Stúdentablað Siglufjarðar - 01.12.1942, Blaðsíða 13

Stúdentablað Siglufjarðar - 01.12.1942, Blaðsíða 13
STÚDENTABLAÐ 11 betur að vígi sem hlutkestið vinnur. Nú var hin mikla stund að nálgast. Bátarnir lágu albúnir á spegilsléttum vatnsfletinum og biðu þess að merki væri gefið. Allt í einu heyrðist skothvellur og á sama augnabliki flugu bát- arnir af stað, eins og kólfi væri skotið og hófst nú lífróður. Ekki höfðu bátarnir lengi róið, er sjá mátti, að Cambridge mönnum sóttist betur róðurinn, en lengi vel munaði þó ekki nema hálfri báts- lengd. Báðar reru bátshafnirnar knálega, en meiri festa var þó í róðri Cambridge manna. Þegar bátarnir lögðu af stað var, sem nýtt líf færðist í mannfjöld- ann og hver í kapp við annan hróp- aði eggjunarorð til bátanna. Vél- bátar hlaðnir fólki fylgdu bátun- um eftir, og ekki færri en 50 flug- vélar sveimuðu yfir ánni, meðan á róðrinum stóð. Þegar bátarnir reru undir Hammersmith-brúna var bátur Cambridge bátslengd á undan, en vegalengdin var um það bil hálfnuð, Þótti þá sýnt að Cam- bridge-menn mundu vinna róður- inn. Var nú róið af miklu kappi og var unun að sjá hina rennilegu báta líða upp eftir ánni með jöfn- um ártogum og virða fyrir sér þá fegurð og samræmi, sem fram kom í róðrinum. Er vart hægt að hugsa sér fegurri og skemmtilegri íþrótt en vel þjálfaðan róður. Þegar komið var að Barnes- brúnni, er var skammt frá marki, var bátur Cambridge-manna 2 ló bátslengd á undan og var þá öll von um sigur úti fyrir Oxford- menn; höfðu þeir gert nokkrar til- raunir til að rétta hlut sinn, en allt komið fyrir ekki. Þegar að marki kom, hafði Cam bridge unnið með 2>/ó bátslengd. Mannfjöldinn laust upp fagnaðar- ópi og hyllti sigurvegarana. Hafði kappróðurinn þá staðið yfir í 20 mínútur, en fæstir höfðu séð bát- Br éj k Eitm og Siglfirðingum er kuiuuigi, stundar Jóhann Hannesson, bóksala, ndm vió húskólann i Berkeley í Banda- rikjunum. Stúdentablaóió hefur fengió leyfi Hannesar Jónassonar, bóksala, til aó birta kafta úr bréfnm sonar hans, tesendum til gamans og fróóleiks. „. . . . Eg skrifaði þér seinast um ferð okkar Ragnars (Ragnar Thorarensen) upp í Sacramento- dalinn, með einum piltinum, sem við bjuggum með í vetur. I lok sömu viku og við komum þaðan, fórum við tii Suður-Californiu með pilti, sem borðar á sama stað og við. Hann heitir Warren Ingham og hefur verði afar vingjarnlegur við okkur frá því við fyrst flutt- um í húsð, þar sem við bjuggum í vetur. Við fórum suður á lest, eftir ana lengur en í 5 mínútur, talið var að Va miljón manna eða ríf- lega það hafi horft á róðurinn að þessu sinni. Cambridge-menn fóru heim sigri hrósandi og var vel fagnað af fé- lögum sínum í Cambridge, var þetta í 9 sinn í röð að þeir höfðu unnið róðurinn, en að öðru leyti stóðu vinningar þannig, að af 82 kappróðrum, sem háðir höfðu ver- ið frá byrjun, hafði Oxford unnið 40 sinnum en Cambridge 42. Marg- ir bjuggust við, að eftir þennan róður myndi standa á jöfnu um vinninga, en það hafði komið fyr- ir tvisvar áður, biðu menn því úr- slitanna með enn meiri eftir- væntingu. Eg sé ennþá fyrir mér bátana, þar sem þeir líða upp eftir Tham- esánni og þótt mér þætti nokkuð fyrir um ósigur Oxford-manna, þá hélt ég samt glaður heimleiðis. Ég hafði séð ógleymanlega mynd úr lífi hinna fomfrægu há- skóla. Óskar J. Þorláksson. aflar. mjög fallegri leið, sem á nokkur hundruð mílna parti liggur með- fram Kyrrahafi. Við fengum af- slátt á fargjaldi af því að við vor- um stúdentar í sumarfríi. Við stönzuðum einn dag og tvær næt- ur í Los Angeles, of stutt til þess að sjá nokkuð af borginni, því að við eyddum öllum tímanum á bað- strönd. Síðan fórum við til heimilis piltsins, sem er í San Bernardino- dal. Þar er mikið um aldinrækt. Mr. Ingham hefur um 70 ekrur af appelsínugörðum. Þar tíndum við appelsínur af trjánum og átum. Einhvernveginn fannst mér ekki fylgja því þær tilfinningar, sem ég hélt, að slíkt myndi vekja í íslend- ing, sem aldrei hefur þekkt aðra ávexti en blessuð bláberin; en þannig er það með flest öll þau undur, sem ég sé hér, en las um heima. Eg held eg njóti þeirra ekki til fulls, fyrr en ég er kominn heim og segi frá þeim og minnist þeirra. Eftirvæntingin og endur- minningin virðist gefa mesta ham- ingju, sú fyrri dýpsta, hin síðari varanlegasta. En svo eg sleppi einskisverðri meimspeki tuttugu og tveggja ára manns, sem aðeins eyðir tíma og pappír, þá dvöldum við þama í 10 daga. Við fórum dálítið um um- hverfið, sem er afar fagurt. Einn- ig fórum við inn á eyðimörk, sem er þar skammt frá. Þar er stórt, salt vatn, sem er leifar af Mexico- flóa. Við lágum hálfan dag í sól- skininu, milli þess sem við syntum. Við erum allir orðnir svo sól- brenndir, að það eru hrein ósköp. Á leiðinni að þessu vatni fórum við gegnum eina döðluræktarsvæð- ið í Bandaríkjunum. Pálmarnir eru fluttir frá Norður-Afríku og rækt þeirra er afar vandasöm. Þetta er eiginlega það eina, sem eg lærði á þessari ferð. Annars fór allur tíminn í slæping og hangs, en eg

x

Stúdentablað Siglufjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablað Siglufjarðar
https://timarit.is/publication/1802

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.