Árbók Reykjavíkurborgar - 01.12.1990, Page 248
Endursala eignaríbúða.
#101. gr.
Eigandi félagslegrar íbúðar, sem hyggst selja íbúð sína, skal tilkynna það húsnæðisnefnd
(sveitarstjórn) eða öðrum framkvæmdaraðila. Framkvæmdaraðili kaupir íbúðina og selur að
nýju samkvæmt ákvæðum þessara laga og reglugerða útgefinna samkvæmt þeim.
Húsnæðisnefnd skal í umboði sveitarstjórnar annast kaup og endursölu félagslegra íbúða
á vegum sveitarfélaga sem eru í eigu einstaklinga ef sveitarstjórn neytir forkaupsréttar.
Viðkomandi framkvæmdaraðili sér annars um að leysa inn og endurselja íbúðir.
Við kaup íbúðar skal seljandi hennar fá endurgreitt það fjármagn sem hann lagði fram við
kaup íbúðarinnar og þær afborganir sem hann hefur greitt af láni Byggingarsjóðs verkamanna
frá því kaupsamningur var gerður. Við greiðslur þessar bætast verðbætur samkvæmt vístölu
lánskjara frá greiðsludegi til söludags.
Þá skal seljandi íbúðarinnar fá endurgreiddar þær endurbætur sem hann hefur gert á
fasteigninni samkvæmt samkomulagi milli aðila eða að mati sérstakra matsmanna.
Frá greiðslu til seljanda skal draga fyrningu, 1,5% fyrstu 20 árin en 0,75% eftir það. af
framreiknuðu verði íbúðarinnar fyrir hvert eignarhaldsár.
Vanræksla á viðhaldi íbúðarinnar frá og með gerð kaupsamnings skal einnig koma til
frádráttar frá greiðslu seljanda samkvæmt samkomulagi eða að mati sérstakra matsmanna.
Sama gildir um lausaskuldir og vangreidd gjöld af íbúðinni.
Kostnað við mat greiðir sá sem óskar eftir því.
102. gr.
Sveitarfélag eða annar framkvæmdaraðili skal annast útreikning á söiuverði félagslegra
íbúða þar sem kaupskyldu eða forkaupsréttar er neytt, sbr. 98. gr. Húsnæðisstofnun ríkisins
skal staðfesta útreikninginn. Ágreiningi milli aðila um verðlagningu íbúðanna skal vísa til
húsnæðismálastjórnar sem sker úr um hann með rökstuddri ákvörðun.
Við endursölu íbúðar skal framreikna upphaflegt kostnaðarverð hennar eða síðasta
söluverð samkvæmt vísitölu lánskjara frá gerð kaupsamnings til söludags. Frá því verði skal
draga 1,5% fvrningu fyrstu 20 árin en 0,75% eftir það fyrir hvert eignarhaldsár. Við
framreiknað verð íbúðarinnar má bæta kostnaðarverði endurbóta sem á henni hafa verið
gerðar.
Kaupandi íbúðarinnar tekur við eftirstöðvum af láni Byggingarsjóðs verkamanna
uppfærðum til söludags. Ef uppfærðar eftirstöðvar lánsins nema Iægri fjárhæð en 90% af
endursöluverði íbúðarinnar er heimilt að veita lán úr Byggingarsjóði verkamanna þannig að
heildarlán sjóðsins nemi því hlutfalli. Heildarlán má þó ekki nema hærri fjárhæð en 90% af
kostnaðargrundvelli sem húsnæðismálastjórn hefur samþvkkt.
Fyrning á félagslegu húsnæði, byggðu í tíð eldri laga, fer eftir ákvæðum þeirra laga.]')
[VI. KAFLI
Forkaupsréttur sveitarfélaga á íbúðum byggðum skv. lögum
fyrir gildistöku laga nr. 51/1980.]:)
[103. gr.]’)
Sveitarfélög eiga forkaupsrétt á íbúðum sem byggðar hafa verið skv. eldri lögum um
verkamannabústaði og veitt hefur verið lán til úr Bvggingarsjóði verkamanna, enda hafi
sveitarstjórn ekki áður hafnað forkaupsrétti eða hann fallið niður af öðrum ástæðum, sbr. þó
[99. gr.].J)
Þegar eigandi íbúðar í verkamannabústað hyggst selja íbúð sína skal hann senda
tilkynningu þess efnis til [húsnæðisnefndar]'). [Nefndin]5) skal tilkynna eiganda afstöðu sína
innan 30 daga ella telst forkaupsrétti hafnað og gilda þá ákvæði 3. málsl. [99. gr.].J)
1) Lög nr. 70/1990. 3. gr.. nýr kafli (51.-102. gr.).
2) Áður V. kafli laganna.
3) 103.-108. gr. voru upphaflega 79.-84. gr.: síðar 98.-103. gr.. sbr. 2. gr. laga nr. 76/1989.
4) Upphaflega 67. gr.. en hún var felld brott með 3. gr. laga nr. 70/1990: núverandi 99. gr. er nær samhljóða henni.
5) Lög nr. 70/1990, a-liður 4. gr.