Árbók Reykjavíkurborgar - 01.12.1990, Page 229
nýbyggingarláni miðað við lánsrétt umsækjanda. Enn fremur má lánið aldrei nema hærri
fjárhæð en sem svarar 70% af raunverulegu kaupverði íbúðar.
Lán samkvæmt þessari grein er einnig heimilt að veita þeim aðilum sem reka stofnanir,
svo sem fyrir öryrkja eða fatlaða, enda hafi viðkomandi stofnun hlotið starfsleyfi hlutaðeig-
andi ráðunevtis. Sama gildir um kaup á íbúðum fyrir öryrkja eða fatlaða. Þegar slíkir aðilar
eiga í hlut miðast lánsfjárhæð við hámarkslán skv. 2. mgr. þessarar greinar.
Einnig er heimilt að veita sveitarfélögum, félagasamtökum eða fyrirtækjum lán til að
kaupa aimennar kaupleiguíbúðir enda hafi verið sýnt fram á að nauðsynlegt sé af sérstökum
tilgreindum ástæðum að auka framboð íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu, sbr. [...]') Lán, að
viðbættum áhvílandi lánum úr Byggingarsjóði ríkisins, má nema 70% af raunverulegu
kaupverði íbúðar, þó ekki hærri fjárhæð en 70% af kostnaðargrundvelli sem húsnæðismála-
stjórn hefur samþykkt, sbr. [...]:)
Lánið skal að jafnaði veitt gegn 1. og 2. veðrétti.
Lánstími skal vera allt að 40 árum. Um lánskjör og tryggingar gilda að öðru leyti ákvæði
30. gr.
Lán til bygginga leiguíbúða eða heimila fyrir aldraða
og dagvistarstofnana fyrir börn og aldraða.
15. gr.
Lánskv. 3. tölul. 11. gr. erheimilt að veitaþeim sem byggja leiguíbúðir, hjúkrunarheimili
eða dagvistarstofnanir handa börnum eða öldruðum.
Húsnæðismálastjórn skal við gerð fjárhagsáætlunar hverju sinni ákvarða hámarkshlutfall
lána skv. þessari grein af byggingarkostnaði. Lánsfjárhæð skal miðast við verðlag þess
ársfjórðungs þegar byggingin verður fokheld. Sé lán greitt út í tveimur eða fleiri hlutum skulu
lánshlutarnir fylgja breytingum á vísitölu byggingarkostnaðar.
Heimilt er að selja lffeyrisþegum hlutdeild í íbúð sem byggð er skv. þessari grein með
þeim kvöðum að eignarhluti kaupanda standi óhreyfður í íbúðinni á meðan hann hefur afnot
af henni en greiðist síðan með fullum verðbótum samkvæmt lánskjaravísitölu en án vaxta.
Nánari reglur um slíka hlutareign leigutaka verði settar í reglugerð.
Að fengnu leyfi Seðlabanka íslands er sveitarfélögum eða öðrum, sem byggja skv. þessari
grein, heimilt að selja verðtryggð skuldabréf til einstaklinga sem með kaupum á þeim vilja
tryggja sér leigurétt á íbúð eða vistun á dvalarheimili. Skuldabréfin skulu tryggð með öðrum
veðrétti í viðkomandi íbúð næst á eftir veði Byggingarsjóðs ríkisins og vera verðtryggð skv.
lánskjaravísitölu en vaxtalaus.
Heimilt er að setja í skuldabréfin ákvæði um að skylt sé að innleysa þau ef eigandi þeirra
flytur úr íbúðinni eða vistheimilinu svo og við andlát hans.
Ekki er heimilt að ráðstafa meira en helmingi íbúða eða vistrýma f hverjum byggingará-
fanga gegn sölu á skuldabréfum nema með sérstöku leyfi húsnæðismálastjórnar.
16. gr.
Sá sem hyggst hefjast handa um byggingu leiguíbúða fyrir aldraða eða dvalarheimilis skal
fyrst láta fara fram athugun á þörf fyrir slíkar leiguíbúðir eða heimili í samvinnu við
sveitarstjórn.
Umsókn um lán til byggingar leiguíbúða, dagvistarstofnana eða dvalarheimila skv.
niðurstöðum slíkrar könnunar skal fylgja umsögn heilbrigðisráðuneytis. Umsókn um lán til
byggingar dagvistarstofnunar fyrir börn skal fylgja umsögn menntamálaráðuneytis. Er það
skilyrði lánveitingar að þessar umsagnir mæli með henni.
Óheimilt er að selja leiguíbúðir sem byggðar eru skv. ákvæðum þessarar greinar meðan á
þeim hvíla lán úr Bvggingarsjóði ríkisins.
1) Upphaflega 32. gr.. en hún var felld brott með 3. gr. laga nr. 70/1990. Skvld ákvæði eru nú í 57. gr.
2) Upphaflega 2. og 3. mgr. 31. gr.. en þær voru felldar brott með 3. gr. laga nr. 70/1990. Skyld ákvæði eru nú í7. mer.
52. gr.