Ský - 01.10.2001, Page 27

Ský - 01.10.2001, Page 27
Það er flott heima hjá Sigurði Árna Sigurðssyni myndlistarmanni. Engin mynd á sér fastan samastað og undarlega tælandi skuggamyndir hverfa á brott með óreglulegu millibili. Svo koma aðrar meira ögrandi og setjast á naglana. Hann segist vera Evrópubúi frekar en Akureyringur, en alltaf og örugglega íslendingur. Noröurbyggö á Akureyri (1963-1974) Þangað kom ég nýfæddur og bjó til ellefu ára aldurs. Þarna var mjög gott að alast upp, fjárhús ofan við byggðina og kindur skoppandi um hagana. Húsið stóð á Brekkunni milli tveggja stórra túna, Hús- mæðraskólatúnsins og Iðnskólatúnsins. í gegnum Iðnskólatúnið rann ógurlegur lækur, kallaður Skítalækur. Eftir að ég datt ofan í hann gegnum þykka snjóþekju og var leitað tímunum saman, var rör sett í lækinn og slétt yfir með túni. Nokkur skref voru í Barnaskóla íslands og KEA-búðina á horninu. Þangað sendi mamma mig dag- lega með innkaupamiða og pening. Kaupmennirnir voru mjög kósí, vissu nákvæmlega hversu margir voru á hverju heimili og sköffuðu kjötfarsið eftir því. Hjaröarlundur á Akureyri (1974-1984) Þarna tók ég út restina af barninu og unglingsárin. Foreldrar mínir byggðu húsið sem var í nýju hverfi, nánar tiltekið á níundu holu gamla golfvallarins. Holan mun vera staðsett akkúrat undir öðrum stofusófanum. Við Hjarðarlundinn var frábært leiksvæði og stutt í sveitastemmninguna sunnan við húsin. Stærðar hitaveitutankur var byggður neðan við húsið okkar. Þangað skreið ég oft undir í ylinn til að kela við stelþurnar í hverfinu. Á þessum tíma suðaði ég lengi t foreldrum mínum um að fá að kaupa Suzuki 50 skellinöðru. Leyfið fékkst á endanum og ég ók um golfvöllinn eins og óður maður í þrjár vikur. Þá hafði ég tekið út áhuga minn á mótorhjólum og seldi hjólið. Lindargata í Reykjavík (1984-1987) Að flytja á Lindargötuna var heilmikið skref. Þarna var maður fluttur að heiman, farinn að búa einn og kominn í sjálfsmennsku. Þetta var dásamleg staðsetning, mitt á milli ÁTVR og Þjóðleikhússins. Mér er minnisstætt eitt kvöldið þegar ég bauð félaga mínum í mat og hafði fisk á boðstólum. Fullur klígju skyrpti hann fyrstu tuggunni út úr sér og spurði í forundran hvort ég hefði ekki saltað bitann. Þá hafði mér Ljósm. PÁLL STEFÁNSSON SKV 25

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.