Ský - 01.10.2001, Síða 78

Ský - 01.10.2001, Síða 78
BFEKUR = MEÐ FULLRR HENDUR FJRR íslendingar eru á topplista meðal ríkustu þjóða veraldar. Þrátt fyrir það eru fæstir landsmanna loðnir um lófana og aðeins 0,017 prósent þjóðarinnar telst til milljarðamæringa. Það eru fimmtíu manns. Þótt talan hljómi ræfilsleg þykir mörgum hún æði há og að enginn maður ætti að vera í þeirri stöðu að eiga þúsund milljónir meðan lunginn af jarðarbúum býr við sult og seyru. Einn milljarður er þúsund milljónir. Sumir íslensku auðkýfinganna eiga gott betur en einn og fleiri en tvo. Hvernig maður lifir og hvað maður leyfir sér með þúsund milljónir í banka er ráðgáta þeim sem minna bera úr býtum, en hvernig eignast maður þúsund milljónir? í bókinni /slenskir milljarðamæringar eftir Pálma Jónasson, fréttamann á fréttastofu Útvarps, kemur fram að nokkur ríkustu þörn þjóðarinnar byrjuðu með tvær hendur tómar. Þar má nefna Skífu-Jón Ólafsson, Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðanda, Jóhannes í Bónus, Samherjabræður og Hilmar S. Skagfield glugga- tjaldaframleiðanda í Flórída. Hæfileikar og gáfur geta fleytt mönnum til hæstu metorða og gerðu rithöfundinn Ólaf Jóhann Ólafsson, poppgoðið Björk, Ágúst Valfells kjarnorkuverkfræðing og Össur Kristinsson stoðtækjasmið að milljarðamæringum, ásamt Kára Stefánssyni, forstjóra íslenskrar erfðagreiningar. Ólafur Jðhann græddi til að mynda einn milljarð á aðeins einni nóttu þegar hann var annar aðalsamningamannanna við stærsta samruna veraldar, Time Warner og America Online. Fegurð og útgeislun geta einnig komið fólki I röð ríkustu manna. Guðrún Bjarnadóttir, alheims-fegurðardrottning giftist vellauðugum Itala og Sonja Wendel Benjamínsson de Zorilla, sem var um tíma ástkona Picassos, giftist auðugum Ólympíumethafa. Báðar eru ekkjur í dag og moldríkar. Hagkaupssystkinin og ekkja Pálma í Hagkaupum eru vafalaust ein ríkasta fjölskylda landsins og Hulda Valtýsdóttir, sem á stærsta hlutinn í útgáfufélaginu Árvakri, og Gunnþórunn Jónsdóttir, ekkja Óla i Olís, eru meðal ríkustu kvenna landsins. En þótt margir erfingjar og ekkjur séu í bók Pálma eru þar einnig harðduglegir íslendingar með metnað á heimsmælikvarða. Þar má einkum nefna Björgólf Thor Björgólfsson, bjórkóng í Rússlandi, Arngrím Jóhannsson, eiganda flugfélagsins Atlanta, og Jóhann Óla Guðmundsson, kenndan við Securitas. Því er uppskriftin nokkuð Ijós vilji menn verða til þess að tala Islenskra milljarðamæringa hækki. Mestu skiptir dugnaður, áræði og sjálfstraust, en einnig eiga margir hinna íslensku milljarðamæringa það sammerkt að vera alþýðlegir um leið og þeir eru ákveðnir, vinnusamir með afbrigðum, prúðmenni mikil og reglu- menn á alla óhollustu. þlg 76 SKÝ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.