Árbók Reykjavíkurborgar - 01.12.1990, Page 246
91. gr.
Þegar kaupandi hefur að fullu greitt framlag til framkvæmdaraðila og staðið í skilum með
aðrar greiðslur fær hann afsal innan tveggja mánaða fyrir íbúðinni og yfirtekur um leið
áhvílandi veðskuldir.
í afsali skal tekið fram að íbúðin sé háð ákvæðum laga þessara eins og þau verða á
hverjum tíma.
Kaup á eignarhlut í kaupleiguíbúð.
92. gr.
Heimilt er að tryggja leigutaka ótímabundinn afnotarétt af félagslegri kaupleiguíbúð með
því að selja honum eignarhlut í henni fvrir 10% kostnaðarverðs eða kaupverðs íbúðarinnar
með þeim kvöðum að eignarhlutur hans standi óhreyfður í íbúðinni meðan hann hefur afnot af
henni.
Heimilt er að seljaeignarhlut fyrir 30% af kostnaðarverði í almennum kaupleiguíbúðum.
Einnig er framkvæmdaraðila heimilt að selja 10% eignarhlut að því tilskildu að leigutaki sé
innan eignarmarka sem húsnæðismálastjórn ákveður. Við ákvörðun eignarmarka skal við það
miðað að umsækjandi eigi fullnægjandi íbúð, skuldlausa eða skuldlitla, eða aðra samsvarandi
eign. Húsnæðismálastjórn setur nánari reglur um efni þessarar málsgreinar.
Frá og með undirritun samnings um kaup leigutaka á eignarhlut í íbúð, sbr. 1. og 2. mgr.,
eiga ákvæði húsaleigusamninga um uppsögn leigusala á húsnæði ekki við, enda verði ekki um
meiri háttar vanefndir af hálfu leigutaka að ræða.
Eignarhlut leigutaka, sbr. 1. og 2. mgr., skal þinglýst sem kvöð á íbúðinni.
Réttur leigutaka til íbúðar samkvæmt þessari grein er persónulegur, þ.e. er ekki
framseljanlegur og erfist ekki. Hætti leigutaki afnotum af íbúð skal eignarhiutinn endur-
greiddur með fullum verðbótum samkvæmt lánskjaravísitölu, án vaxta. Framkvæmdaraðili
getur þó heimilað að réttur til afnota af íbúð með eignarhlut færist yfir til maka við andlát
leigutaka, hjónaskilnað, kaupmála milli hjóna eða setu í óskiptu búi.
Um leigufjárhæð gildir ákvæði 89. gr.
Um heimild framkvæmdaraðila til að rifta leigusamningi. ef íbúð er framleigð í
heimildarleysi, gilda ákvæði laga um húsaleigusamninga, nr. 44/1979, með síðari breytingum.
Leiga á félagslegri leiguíbúð.
93. gr.
Um samskipti leigutaka og framkvæmdaraðila gilda ákvæði laga um húsaieigusamninga.
Um leigugjald gildir ákvæði 89. gr.
Pinglýsing og stimpilgjald.
94. gr.
Eigi skal greiða stimpilgjald af afsölum fyrir félagsiegri íbúð en kostnað við þinglýsingu
greiðir kaupandi.
Eigi skal greiða stimpilgjald af skuldabréfum féiagslegra íbúða. Þó skai greiða stimpil-
gjald við kaup á almennum kaupieiguíbúðum.
Endurskoðun vaxta.
95. gr.
Byggingarsjóður verkamanna skal að liðnum sex árum frá undirritun kaupsamnings um
félagslega íbúð kanna hvort kaupandi uppfyllir þá enn skilvrði a- og b-liðar 1. mgr. 80. gr. og
upp frá því á þriggja ára fresti. Uppfylli kaupandi ekki lengur þessi skilyrði skal breyta vöxtum
hans þannig að þeir verði hinir sömu og giida um almenn lán úr Bvggingarsjóði ríkisins.
Ákvæði þetta á við um ailt félagslegt húsnæði þar sem lánveitingar Bvggingarsjóðs
verkamanna voru ekki ákveðnar með föstum vöxtum.