Ský - 01.10.2001, Page 78

Ský - 01.10.2001, Page 78
BFEKUR = MEÐ FULLRR HENDUR FJRR íslendingar eru á topplista meðal ríkustu þjóða veraldar. Þrátt fyrir það eru fæstir landsmanna loðnir um lófana og aðeins 0,017 prósent þjóðarinnar telst til milljarðamæringa. Það eru fimmtíu manns. Þótt talan hljómi ræfilsleg þykir mörgum hún æði há og að enginn maður ætti að vera í þeirri stöðu að eiga þúsund milljónir meðan lunginn af jarðarbúum býr við sult og seyru. Einn milljarður er þúsund milljónir. Sumir íslensku auðkýfinganna eiga gott betur en einn og fleiri en tvo. Hvernig maður lifir og hvað maður leyfir sér með þúsund milljónir í banka er ráðgáta þeim sem minna bera úr býtum, en hvernig eignast maður þúsund milljónir? í bókinni /slenskir milljarðamæringar eftir Pálma Jónasson, fréttamann á fréttastofu Útvarps, kemur fram að nokkur ríkustu þörn þjóðarinnar byrjuðu með tvær hendur tómar. Þar má nefna Skífu-Jón Ólafsson, Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðanda, Jóhannes í Bónus, Samherjabræður og Hilmar S. Skagfield glugga- tjaldaframleiðanda í Flórída. Hæfileikar og gáfur geta fleytt mönnum til hæstu metorða og gerðu rithöfundinn Ólaf Jóhann Ólafsson, poppgoðið Björk, Ágúst Valfells kjarnorkuverkfræðing og Össur Kristinsson stoðtækjasmið að milljarðamæringum, ásamt Kára Stefánssyni, forstjóra íslenskrar erfðagreiningar. Ólafur Jðhann græddi til að mynda einn milljarð á aðeins einni nóttu þegar hann var annar aðalsamningamannanna við stærsta samruna veraldar, Time Warner og America Online. Fegurð og útgeislun geta einnig komið fólki I röð ríkustu manna. Guðrún Bjarnadóttir, alheims-fegurðardrottning giftist vellauðugum Itala og Sonja Wendel Benjamínsson de Zorilla, sem var um tíma ástkona Picassos, giftist auðugum Ólympíumethafa. Báðar eru ekkjur í dag og moldríkar. Hagkaupssystkinin og ekkja Pálma í Hagkaupum eru vafalaust ein ríkasta fjölskylda landsins og Hulda Valtýsdóttir, sem á stærsta hlutinn í útgáfufélaginu Árvakri, og Gunnþórunn Jónsdóttir, ekkja Óla i Olís, eru meðal ríkustu kvenna landsins. En þótt margir erfingjar og ekkjur séu í bók Pálma eru þar einnig harðduglegir íslendingar með metnað á heimsmælikvarða. Þar má einkum nefna Björgólf Thor Björgólfsson, bjórkóng í Rússlandi, Arngrím Jóhannsson, eiganda flugfélagsins Atlanta, og Jóhann Óla Guðmundsson, kenndan við Securitas. Því er uppskriftin nokkuð Ijós vilji menn verða til þess að tala Islenskra milljarðamæringa hækki. Mestu skiptir dugnaður, áræði og sjálfstraust, en einnig eiga margir hinna íslensku milljarðamæringa það sammerkt að vera alþýðlegir um leið og þeir eru ákveðnir, vinnusamir með afbrigðum, prúðmenni mikil og reglu- menn á alla óhollustu. þlg 76 SKÝ

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.