur gagnvart dýrum. Hann getur t. d. ekki komið í hesthús eða fjós eða nálægt köttum, án þess að fá asthmakast. Maður nokkur, er var ofnæmur fyrir nautgripum, fékk asthma- kast, er hann ók í bíl eftir götu borgar einnar. Hvergi var þó neina nautgripi að sjá, en við nánari athugun kom í ljós, að skammt á undan honum hafði ekið vagn, sem í voru naut- gripir. Af þessu má marka, hve ákaf- lega næmir menn geta orðið. Frú ein hafði excem og við ná- kvæma athugun kom í ljós, að hún þoldi ekki silki. Þegar hún hætti að nota silkiföt hvarf excem- ið. Eitt sinn keypti hún sér al-ullar- kápu, en svo undarlega brá þá við, að nú fékk hún excem að nýju. Við smásjár-rannsókn á kápunni kom í ljós, að saman við ullina voru nokkrir silkiþræðir. Þetta er annað dæmi um það hversu mjög menn geta orðið næm ir. Loks eru hér nokkrar sjúkra- sögur. Kona, um fimmtugt, kom til læknis og kvartaði um útbrot á augnalokum, kinnum og hálsi, sam fara allmiklum kláða og óþægind- um. Þessi útbrot hafði hún haft allt sumarið, en þau voru sérstak- lega slæm á sunnudögum og mánu- dögum. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós, að um hverja helgi fór kon- an upp í sveit, þar sem hún átti sumarbústað, og sér til hressingar og ánægju vann hún að blómarækt í garði sínum. Hún hafði þá um sumarið fengið sér nýja tegund af krvsanthemum og gagnvart þessu nýja blómi hafði hún ofnæmi. Þegar búið var að f jarlægja það úr garðinum, bötnuðu útbrotin og bar síðan ekki á þeim framar. Kona ein, 35 ára að aldri, fékk Nýjar bækur: Krapotkin fursti Tess eftir Hardy Illyresi eftir örn Arnar Haustsnjóar eftir Jakob Thorarensen o. m. fl. Muniö að bezta JÓLAGJÖFIN er góö bók. Verzlun Lárusar Blöndal. TIMBUR kemur næstu daga. Einar Jóhannsson & Co. hreistrandi útbrot í andliti og á háls og fylgdi þessu nokkur kláða- ónot. Hún var látin fá áburð og not- aði hann um nokkurt skeið með töluverðum árangri, þó vildu út- brotin ekki batna að fullu. Við endurnýjaða nákvæma rann- sókn og eftirgrennslan var tekið eftir því, að hún notaði nokkuð áberandi naglalakk og þá kom einnig í ljós, að útbrotin versnuðu að miklum mun í hvert skipti, er hún hafði notað það. Henni var fyrirskipað að hætta að lakka á sér neglurnar og brá þá svo við, að útbrotin bötnuðu að fullu á skömmum tíma. Gift kona kom til læknis 31. des. ’37 með mikil húðútbrot og vessa- blöðrur á hægri hendi og fingrum og hægra megin í andliti og á hálsi Hún var nú spurð í þaula, hvað hún hefði aðhafst um jólin og síðan á jólum. Auk vanalegra starfa innan húss, hafði hún skreytt jólatréð og auk þess hafði hún fengið í jólagjöf stórt og fallegt blóm, er hún síðan hugsaði um með mestu natni, vökvaði það, tíndi af því visin blöð o. s. frv. Skuldinni var nú skellt á blómið og það fjarlægt og á vikutíma batnaði konunni undan græðandi smyrslum. Þ. 30. des. ’38 kemur svo konan aftur til sama læknis, og hafði hún þá nákvæmlega eins útbrot og árið áður. Hún hafði í þetta sinn annazt vanaleg innanhúss-störf, skreytt jólatréð o. s. frv., en nú hafði hún ekki fengið neitt blóm, sem hægt væri að skella skuldinni á. Við nákvæma rannsókn kom líka í ljós, að hún hafði ofnæmi gagn- vart jólatrénu (grenitrjám), og hafði blómið, sem hún í fyrra- skiptið hafði fengið í jólagjöf, að óverðskulduðu verið talið orsök útbrotanna. Þessi dæmi, sem þegar hafa verið nefnd munu nægja til þess

x

Stúdentablað Siglufjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablað Siglufjarðar
https://timarit.is/publication/1802

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.