Árbók Reykjavíkurborgar - 01.12.1990, Side 236
[V. KAFLI
Félagslegar íbúðir. Markmið.1)
51. gr.
Markmið með lánveitingum til félagslegra íbúða samkvæmt lögum þessum er að jafna
kjör og aðstöðu fólks í landinu og skapa fólki öryggi að því er húsnæðismál varðar.
Skal það gert með því
a. að gera sveitarfélögum, félagasamtökum eða fyrirtækjum kleift. með hagstæðum lánum,
að koma upp húsnæði ætlað sem eignaríbúðir, leiguíbúðir, leiguíbúðir með hlutareign
eða leiguíbúðir með kauprétti,
b. að gefa fólki kost á því að eignast húsnæði á viðráðanlegum kjörum,
c. að gefa fólki færi á að leigja húsnæði, eða leigja með hlutareign eða kauprétti á
viðráðanlegum kjörum.
Við framkvæmd félagslegrar aðstoðar samkvæmt grein þessari skal við það miðað
a. að fólk eigi val um þá kosti sem fram koma í grein þessari,
b. að aðstoð til húsnæðismála gangi bæði til eignar- og leiguíbúða,
c. að húsnæðiskostnaður einstaklinga eða fjölskyldna á hverjum tíma fari ekki fram úr
þriðjungi af heildartekjum fjölskyldu,
d. að binda opinberar aðgerðir til jöfnunar á húsnæðiskostnaði við aðstæður einstaklinga
eða fjölskyldna eins og þær eru á hverjum tíma,
e. að þess sé gætt að félagslegar íbúðir séu ávallt vandaðar að allri gerð og blandist annarri
íbúðabvggð með eðlilegum hætti.
Félagslegar íbúðir. Skilgreiningar.
52. gr.
Félagslegar íbúðir samkvæmt lögum þessum eru:
1. Kaupleiguíbúðir.
2. Félagslegar eignaríbúðir.
3. Félagslegar leiguíbúðir.
4. íbúðir í verkamannabústöðum, leiguíbúðir sveitarfélaga og félagasamtaka sem byggðar
voru í tíð eldri laga, svo og íbúðir sem byggðar voru á vegum framkvæmdanefndar
byggingaráætlunar og íbúðir sem byggðar voru samkvæmt lögum nr. 58/1973 og 38/1976.
Framkvæmdaraðili hefur val um þá kosti sem fram koma í 1.-3. tölul. og skal við
lánsumsókn kveðið á um hvers konar íbúð er um að ræða.
Með félagslegum eignaríbúðum er átt við íbúðir sem kaupandi festir kaup á þegar í
upphafi, sbr. ákvæði eldri laga um verkamannabústaði.
Með félagslegum leiguíbúðum er átt við íbúðir sem eingöngu eru til leigu.
Kaupleiguíbúðir eru tvenns konar: félagslegar kaupleiguíbúðir og almennar kaupleigu-
íbúðir. í kaupleiguíbúðum er um þrjá kosti að velja:
a. Kaupréttur nýttur strax í upphafi.
b. Leigu með kauprétti.
c. Leigu með hlutareign.
Félagslegar kaupleiguíbúðir eru byggðar eða keyptar á vegum sveitarfélaga eða viður-
kenndra félagasamtaka, fjármagnaðar með láni úr Byggingarsjóði verkamanna fyrir allt að
90% af samþykktum byggingarkostnaði og 10% framlagi af hálfu framkvæmdaraðila.
Almennar kaupleiguíbúðir eru byggðar eða keyptar á vegum sveitarfélaga, viðurkenndra
félagasamtaka eða fyrirtækja, fjármagnaðar með lánum úr Byggingarsjóði verkamanna fvrir
1) Nýr kafli (51.-102. gr.). sbr. 3. gr. laga nr. 70/1990.