Stúdentablað Siglufjarðar - 01.12.1942, Blaðsíða 9

Stúdentablað Siglufjarðar - 01.12.1942, Blaðsíða 9
STÚDENTABLAÐ 7 r Otrúleáít, en satt. Það hefur oft verið sagt, og vissulega með réttu, að móðir náttúra hafi gert líkama vorn mjög vel úr garði að ýmsu leyti, enda er mannslíkaminn hin mesta furðusmíði. Það er að vísu ekki allskostar rétt að tala um líkamann sem eins- konar smíðisgrip, því að þar með er oftast átt við eitthvað fullgert og tiltölulega varanlegt. Nú er það svo með mannslíkam- ann, að hann er hvorki fullgerður eða varanlegur. Eins og við vitum er hann samsettur af ótal mörg- um frumum og mynda þær hina ýmsu vefi líkamans. Frumurnar, aftur á móti hafa sitt takmarkaða aldursskeið. Þær hrörna, deyja og eyðast, en í staðinn byggir svo líkaminn aðrar nýjar. Tökum t. d. rauðu blóðkornin. I hverjum □ m. m. eru 4 ■/>—5 milj. rauð blóðkorn, en æfiskeið hvers þeirra um sig er ekki nema kvæmt. Sigluf jörður er sá staður- inn, sem liggur bezt við mestu síldarmiðunum og er þangað stytzt að fara með aflann af sumum beztu veiðisvæðunum eins og Skagafirði og Grímseyjarsundi. Á Siglufirði er miðstöð söltunarinn- ar og verksmiðjurekstursins. Af saltsíldinni eru að jafnaði 70% framleidd á Siglufirði. Þar eru einnig afköst verksmiðjanna tvö- föld við það, sem þau eru mest annars staðar á landinu. Það skift ir því eigi litlu máli, hvernig rekst ur þessa iðnaðar tekst hér á Siglu firði. Vér verðum að fylgjast vel með öllum framförum á þessu sviði erlendis og keppa sífellt að því að koma á endurbötum. Á því veltur framtíð þessa bæjar og að nokkru leyti framtíð alls landsins. Páll Ólafsson. 1—2 mán. Á hverri mínútu deyr því fjöldinn allur af rauðum blóð- kornum, en önnur ný koma í stað- inn. Hið sama er að segja um alla aðra vefi líkamans. Frumurnar í þeim deyja eftir skemmri eða lengri tíma og nýjar skapast í þeirra stað. Hinar nýju frumur og hinir nýju vefir eru þó oftast ekki alveg ná- kvæmlega eins og þeir, sem dóu. Breyttar ytri aðstæður eða kröfur skapa nýja frumu- og vefjabygg- ingu og kemur þetta skýrast fram í beinbyggingunni. Eftir skemmri eða lengri tíma er loks svo komið, að ekkert er eftir lifandi af hinum upprunalegu frumum. Þær eru allar dauðar og nýjar koma í staðinn. Við erum orðnir nýir menn, en hvort við erum nýir og betri menn skal ósagt látið. Við erum sem sagt alltaf að deyja og alltaf að endurfæðast, P. S. Lesendur veita því eflaust at- hygli, að ýmislegt stangast á í þeim töflum, sem hér eru birtar. Stendur þannig á því, að skýrslum Hagstofunnar og Ægis ber alls ekki saman. T. d. telja skýrslur Hagstofunnar síldaraflann árið 1933, 755.244 hl. en samkv. skýsl- um birtum í Ægi 1934 1. tbl., nam bræðslusíldin sama ár 752.197 hl. og söltun 219.046 tn. alls. Mér er ekki kunnugt hyað Hagstofan áætlar að mikil fersk- síld fari í hverja tunnu síldar, en ekki geta allar þessar tölur verið réttar. Auk bræðsiusíldar og saltsíldar er vitanlega freðsíld m. m. talin í síldaraflanum. P. Ól. -------o------- allt vort líf frá vöggunni til grafar innar. Framan af æfinni er endur- nýjunarstarfsemin örari en hrörn- unin, en þegar líður að æfikvöldi, nær hrörnunin yfirhöndinni. Sjúkdómar margskonar grípa svo truflandi inn í þessa starfsemi, og verður líkaminn þá að mæta þeim með þeim margvíslegu varn- artækjum, sem hann á yfir að ráða. Eg ætla nú ekki að fara út í þá margþættu baráttu, sem þar er háð, eða út í það, hvernig líkam- inn snýst við hinum ýmsu utah- aðkomandi áhrifum, en lítillega langar mig til að minnast á einn sjúkdóm, sem fyrir ýmsra hluta sakir, er all-einkennilegur. Það er að vísu ekki rétt að tala hér um einn sjúkdóm; sönnu nær er að tala um verkanir ýmsra utanað- komandi áhrifa á líkamann. Það sem ég á við er svokallað ofnæmi (allergi). Líkaminn getur verið öfnæmur gagnvart, nærri sagt, öllum mögulegum efnum.. Má t. d. nefna matvæli ýmiskonar, blómaduft, hár, hesta, ketti og önnur dýr, fiður silki og önnur tau, ýmsar trjátegundir, lyf, snyrti- vörur ýmiskonar o. m. fl. Ofnæmið kemur svo fram í ýmsum sjúkdómsmyndum, svo sem asthma og nefrennsli, en þó oftast sem ýmiskonar húðsjúk- dómar. Þetta ætla ég nú að skýra ofur- lítið nánar með því að taka nokkur dæmi. Hugsum okkur t. d. að þér séu gefin jarðarber, sem þér auðvitað þykja ákaflega góð og þú borðar með beztu lyst. Skömmu á eftir steypist þú svo út í ofsakláða með ógurlegri van- líðan. Hér er um að ræða ofnæmi gagn- vart jarðarberjunum. Algeng eru útbrot á börnum samfara kláða og öðrum óþægind- um. Ymsum matvælategundum er um þetta kennt, þar á meðal t. d.

x

Stúdentablað Siglufjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablað Siglufjarðar
https://timarit.is/publication/1802

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.