Stúdentablað Siglufjarðar - 01.12.1942, Blaðsíða 5

Stúdentablað Siglufjarðar - 01.12.1942, Blaðsíða 5
STÚDENTABLAÐ Siglufjörður og síldin. Eftir Pál Ólafsson, mag. scient. er aðeins eftir, lokaskrefið óstigið. En til þess að það megi verða heilla- og gæfuríkt, verðum við allir að standa saman. Engin önn- ur sjónarmið mega koma til greina en þau, sem miða að heill og ham- ingju lands og þjóðar. Núverandi ríkisstjórn hefur lagt fyrr Alþing stjórnarskrárfrumvarp það, er samþykkt var á sumarþinginu varðandi sjálfstæðismálið og lausn þess. Er frumvarpið þess efnis, að við 3. málsgrein 75. gr. stjórnar skrárinnar bætist eftirfarandi: „Þegar Alþingi samþykkir þá breytingu á stjórnskipulagi Is- lands, sem greinir í ályktunum þess frá 17. maí 1941, hefur sú samþykkt eins þings gildi sem stjórnskipunarlög, er meiri- hluti allra kosningabærra manna í landinu hefur með leynilegri at- kvæðagreiðslu samþykkt hana. Þó er óheimilt að gera með þessum hætti nokkrar aðrar breytingar á stjórnarskránni en þær, sem bein- línis leiðir af sambandsslitum við Danmörku og því, að Islendingar taka með stofnun lýðveldis til fullnustu í sínar hendur æðsta vald í málefnum ríkisins“. Ef þetta verður samþykkt nú á Alþingi og greidd jáyrði við því við almenna leynilega atkvæða- greiðslu af meirihluta kjósenda landsins, er hinu langþráða og heitt óskaða marki náð. Vér skulum vona, að vér Islend- ingar berum gæfu til þess að standa saman um þetta örlaga- ríka mál, er varðar tilveru okkar sem sjálfstæðs ríkis og er loka- þátturinn í aldagamalli baráttu þjóðarinnar og heitustu óskir hennar jafnlangan tíma. Hinir föllnu foringjár í sjálf- stæðsbáráttunni og framtíð og heill þjóðarinnar krefjast þess, að þau störf, er unnin hafa verið á undanförnum öldum í sjálfstæðis- málinu, vérð ekki til einskis. Baldur Eiríksson. PÁLL ÓLAFSSON, efnafræðingur, hefur veriS ráTiinn forstöðumaður rannsóknarstofu Síld- arverksmiöja ríkisins í SiglufirSi. Hann lauk magisterprófi í lifefnafræöi uiö háskólann í Kaupmannaliöfn HI'iO. Dvaldi hann i Englandi s.l. ár, og stundaÖi framhaldsnám í lífefnafrædi viö Háskólann í Oxford. Auk þess dvatdi hann um slceifi á rannsóknar- stofum í Liverpool og Aberdeen. Má mikils af Páli vænla i sambandi viö sildariönaö landsmanna. Málefni síldarútvegsins hafa verið mikið rædd undanfarið í dagblöðum og tímaritum, á fund- um og þingum. Af þeim um- ræðum, sem ekki er öllum lokið enn, er það ljóst, að allir eru sam- mála um að efla þessa grein at- vinnulífsins og auka að miklum mun. Á Alþingi var t. d. sam- þykkt mjög mikil aukning á Síld- arverksmiðjum ríkisins og hefur þegar verið hafizt handa um tölu- vért af þeirri aukningu. Nokkur aukning er og fyrirhuguð á öðrum síldarverksmiðjum landsmanna, en auk þess er að minnsta kosti eitt nýtt fyrirtæki að reisa síldar- verksmiðju og önnur ráðgera það. I þessum umræðum hefur varla verið minnst á síldarsöltunina, og er þó sízt ástæða til að gleyma henni, því að hún hefur fram á siðustu ár skilað meiri erlendum gjaldeyri en aðrar útfluttar síldar- afurðir. Þó að síldarsöltunin liggi nú að mestu leyti niðri af völdum stríðsins, er engin ástæða til að ætla, að hún eigi ekki eftir að reynast landsmönnum drjúg tekju- lind og aukast að miklum mun. Það mun vera nokkurn veginn víst, að þegar eðlileg viðskipti þjóða á milli verða tekin upp aftur verður síld söltuð og seld engu síður en fyrir stríð. Síldveiðin hefur aukizt jafnt og þétt frá því um síðustu aldamót er hún var fyrst tekin upp að nokkru ráði og er nú orðin einn af veigamestu þáttunum í atvinnu- lífi voru. Má segja, að hún aukist enn ár frá ári. Samkvæmt skýrsl- um Hagstofunnar nam síldarafl- inn á árunum 1926—1930 (incl.) 527 þús. hl. að meðaitali á ári, en 1936—1940 (incl.) var hann orðinn 1.840 þús. hl. á ári. Hefur hann því meir en þrefaldast á 10 árum. Árið 1936 fór síldaraflinn fyrst fram úr 1 milljón hl., 1937 Nýkomid: Snyrtikassar f. dömur og herra Silki- og ullarsokkar Silki-gardínuefni Vasaklútar í kössum Kjólaefni Baðsloppar o. m. fl. Verzl. BJÖRK

x

Stúdentablað Siglufjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablað Siglufjarðar
https://timarit.is/publication/1802

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.