Stúdentablað Siglufjarðar - 01.12.1942, Blaðsíða 14

Stúdentablað Siglufjarðar - 01.12.1942, Blaðsíða 14
12 STÚDENTABLAÐ nota þau orð ekki í slæmri merk- ingu hér, því að við hvílumst dá- samlega eftir veturinn. Sólskin var allan tímann, og fólkið dásamlega vingjamlegt, eins og allir Amerík- anar, sem eg hef kynnzt. Þrjá seinustu dagana vorum við í kofa, sem Mr. Ingham á uppi í fjöllum, í 8000 feta hæð. Það er í miðjum greniskógi, afar fögrum að mér þótti, fjarri öllum manna- byggðum, nema hvað sumardval- arstaður, mikið sóttur, er 6 eða 7 mílur þaðan. En vegur frá þeim stað upp að kofanum er svo illfær, að maður veit varla af mann- fjöldanum þar niður frá. Upp að þessum stað, sem nefnist Big Beer Lake liggur bílvegur, dásamlegt verk, sem bugðast upp snarbratta fjallshlíðina, og er svo auðveldur, að manni finnst varla nokkur brekka, þó að hæðarmerkin við veginn sýni með skömmu millibili 5000, 6000, 7000, 8000 fet. Eg verð stundum reiður, þó að eg geti ekki fundið neitt til að réttlæta þá reiði, þegar eg hugsa um hve þetta land er ríkt, samanborið við okk- ar. Þeir hafa vegi um allt, brýr um allt, skóla, söfn, allt. Þeir byggja brýr upp á 70—80 milljón dollara, meðan við erum að stríða árum saman við að koma upp lífsnauðsynlegum vegi, sem kostar nokkur hundruð þúsund krónur. Eg vcit vel, að við erum alveg eins vel settir og þetta land að mörgu leyti og betur að sumu, en eg get ekki að því gert, að mér finnst að okkur vanti ekkert annað en peningana, til þess að verða farsælasta land í heimi. Við erum í fyrstu röð menningarlega, þrátt fyrir fátækt, svo hvað gæt- um við ekki gert, ef við hefðum peningana ? Að vísu erum við illa settir, rétt sem stendur, en þetta stríð stendur • ekki að eilífu, og þegar því lýkur, verðum við bet- ur settir en flestir aðrir, ef að- staða okkor ekki versnar“. ,,.... Við skoðuðum skólann, sem þessi piltur gekk á, áður en hann fór í háskóla. Eg man ekki hvort eg hef sagt þér það, að menntaskólarnir heima samsvara bæði amerískum ,,highschools“ svonefndum (sem búa undir coll- ege eða háskóla) og líka tveim fyrstu árum í amerískum háskóla. Þessi skóli var highschool, eða samsvarandi fjórum fyrstu bekkj- unum heima. Við komum þar tvisvar og vorum kynntir öllum kennurunum, en stönzuðum of stutt til að eg gæti verulega kynnzt nokkru. Af því litla, sem eg sá, fannst mér gleggstur munur á þessum skólum og okkar sá, að samband kennara og nemanda var meira familiært hér og svo auðvitað það, hvað miklu meiri áherzla er lögð á íþróttir hér, þar sem hinir ýmsu kennarar auk þess að kenna sín eigin fög, kenndu sína íþróttina hver. En trú mín, byggð að vísu á mjög lítilli athugun og reynslu, er sú, að í skólamálum sem öðru stöndum við Ameríkönum ekki að baki í neinu nema því, sem fjár- magn og þjóðarauðæfi geta keypt. Eg get ekki stillt mig um að öfunda Ameríkana af auði þeirra. Ef við hefðum samsvarandi fjár- magn, værum við bezta og ham- ingjusamasta land í heimi, því að smæð landsins og fámenni, fjar- vera hers og flota, frelsi frá þjóð- ernis- eða kynflokkahatri, tiltölu- lega lítill mismunur á kringum- stæðum hárra og lágra, gefa okk- ur skilyrði til að skapa fyrir- myndar þjóðfélag. Eg trúi ekki á Rutherford, en eg held að þarna sé okkar mikla framtíð, að allar kringumstæður hjálpast að til að gera Island fyrirmyndarland fram- tíðarinnar ....“ ÞVOTTAVINDUR nýkonmar. Einar Jóhannssnn & Co. LEIR- VÖRUR seldar með miklum afslætti til jóla. HENTUGAR JÓLAGJAFIR Verzlun Jónínu Tómasdóttur. Fjölbreytt úrval af allskonar skófatnaði. Komið sem fyrst til mín, þá sparið þér hlaup oy gerið góð kaup. Andrjes Hafliðason Skóverzlun. N ý k o m i ð : Leðurskrifmöppur og margt fleira heppilegt til jólagjafa. Verzlun Jónínu Tómasdóttur. Nýkomið: HANDLAÚGAR og VATNSSALERNI Verzlun Egils Steíánssonar.

x

Stúdentablað Siglufjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablað Siglufjarðar
https://timarit.is/publication/1802

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.