Árbók Reykjavíkurborgar - 01.12.1990, Qupperneq 110
94 -
Með tilkomu nýrra einkasjónvarps- og útvarpsstöðva er fjöldi
sendistöðva þeirra i nóvember 1990 orðinn 50 um allt landið. Þær
eru settar upp og reknar af stofnuninni.
Einkajarðstöðvum fyrir móttöku sjónvarps hefur fjölgað talsvert, en
þó hægar en viða erlendis. Þetta er aðallega vegna legu landsins,
sem krefst stærri loftneta og dýrari búnaðar en i Mið-Evrópu.
Gagnaflutningsnet fyrir innanlandsþjónustu var tekið i notkun i
ársbyrjun 1986. Það var síðan tengt til útlanda siðar á þvi ári.
Notkun þess hefur aukist jafnt og þétt og í árslok 1989 voru
notendur 1.200.
Með tilkomu Ijósleiðarastrengja hafa gæði flutnings á simtölum
milli landshluta og innan þéttbýlissvæða batnað og flutningsgetan
aukist verulega. Ljósleiðarastrengir eru einnig notaðir til
flutnings sjónvarpsmerkja. Þeir hafa verið lagðir frá Reykjavik
til Vikur i Mýrdal, frá Selfossi til Þorlákshafnar, frá Reykjavik
til Nesjavalla, frá Akranesi um Borgarnes, Búðardal, Blönduós,
Sauðárkrók, Dalvik, Akureyri, Húsavik, Kópasker, Þórshöfn,
Vopnafjörð til Egilsstaða, frá Egilsstöðum til Reyðarfjarðar,
Eskifjarðar og Neskaupsstaðar, frá Egilsstöðum til Seyðisfjarðar og
frá Holti i önundarfirði til Sandeyrar i Dýrafirði. Samtals er
búið að leggja rúmlega 1100 km af þeim rúmlega 2000 km sem áætlað
er að þurfi til þess að hringtengja landið með ljósleiðarastrengjum
ásamt greinum til Reykjanesskaga og Vestfjarða.
Hér fer á eftir yfirlit um magnbreytingar á einstökum þáttum fjar-
skiptaþjónustunnar frá 1979-1989:
Magn i þús. Magn í þús. Breyt
ein. 1989 ein. 1979 %
Simtöl til útlanda (min) 16.825,3 1.682,7 1000
Simtöl frá útlöndum (min) 17.478,3 1.398,8 1249
Simskeyti innanlands (orð) 221,9 536,4 -59
Simskeyti til útlanda (orð) 236,5 999,9 -76
Simskeyti frá útlöndum (orð) 223,8 1.362,7 -84
Telex til útlanda (min) 906,9 762,7 19
Telex frá útlöndum (min) 1.174,4 908,6 29
Fjöldi sjálfv. sima 125,1 76,9 63
Fjöldi handv. sima 0 3,8 -100
Handv. langlinusamtöl 1.858,7 6.486,4 -71
2. Spá um þróun fjarskipta 1990-2010
2.1. Árið 1983 var tekin sú timamótaákvörðun i uppbyggingu sjálfvirka
simakerfisins á íslandi að ekki skyldi kaupa meira af hliðrænum
simstöðvum.
Stafræn tækni hafði þá þegar rutt sér svo mjög til rúms að ljóst
var að simakerfi framtiðarinnar myndu byggjast öll upp með þeirri
tækni. Með stafræna kerfinu er hægt að ná mun betri gæðum i
simasamböndum, styttri tengitima á talsambandi milli notenda og
ótal möguleikar eru á viðbótarþjónustum i kerfinu.