Árbók Reykjavíkurborgar - 01.12.1990, Page 112
Á næstu árum verður tekið upp nýtt samskiptakerfi milli stafrænu
simstöðvanna svokallað merkjakerfi (Signal System) nr. 7. Þetta
kerfi hefur i för með sér mun hraðari samskipti og þar með styttri
tengitima bæði innanlands og milli landa og að auki er hægt að
veita ýmsa sérþjónustu sem ekki er möguleg i dag. Græn simanúmer,
sem er nafn á þeirri þjónustu að simnotandi hringir milli staða á
innanbæjargjaldi, en móttakandi simtalsins greiðir langlinugjaldið.
Þessi þjónusta var opnuð á þessu ári og samkvæmt reynslu erlendis
má búast við þvi að hún aukist ört.
Sundurliðun reikninga i stafrænum simstöðvum verður tekin upp á
næsta ári. Sundurliðun reikninga i ARF stöðvum er i athugun.
Ekki er mögulegt að sundurliða reikninga i AGF stöðvum vegna
tæknilegrar uppbyggingar stöðvanna og i ARK stöðvunum verður slík
sundurliðun mjög dýr ef hún er framkvæmanleg þar sem þær stöðvar
eru um 60 með samtals 19.000 notendur. ARF stöðvarnar eru hins
vegar 13 með samtals 44.000 notendur og ekki reiknað með
útskiptingu að ráði fyrr en eftir 1995.
Á árunum 1992-1993 verður byrjað á uppbyggingu á nýju, algerlega
stafrænu farsímakerfi sem verður samkvæmt staðli, sem flest
Evrópulönd hafa sameinast um.
"Centrex" er þjónusta þar sem almenna kerfið er notað til að veita
minni fyrirtækjum svipaða lausn á fjarskiptamálum og einkasimstöð
getur veitt og má gera ráð fyrir að hún verði boðin að einhverju
marki fyrir lok timabilsins 1991-1995.
Svokallað samnet, ISDN (Integrated Service Digital Network) þar sem
sama netið verður notað fyrir mismunandi þjónustur svo sem
gagnaflutning, myndflutning og fleira auk venjulegrar simaþjónustu,
verður helsta nýjungin um 1995. Hvenær uppbygging samnets hefst
hér verður að fara eftir óskum og kröfum markaðarins, en stærri
fyrirtæki munu fyrst og fremst vilja slikar tengingar. Nú þegar
eru ýmsir af kostum samnets fyrir hendi i stórum einkasimstöðvum og
i almenna netinu verða settar upp sérstakar stöðvar fyrir þá
notendur sem vilja tengjast samneti.
Ekki er reiknað með að fleiri en 10% notenda verði komnir með
tengingu við samnet árið 2000, en áframhaldandi uppbygging þess mun
verða helsta verkefni á timabilinu 2000-2010.
Á sviði notendabúnaðar er reiknað með að samkeppni riki milli
Pósts- og sima og annarra aðila á sama hátt og verið hefur
undanfarin ár.
Tækniþróun á þvi sviði hefur verið mjög ör og hafa nýjar fram-
leiðsluvörur komið á markaðinn hér mjög fljótt eftir markaðs-
setningu erlendis svo framarlega sem þær kröfur sem almenna kerfið
setur eru uppfylltar. Notendabúnaðurinn er algerlega greiddur
beint af notendum og ekki verður reynt að áætla þróun heildarfjár-
festinga, en tæknileg þróun og verðlagning búnaðarins mun hafa
veruleg áhrif á þarfirnar í almenna kerfinu.